Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 37
Í þessari viku segjum við frá því hvaða starf myndi henta hverju og einu stjörnu-merki best. Svo að þessu sinni voru dregin spil fyrir sjarmatröll Íslands, hann Jón Jóns- son, tónlistarmann og Sporðdreka. Sporðdrekinn er kraftmikið og ástríðufullt merki. Þeir vita hvað þeir vilja og eru reiðbúnir að vinna hörðum höndum að þeirri útkomu sem þeir sækjast eftir. Helsti kostur þeirra er hugrekki, og hversu tryggir þeir eru. Þeir geta virkað yfirþyrmandi og ákveðnir, því þeir eru svo pottþéttir á sínu. Þeim finnst ekki leiðinlegt að hafa rétt fyrir sér og hafa litla þolinmæði fyrir vitleysingum. Myntás Lykilorð: Nýir fjárhags- eða atvinnumöguleikar, gnægð, vöxtur Það kemur nú ekki á óvart að Myntás sé fyrsta spilið þitt, því þú ert alltaf að vinna í einhverju. Þú ert með skrilljón hugmyndir, en átt erfitt með að halda athygli. Það kemur ekki að sök, því þegar maður er með marga anga úti, eru meiri líkur á að fiska. Þú ert jafnvel að fara snúa þér að öðru, innflutningi eða fjár- festingu, sem mun vekja lukku. Sverðriddari Lykilorð: Andlegur skýrleiki, vitsmunalegur kraftur, vald, sannleikur Þú ert að kafa dýpra inn á við, sem er góð æfing, góður tími til þess að halda dagbók, og svo fæ ég á til- finninguna meira um skriftir, eins og þú sért að vinna í að skrifa ljóðabók eða einhvers konar handrit. Sjö í mynt Lykilorð: Langtímasýn, sjálfbær árangur, þrautseigja, fjárfesting. Ja, hérna hér, það er nú meiri lukkan sem umvefur þig. Ef þér hefur fundist einhver stöðnun hjá þér, þarftu ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Þú ert búinn að vinna vel og munt uppskera eftir því. Þér finnst eins og þú þurfir að jarðtengja þig. Skilaboð frá spákonunni Til þess að láta óskir rætast er mjög sterkur leikur að skrifa þær niður, og vertu nákvæmur í því sem þú óskar þér. Gott er að fókusera á eitt í einu og sjá það skýrt fyrir sér, því þá munt þú draga það að þér. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Jón Jónsson Svona eiga þau saman Hvaða starf hentar þínu stjörnumerki best? Hrútur 21.03. – 19.04. Hrúturinn er fæddur leiðtogi! Hvort sem það eru fjármál, mark- þjálfun eða íþróttir, þá ertu svo sannarlega með orkuna og rétta viðhorfið til að hvetja fólk áfram. Þú átt auðvelt með að sjá heildar- myndina og ert skipulögð/lagður! Naut 20.04. – 20.05. Nautið sækist eftir að hafa það notalegt og er einnig heimakært. Það myndi henta þér afar vel að vera rithöfundur, þú ert líka týpan sem finnst margt verra en að vera tímabundið á atvinnuleysisbótum, ég sagði tímabundið! Þú þráir rólegheit og tíma til að ná áttum. Tvíburar 21.05. – 21.06. Tvíburinn er með fleiri en einn persónuleika og því sjáum við þig best sem leikara, þar sem þú færð útrás fyrir að þykjast vera ekki þú sjálf/ur. Það skiptir þig máli að það sé smáleikur í þínu starfi og lífið sé ekki of alvarlegt. Þú myndir einnig sóma þér sem útvarps- stjarna eða leiðsögumaður. Krabbi 22.06. – 22.07. Þú átt auðvelt með að halda ró þinni undir álagi og ert mjög yfirveguð/aður. Þú værir góður kennari, leiðbeinandi eða jafnvel sjúkraliði. Ef þú ert ekki leiðbein- andi í starfi þá færðu útrás fyrir því annars staðar í lífinu, því fátt gleður þig meira en að hjálpa fólki. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið þarf oftast einhverja list- ræna útrás, hvort sem það er í hönnun eða tónlist. Ef ekki í starfi, þá sinnirðu listrænum áhugamál- um. Stjórnmál gætu einnig heillað þig, þar sem þú nýtur þess að láta heyra í þér. Skapandi hugsun er fín til að leysa vandamál. Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan er fullkomnunarsinni og hefur gaman af því að drekka í sig upplýsingar og nota heilabúið. Ýmis þjónustustörf myndu henta þér, en einnig bókhald eða skurð- lækningar. Vog 23.09. – 22.10. Það kemur ekki á óvart að það henti Voginni að vera lögfræð- ingur eða sálfræðingur. Þú ert metnaðarfull/ur og vilt sjá framför í þínu starfi, og ert alls ekki mikið fyrir stöðnun. Þér finnst mikilvægt að hafa hreint í kringum þig og vilt ekki drasl úti um allt, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt – eða bara venjulegt drasl! Sporðdreki 23.10. – 21.11. Þú ert villta spilið svokallaða og er líklegust/astur til að vera ekki í hefðbundnu starfi. Sjálfskapað starf, þar sem þú færð að ráða og blanda saman hugmyndum, væri hentugt. Ef ekki, þá er mjög líklegt að þú sinnir meira en einu starfi. Þú myndir skalla stimpilklukku! Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú ert mikill leiðtogi og átt auð- velt með að aðlagast aðstæðum og hvetja fólkið í kringum þig. Þú hefur gaman af ferðalögum, því væri ekki svo vitlaust að búa til starf í kringum það að ferðast. Steingeit 22.12. – 19.01. Steingeitin er góðhjörtuð og kemst óhjákvæmilega frá því að reyna að bjarga heiminum. Þú værir góður yfirmaður því þú værir vinur starfsmanna þinna. Þú hefur gaman að því að koma með nýjar hugmyndir og myndir njóta þín í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Hér er svipað flæði og hjá Stein- geitinni. Þú ert ekki líklegust/ astur til að þéna mest, en ef þú sinnir starfi þar sem þú getur látið gott af þér leiða þá mun það fylla líf þitt… Bara ekki af peningum. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn er afar listrænn og til í alls konar skapandi störf. Þú ert góður hlustandi, því gætir þú mögulega sinnt einhverju starfi sem felst í að rækta sál og jörð. Garðyrkja á vel við þig og allt sem felur í sér að næra og horfa á lífið dafna. Þú værir góður jógakennari. Vikan 26.06. – 02.07. Ljúft að vera til Forsetahjónin MYND/STEFÁN stjörnurnarSPÁÐ Í F orsetakosningarnar eru á morgun, þann 27. júní, og sækist Guðni Th. Jóhannes-son eftir áframhaldandi forsetaumboði. Guðni Th. er giftur Elizu Reid og taldi DV til- valið að sjá hvernig hjónin eiga saman, ef litið er til stjörnumerkjanna. Guðni, sem á einmitt afmæli í dag, er Krabbi og Eliza er Naut. Það er yfirleitt ávísun á far- sælt ástarsamband þegar þessi tvö merki fella hugi saman. Krabbinn og Nautið eiga margt sameiginlegt og ofar öllu þrá þau öryggi. Þau myndu aldrei svíkja hvort annað og hafa sömu markmið – ást, fjölskyldu og heimili. Hjónin veita öðrum pörum innblástur. Þó svo að það sé mikið að gera hjá þeim, þá finna þau alltaf tíma til að sinna sambandinu og fjöl- skyldunni. Samskipti eru einn af styrkleikum parsins, þó svo að hvorugt merkið tali mikið. Þau eiga auðvelt með að skilja hvort annað og gefa hverju orði mikla merkingu. Krabbinn og Nautið standa þétt saman á jafningjagrund- velli. Þau hika ekki við að styðja við bakið hvort á öðru þegar þess þarf, en framar öllu byggist sambandið á gagnkvæmri virðingu. n Guðni Th. Jóhannesson 26. júní 1968 Krabbi n Frjó hugsun n Tilfinningaríkur n Heiðarlegur n Geðfelldur n Svartsýnn n Óöruggur Eliza Jean Reid 5. maí 1976 Naut n Áreiðanleg n Þolinmóð n Trygglynd n Ábyrg n Þrjósk n Ósamvinnuþýð MYND/ERNIR MYND/VALLI STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 26. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.