Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 25
FÓKUS 25DV 26. JÚNÍ 2020 ROK „Það toppar ekkert kampavíns-„happy hour“ á Roki. Veröndin er algjör pottur og hægt að dást að Hall- grímskirkju um leið og maður skolar niður hágæða kampavíni, á verði sem sést ekki annars staðar.” Á Roki má gjarnan sjá þekktar og vel tengdar konur úr atvinnulífinu gera sér glaðan dag, en staðurinn er í meðal annars í eigu Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur fram- leiðanda og sambýliskonu Magnúsar Scheving. Staðsetning Frakkastígur 26a Tilboð Milli kl. 16 og 19, Moet kampavínsflaska með lakkrís og melónum á 7.900 kr. eða glas á 1.990. JUNGLE COCTAIL BAR „Staðurinn er mjög vel staðsettur og umkringdur góðum veitingahúsum og því tilvalið að kíkja í drykk fyrir mat á Jungle. Á Jungle eru verðlaunabarþjónar og yfirleitt gott pláss.” Þar er hægt að kaupa kokteila í flöskuvís, en þá hristir barþjónninn kokteil og hellir í flösku sem borðið getur svo deilt saman. Eða ekki! RÖNTGEN. „Gott úrval af skemmtilegum náttúruvínum á fallegum stað. Þeir vanda sig við að hafa blóm í vösum og kerti á borðum. Snemmkvöldssólin laumast inn um gluggana.” Röntgen hefur getið sér gott orð meðal listamanna, sem áður dvöldu löngum stundum á Snaps og Kaffibarnum. Stemningin er afslöppuð og alls kyns skemmtilegir við- burðir í boði sem hægt er að fylgjast með á Facebook- síðu staðarins. Staðsetning Austurstræti 9 Tilboð Milli kl. 17 og 20 eru kokteilar af seðli á 1.500 kr., bjór á krana 800 kr, vín í glösum 1.000 kr. og kampa- vínsglas á 1.800 kr. Staðsetning Hverfisgata 12 Tilboð Alla daga til kl. 20. Víking gylltur og Víking Rökkr: 800 Einstök White Ale og Pale ale: 900 Hanastél vikunnar: 1.800 Glas af víni húsins (hvítt, rautt, rósa- eða freyðivín): 900 Allar vínflöskur: 15% afsláttur Flaska af víni húsins og snakkplatti: 4.500 kr. Staðsetning Laugavegur 21 Tilboð Milli 16 og 20 alla daga, Gull á 600 kr., Bríó og Classic á 700 kr. og léttvín hússins 750 kr. glasið. Staðsetning Grandagarður 23 Tilboð Afsláttur af öllum drykkjum, eða borgað fullt verð fyrir drykkinn og smáréttur að hætti kokksins fylgir með. VÍNBARINN PORT 9 „Auðvitað svalirnar á Port 9. Góð vín í miklu úrvali og besti vertinn tekur fallega á móti manni.” Hér er átt við veitingamanninn Gunnar Pál Rúnarsson, betur þekktan sem gourmet-grallarann Gunna Palla, en hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir ljúffengar veitingar, sem hann kokkar upp á mettíma í minnsta eldhúsi landsins. Svalirnar sem álitsgjafinn talar um eru leynisvalir og þarf að biðja starfsmann vínbarsins um leiðbeiningar til að finna þær. KAFFIBRENNSLAN „Kaffibrennslan er með leyni- lega góðan og ódýran „happy“. Sérstaklega fínt ef það er sól.” Kaffibrennslan skartar líka tryllt góðri, grillaðri samloku með osti og sinnepi sem passar ákaflega vel með bjór, vilji fólk tríta sig að- eins og útbúa mjúka lendingu fyrir veigarnar. THE COOCOO’S NEST OG LÚNA FLÓRENS „Coocoo’s og smáréttur klikkar aldrei og mjög kósý andrúms- loft. Hægt að sitja úti eða inni, eða á Blómabarnum Lúnu, sem er systurstaður The Coocoo’s Nest.” Staðurinn er einkar vinsæll meðal listamanna og sjást Rassi Prump og helstu rapparar landsins gjarnan á staðnum. Listasýningar eru opnaðar á staðnum á tveggja vikna fresti og hægt er að kaupa sér blóm með kokteilnum, svo ekki sé minnst á matinn góða eða græna ofurdjúsinn sem hægt er að fá með skoti af áfengi, sé fólk í stuði. Staðurinn býður einnig upp á ítalskan „happy-hour“ eða „aperitivo“, sem þýðir að borgað er fullt verð fyrir drykkinn, en girnilegur smáréttur fylgir með. Staðsetning Veghúsastígur 9 Tilboð Milli kl. 16 og 19 alla daga. Húsvín 1.100 kr. glasið, bjór 800 kr., freyðivín 1.250 kr. og kampavínsglas á 1.950 kr. Álitsgjafar Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi Sigríður Thorlacious, söngkona Steingerður Sonja Þórisdóttir, blaðakona Linda Björk Ingimarsdóttir, matarbloggari Kristín Ýr Gunnarsdóttir, almannatengill Sverri Bollason, verkfræðingur og matgæðingur Hrönn Sveinsdóttir, bíóstjóri Íris Björk Tanya Jónsdóttir, hönnuður Kristín Soffía Jónsdóttir, listakokkur og borgarfulltrúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.