Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 10
um SÁÁ samofin almennri
umræðu um fíknisjúkdóm
og meðferð við honum hér á
landi. Það kemur því ekki á
óvart að ýmsar skoðanir séu
hafðar uppi um útfærslu og
aðferðafræði SÁÁ.
Víkingadeild á Vík
Á undanförnum árum hafa
gagnrýnisraddir t.d. beinst
að kynja- og aldursskiptingu
á Vogi og Vík. Sagði Stundin
árið 2017 frá dæmi um konu,
sem þurfti frá að hverfa af
Vogi áður en meðferð hennar
var lokið vegna kynferðislegr-
ar áreitni, sem hún varð fyrir
á sjúkrahúsinu. Enn fremur
hefur styr staðið um aldurs-
skiptingu á Vogi. Árið 2018
hætti SÁÁ tímabundið að taka
við ósjálfráða ungmennum,
eftir að lögregla hóf rannsókn
á kynferðisbroti gegn 16 ára
stúlku á ókynjaskiptum ung-
mennagangi Vogs. Ungmenna-
deild er nú starfrækt á Vogi
og er enn ókynjaskipt. Afeitr-
un ólögráða ungmenna fer, frá
síðustu mánaðamótum, fram
á geðdeild Landspítalans, en í
fyrra voru 14 komur ólögráða
einstaklinga á Vog.
Skýr vilji er hjá starfsmönn-
um Vogs til að aðgreina þessa
ólíku þjóðfélagshópa meðan
á meðferð stendur á Vogi, en
sú viðleitni er þó þeim tak-
mörkunum háð að meðferðin
fer fram í einu og sama hús-
inu. Aðeins einn matsalur er
til staðar og blandast hópar
því þar, sem og í fyrirlestra-
sölum sjúkrahússins. Reynt
er að viðhalda skiptingunni í
borðsal og fyrirlestrasal, með
konuborðum og karlaborðum,
en til þess að ganga lengra
þarf að reisa veggi, eða nýtt
húsnæði. Ungmennin borða
sínar máltíðir í starfsmanna-
aðstöðu. Frekari aðskilnaður
takmarkast af húsakosti Vogs.
Á Vík er um tvö hús að ræða
og því umtalsvert meiri skipt-
ing milli fólks af ólíku kyni og
aldursbili. Er þar starfrækt
kvenna- og karlameðferð auk
sérúrræða fyrir endurkomu-
menn, svokölluð „víkinga-
deild“, og sérstök meðferð
fyrir karlmenn eldri en 55 ára.
Að sögn heimildarmanna
DV skýrast ólíkar þarfir og
meðferðarúrræði ekki af
kyni og aldri, heldur einnig af
því við hvers kyns fíknisjúk-
dóm er að eiga. Meðferð við
áfengisneyslu sé allt annars
eðlis en meðferð við fíkn í
sterk verkjalyf sem sprautað
er í æð. Slíkt fólk þurfi t.a.m.
á miklu eftirliti að halda fyrst
um sinn vegna hættu á of-
neyslu, en langflestir slíkir
sjúklingar eru undir áhrifum
vímuefna, eða í fráhvörfum
þegar þeir leggjast inn á Vog.
Strandar á fjármagni
Skortur á meðferðarúrræðum
við öðru en áfengisfíkn hefur
einnig verið gagnrýndur, en
utan áfengis- og vímuefna-
meðferða, veita samtökin nú
aðeins viðtalsmeðferð við
spilafíkn. Hafa spilafíklar
sem DV hefur rætt við haft á
því orð að meðferðarúrræði
séu ekki næg. Einn sagðist
„vonsvikinn yfir því hvernig
samtökin hafa hagað sér gagn-
vart virkum spilafíklum, með
þátttöku í rekstri Íslands-
spila.“
Uppbyggingu SÁÁ á þjón-
ustuúrræðum er hvergi nærri
lokið. Segir m.a. í greinargerð
SÁÁ að í framtíðarsýn sam-
takanna sé endurhæfingarhús
fyrir ungar mæður í bata og
börn þeirra, útrýming bið-
lista eftir afeitrunarmeðferð
á Vogi, búsetuúrræði fyrir
virka neytendur og viðbót-
arúrræði ráðgjafa og sálfræð-
inga á göngudeildum SÁÁ.
Þykir mörgum það sjálfsagt
fögur framtíðarsýn, en um-
ræðan um frekari uppbygg-
ingu hlýtur alltaf að stranda
á því sama, peningum.
Rekstur Vogs kostar um
milljarð á ári hverju og fram-
lag ríkisins til rekstrarins er
um 800 milljónir. Veigamestur
í útgjöldum sjúkrahússins er
launakostnaður, eða um 70%.
Utan launakostnaðar og hús-
næðiskostnaðar, sem er um
13% útgjalda, vega lyfjakaup
Vogs þungt, en þau nema um
52 milljónum á ári.
Meðferðarheimilið í Vík á
Kjalarnesi er talsvert ódýrara
í rekstri, enda um færri inn-
lagnir að ræða og einungis 20
stöðugildi, samanborið við 66
á Vogi. Árlegur rekstrarkostn-
aður Víkur er 374 milljónir
króna og koma 232 milljónir
frá hinu opinbera.
Göngudeildir kosta SÁÁ um
200 milljónir, og kostar hið
opinbera einungis helming
þeirrar fjárhæðar. Göngu-
deildir sinna viðtalsþjónustu
fyrir fíknisjúklinga og fjöl-
skyldur þeirra, grunnmeð-
ferð fyrir þá sem ekki þurfa
á innlögn að halda, dagmeð-
ferð, eftirfylgni og stuðningi
við sjúklinga að meðferð lok-
inni, spilafíknarmeðferð og
ungmennameðferð. Að auki
sinnir göngudeildin foreldra-
hópum og fræðslu, auk þess
sem hún stendur fyrir opinni
fyrirlestraröð alla vikuna.
Þessu starfi sinna starfsmenn
í einungis 13 stöðugildum.
Tískubylgjur í
neyslumynstri
Þörfin fyrir meðferðarúrræði
hefur tekið miklum stakka-
skiptum undanfarin ár og
þarf flóra meðferðarúrræða
SÁÁ að þróast, samhliða svipt-
ingum eða „tískubylgjum“
í neyslumynstri áfengis og
annarra vímugjafa. Þessar
sviptingar hafa verið þó
nokkrar frá stofnun SÁÁ, sem
í upphafi einblíndi á áfengis-
vandann. Fíkniefnavandinn
var nýr af nálinni þegar SÁÁ
var stofnað árið 1977, enda var
fíkniefnadeild lögreglu þá að-
eins sex ára gömul og aðeins
um áratugur frá því að fyrsta
fíkniefnamál Íslandssögunnar
kom upp.
Amfetamínframboð varð
til hér á landi upp úr 1980 og
var nokkuð stöðugt, þar til
það stórjókst með tilkomu E-
pillunnar árið 1995. E-pillu-
neysla var talsverð, þar til fór
að draga úr henni aftur um
2009. Kókaínið gerði víðreist
á Vesturlöndum upp úr 1980,
en ekki var hægt að tala um
faraldur fyrr en nýlega. Hald-
lagt kókaín og amfetamín á
síðasta ári var margfalt það
sem haldlagt var árin á undan.
Síðustu ár hefur kastljósið svo
einna helst beinst að svoköll-
uðu læknadópi, sterkum og
löglegum verkjalyfjum sem
skyld eru morfíni. Má þar
nefna Contalgin, Oxycodone,
Tramadol og Fentanyl. Það
síðastnefnda þykir sérstaklega
hættulegt, enda um 50-100
sinnum sterkara en morfín.
Eins og áður sagði hafa
meðferðarúrræði SÁÁ þurft
að bregðast við þessum sveifl-
um og aðlaga starfsemi sína
neyslumynstri samfélags-
ins hverju sinni. Um þessar
mundir er það fyrst og fremst
meðferð við ópíóíðafíkn. Með-
ferð við slíkri fíkn felst í
greiningu við komu á Vog og
svokallaðri viðhaldsmeðferð.
Í henni felst að meðhöndla
fíknina á viðkvæmu stigi og
trappa neytendur niður, með
lyfjum á borð við Methadone.
Slíkt krefst lyfjakaupa og sér-
fræðiþekkingar. Læknir þarf
að ávísa slíkum lyfjum og
hjúkrunarfræðinga er þörf
í eftirfylgd og rannsóknir
nauðsynlegar á styrk efn-
anna í líkamanum. Kostnaður
við þessa meðferð nemur 81
milljón á ári og er ríkisfram-
lagið aðeins 25 milljónir. At-
hygli vekur að lyfjakaup SÁÁ
vegna viðhaldsmeðferðar
ópíóíðafíknar, kostuðu sam-
tökin rúma 31 milljón í fyrra,
sem er meira en allt framlag
ríkissjóðs til starfseminnar.
Ólík sýn á framtíð
samtakanna
Á heimasíðu SÁÁ kemur
fram að á næstu 10 árum
muni 6-7.000 einstaklingar
sem í dag eru 6-25 ára, koma
í meðferð til SÁÁ í fyrsta
sinn. Á sama tíma mun sam-
bærilegur fjöldi einstaklinga
sækja í endurinnlögn á Vogi
í afeitrun og meðferð, vegna
áður greindrar fíknar. Það er
því ljóst að núverandi skipan
mála mun ekki duga til fram-
búðar og breytinga er þörf á
fjármögnunarmódeli samtak-
anna. Aðrir hafa gengið enn
lengra og lagt til að rekstur
sjúkrahúsa SÁÁ verði slitinn
algjörlega frá rekstri gras-
rótarsamtakanna, með það að
markmiði að tryggja rekstur
sjúkrahússhlutans til fram-
búðar. Þær hugmyndir hafa
þó mætt talsverðri tregðu á
meðal annarra, sem segja að
með slíku skrefi væri verið
að færa eiginlega meðferðar-
hlutann yfir til hins opinbera.
Ekki liggur fyrir formleg
afstaða SÁÁ í þessum málum,
en ætla má að á aðalfundi
samtakanna, þriðjudaginn
30. júní, verði þessi andstæðu
sjónarmið gerð upp. For-
maður samtakanna tilkynnti
nýverið að hann myndi ekki
gefa kost á sér aftur. Kosið
verður á milli tveggja for-
mannsframbjóðenda og í 16
stjórnarsæti. Hafa formanns-
frambjóðendurnir tveir, Þór-
arinn Tyrfingsson og Einar
Hermannsson, lýst yfir mjög
ólíkri sýn á framtíð SÁÁ. n
Kostnaður við rekstur SÁÁ 2019
Kostnaður við rekstur Vogs 2019
Tekjur SÁÁ af spilakössum Íslandsspila Starfsmenn SÁÁ
Vogur var vígður 29. desember 1983. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi framkvæmdastjóri SÁÁ, og
Björgólfur Guðmundsson, þáverandi formaður SÁÁ, fluttu ræður. Báðir áttu þeir eftir að láta til sín taka
í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi svo um munaði. MYND/TÍMARIT.IS
1,7
milljarðar
1,2
milljarðar
1,0
milljarður
1,1
millarður
86
stöðugildi
600
milljónir
n Framlag ríkissjóðs til rekstursins
n Þar af sjálfsaflafé
n Framlag ríkissjóðs til rekstursins
n Þar af sjálfsaflafé
190
milljónir
75
milljónir
68
milljónir
2018 2019
Samtals:
Samtals:
10 FRÉTTIR 26. JÚNÍ 2020 DV