Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 21
Myndirnar sem skurðlæknirinn teiknaði fyrir Frið- rik og Rannveigu. Hann útskýrði hvert skref og fór yfir allan undirbúninginn og báru þau fullt traust til hans eftir þetta. Friðrik vill koma sérstökum þökkum til ljósmóður- innar Ástu, sem kom fyrst auga á veikindi Frosta. Fallegt augna- blik á milli mæðgina. Hrafntinna að hitta litla bróður sinn í fyrsta skipti. ólfur tók á móti okkur. Hann útskýrði stöðuna fyrir okkur, að Frosti væri með þrengingu í ósæð sem veldur því að blóð- flæði í neðri hluta líkamans takmarkast og hjartað fer að vinna rosa yfirvinnu og gerir alla líkamsstarfsemi erfið- ari. Þess vegna andaði hann skringilega.“ Ferðalag til Svíþjóðar Ingólfur hjartalæknir sagði þeim að Frosti þyrfti að gang- ast undir aðgerð. „Við tóku sjö dagar á vöku- deildinni á Barnaspítalanum þar sem Frosti fékk lyf til að virkja fósturæð í hjartanu og gera hann stöðugan og sterkan fyrir ferðalagið. Hjúkrunar- fræðingarnir á vökudeildinni eru svo yndislegir og frábær- ir. Stórt „shoutout“ á starfs- fólk Barnaspítala Hringsins, við gerum okkur ekki eigin- lega grein fyrir því hvað starf þeirra er mikilvægt og mikið, fyrr en maður þarf á þeim að halda,“ segir Friðrik. „Vikan leið eins og mán- uður, svefnleysi, ráf, eirðar- leysi, hræðsla, grátur, lítið borðað og algjör bugun. Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan gagnvart því að geta ekkert gert til að hjálpa. Maður þarf að leggja allt sitt traust í hendur á fólki sem maður þekkir ekkert.“ Friðrik, Rannveig og Frosti litli flugu út til Kaupmanna- hafnar með lækni og hjúkr- unarfræðingi, þeim Sveini og Elínu. „Þau fóru með honum í gegnum flugvöllinn, sátu með honum í fluginu og fluttu hann svo á spítalann í Lundi með sjúkrabíl og afhentu hann svo starfsfólki spítalans,“ segir Friðrik. „Þá tók í raun við annað áfall. Við vorum komin í annað land, með öðru fólki, þekktum engan og töluðum ekki tungumálið. Þá varð þetta líka einhvern veginn allt mjög raunverulegt. Hann var að fara í opna hjartaaðgerð, tveggja og hálfrar viku gam- all. En það er nákvæmlega sama sagan með fólkið sem tók á móti okkur í Svíþjóð og heima. Snillingar. Yndislegt fólk og allt af vilja gert, allt útskýrt fyrir okkur, læknirinn teiknaði meira að segja mynd af aðgerðinni fyrir okkur,“ segir Friðrik. „Líkami barna er magnaður, núna nokkrum dögum eftir aðgerðina er Frosti nánast búinn að jafna sig. Laus við allar snúrur og tæki. Bata- ferlið búið að ganga smurt og hér er allt eins og best verður á kosið. Heimferð er á næsta leiti,“ segir hann. Ferlið sem fer í gang er rosalegt Veikindi Frosta komu þeim í opna skjöldu, þar sem Rann- veig og Frosti höfðu verið í eftirliti alla meðgönguna og Frosti fór til hjartalæknis eftir fæðingu. „Það var búið að vera eftir- lit alla meðgönguna, vegna þess að hann er með gat á „Hér er búið að umturna Saga Class-farrýminu fyrir Frosta,“ segir Friðrik. MYNDIR/AÐSENDAR milli hólfa (VSD), svo vorum við líka búin að fara til hjarta- læknis þegar hann var tveggja daga gamall og svo í fimm daga skoðun. Þá sást ekkert og vandamálið í raun ekki byrjað. Svo var það bara fyrir tilviljun að við áttum eftir að kaupa bala, þannig við biðum með að baða hann þar til í útskriftar- heimsókninni hjá Ástu og þá sá hún að eitthvað var ekki rétt. Þannig að fyrir grunlausa for- eldra er ógerlegt að koma auga á svona,“ segir Friðrik. „Ferlið sem fer í gang þegar svona kemur upp er rosalegt. Maður þarf ekkert að hugsa í raun, það er búið að hugsa fyrir öllu, enda er maður ekki í neinu ástandi til að fara að bóka flug og hótel og alls konar. Við fengum félagsráð- gjafa og sálfræðing. Flug og hótel var bókað fyrir okkur og svo var bíll sem sótti okkur á flugvöllinn í Kaupmannahöfn og keyrði okkur til Svíþjóðar. Við áttum bara að vera með vegabréf og reyna að halda geðheilsu. Þegar það kemur að börnum virðist heilbrigðis- kerfið okkar vera með allt upp á tíu.“ Þakklátur Friðrik á dóttur úr fyrra sam- bandi, Hrafntinnu, sem verður sex ára í júlí. Hann hefur reynt að útskýra þetta fyrir henni, svo hún skilji ástandið en hafi ekki áhyggjur. „Hrafntinna veit að það er eitthvað í gangi. Ég útskýrði þetta bara þann- ig fyrir henni að litli bróðir fæddist með svolítið bilað hjarta og hér í Svíþjóð eru sérfræðingar sem eru búnir að læra allt sem hægt er um lítil barnahjörtu og þeir ætla að laga hjartað,“ segir Friðrik, sem er sjálfur með hjarta fullt af þakklæti í garð heilbrigðis- starfsfólksins sem hefur átt hlut í því að hjálpa Frosta. „Öll samskipti sem við höfum átt við starfsfólk hafa verið frábær. Ég vil koma sérstökum þökkum til ljós- mæðranna í Björkinni og þá sérstaklega Ástu, ef ekki hefði verið fyrir hana hefði þetta allt saman farið á mun verri veg. Barnaspítala Hringsins og þá sérstaklega Vökudeild- inni. Við þökkum innilega fyr- ir stuðninginn og skilaboðin og erum snortin að sjá hvað við höfum mikið af yndislegu fólki í kringum okkur,“ segir Friðrik. Friðrik er einnig mjög þakk- látur Neistanum, styrktar- félagi hjartveikra barna, og ætlar að sýna stuðning á móti og hlaupa tíu kílómetra til styrktar félaginu í Reykja- víkurmaraþoninu í ágúst. Þú getur heitið á Friðrik á hlaupa styrkur.is. Friðrik og Rannveig eru bjartsýn á framtíðina. „Venju- lega finna börn sem fara í svona aðgerðir ekki fyrir þeim í daglegu lífi þegar þau eldast. Þetta hefur ekki áhrif á íþróttaiðkun og þess háttar,“ segir Friðrik og bæt- ir við að Frosti hlakki mikið til að losna af spítalanum og koma heim til Íslands að hitta alla. n Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjör- lega vanmáttugan gagnvart því að geta ekkert gert til að hjálpa. FÓKUS 21DV 26. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.