Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 8
Þ ann 30. september 1977 sögðu dagblöðin frá yfirvofandi formanns-
slag í Heimdalli, velgengni
sælgætisgerðarinnar Ópals,
en bæði bláu og rauðu „Ópal-
töflurnar“ voru þá uppseldar,
Framsóknarfélag Rangár-
vallasýslu skoraði á Einar
Ágústsson að fara í framboð
og örlítil frétt í Vísi sagði frá
stofnfundi Samtaka áhuga-
manna um áfengisvandamálið
næsta dag. Með fyrirsögninni
„99 mætir borgarar skora á
menn að mæta“ hófst saga
SÁÁ á Íslandi 1. október 1977.
Á næstu árum leigðu sam-
tökin ýmsar fasteignir í
Reykjavík, gerðu afnota-
samning við ríkið um Staðar-
fell í Dölum og árið 1983 vígðu
samtökin sjúkrahúsið Vog
í Grafarvogi. Bygging hús-
næðisins kostaði samtökin
45 milljónir króna og var
framkvæmdin fjármögnuð að
megninu til með sjálfsaflafé,
fengnu úr söfnunum og happ-
drætti. Ein milljón kom úr
hendi ríkissjóðs. Var þannig
grunnur lagður að starfsemi
og rekstrarformi samtakanna
næstu áratugina.
Nú á 43. starfsári sam-
takanna er Vogur enn horn-
steinn meðferðarúrræða við
fíknisjúkdómi á Íslandi.
600 manns árlega í
sína fyrstu meðferð
Á Vogi er veitt sérhæfð og ein-
staklingsbundin meðferð við
fíknisjúkdómi, byggð á lækn-
isfræðilegum greiningum,
afeitrunar- og lyfjameðferð og
sálfélagslegri meðferð í kjöl-
farið. Meðaldvöl er þar um 10
dagar. Meðferð á Vík á Kjalar-
nesi tekur við eftir afeitrunar-
dvöl á Vogi. Þar fer fram 28
daga löng viðtalsmeðferð.
Til viðbótar við sjúkrahúsin
Vog og Vík reka samtökin
göngudeildina Von í Reykjavík
og aðra á Akureyri.
Um 600 manns innrita sig
árlega í sína fyrstu meðferð á
Vogi, alls staðar að af landinu,
og hefur sá fjöldi verið nokkuð
stöðugur um árabil. Mun fleiri
leggjast inn á Vog ár hvert,
eða 1.700 einstaklingar í 2.200
innlagnir, en 60 rúm eru þar
til skiptanna. Rúmlega 500
manns hafa verið á biðlista
eftir innlögn á Vogi hverju
sinni undanfarin misseri.
Allir þekkja einhvern
Frá stofnun SÁÁ hafa um
27.000 einstaklingar nýtt sér
meðferðarúrræðin. Hjá fá-
mennri þjóð má því ætla að
allflestir þekki einhvern sem
hefur nýtt sér meðferðarúr-
ræði SÁÁ. Samkvæmt tölum
SÁÁ frá 2018 höfðu 7,4% þá-
lifandi Íslendinga farið í með-
ferð á Vogi, 10,1% karla og
4,6% kvenna. Það er því ekki
furða að Vogur og meðferð-
arúrræði SÁÁ eigi sér vissan
sess í íslenskri þjóðarsál. Birt-
ist sú staða e.t.v. með bestum
hætti í ódauðlegum leik Ladda
sem Salómons í Stellu í orlofi,
sem á leið sinni í meðferð hér
á landi villist „með í ferð“
með Stellu. Þessi hlýi meðbyr
í samfélaginu hefur gert sam-
tökunum kleift að afla sér fjár
til rekstursins með ýmsum
hætti. Álfasala SÁÁ fer t.d.
fram á hverju ári og ýmsar
styrktarleiðir eru í boði. Auk
þess selja samtökin edrúaf-
mæliskort og batagjafir.
Til viðbótar við áðurnefndar
styrktarleiðir eru samtökin
einn eigandi Íslandsspila.
Mikill styr hefur staðið um
þessa ráðstöfun, en 9,5% eign-
arhlutur samtakanna aflar
SÁÁ um 50 milljóna árlega.
Þykir mörgum það ekki rétt-
lætanlegt að samtök sem eiga
að veita skjól gegn, og með-
ferð við, fíknisjúkdómum, sé
einn örfárra einkaleyfishafa
spilakassa á Íslandi.
Vantar hálfan
milljarð árlega
Rekstrarkostnaður SÁÁ nem-
ur á hverju ári rúmum einum
og hálfum milljarði og er rík-
isframlagið um milljarður.
Eftir stendur um 600 milljóna
gat, sem SÁÁ þarf að fylla upp
í eitt síns liðs á hverju ári.
SÁÁ hefur gagnrýnt hið
opinbera fyrir þetta bil sem
samtökin þurfa að brúa á
hverju ári og segja að með
þessu sé SÁÁ að niðurgreiða
lögbundinn heilbrigðisrekstur
hins opinbera. Hafa forsvars-
menn SÁÁ haldið því fram að
eðlilegra væri að sjálfsaflafé
rynni í uppbyggingu og ný-
sköpun í starfseminni. „Tæki-
færi sem við höfum til sóknar
glatast, á meðan sértekjur
og fjáraflanir SÁÁ renna að
mestu leyti í niðurgreiðslu á
lögbundinni heilbrigðisþjón-
ustu, sem veitt hefur verið
í áratugi. Fjáraflanir SÁÁ
ætti fremur að nýta til upp-
byggingar og nýsköpunar á
þjónustu sem skortir í sam-
félaginu,“ segir í greinargerð
samtakanna um þjónustu
SÁÁ.
Engin önnur sambærileg
meðferðarúrræði standa til
boða á Íslandi og því umræða
SÁÁ HLUTI AF ÞJÓÐARSÁLINNI
Frá stofnun SÁÁ hafa um 27.000 manns nýtt sér þjónustu samtakanna og allir
þekkja einhvern sem hefur farið í áfengis- og vímuefnameðferð. Að jafnaði eru
yfir 500 manns á biðlista eftir meðferð á Vogi. Samtökin eru á 43. starfsári.
Vogur tók við 2.137 innlögnum í fyrra. 60 rúm eru á sjúkrahúsinu. MYND/ERNIR
Framhald á síðu 10 ➤
Stofnfundur SÁÁ fór fram 1. október 1977. Fjöldi „mætra borgara“
hafði skorað á fólk að mæta. Ráðherrar, þingmenn, leikarar og fjöldi
annarra mætti á fundinn. MYND/TÍMARIT.IS
Heimir
Hannesson
heimir@dv.is
8 FRÉTTIR 26. JÚNÍ 2020 DV