Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 26
26 FÓKUS 26. JÚNÍ 2020 DV Á ferð um landið VESTFIRÐIR Kalla mætti Vestfirði týnda landsfjórðunginn. Þetta er eini landshlutinn sem þjóðvegur eitt fer alveg fram hjá og umferð er umtalsvert minni en um aðra landshluta. Óspillt náttúra, ein- stök náttúruundur og fáfarnar slóðir eru það sem laðar fólk að. SJÁVARSMIÐJAN Í REYKHÓLASVEIT Hjá Sjávarsmiðjunni býðst gestum að baða sig í þörungum og njóta stór- fenglegs útsýnis yfir Breiðafjörð á meðan. Húðin drekkur í sig kraftmikil og næringarrík efni þarans á meðan maður slappar af í heitu vatni og fersku sveitalofti Barðastandarsýslu. Sjávarsmiðjan framleiðir einnig húðvörur úr þörungum úr Breiðafirði. Eiga þær að mýkja húðina, auka teygjanleika og hægja á öldrun hennar. Staðsetning Sjávarsmiðjunnar í Reykhólasveit gerir laugarnar að hinum fullkomna áningarstað, á leiðinni áfram til Pat- reksfjarðar. KEYRA HRAFNSEYRARHEIÐI Í SÍÐASTA SINN Hrafnseyrarheiðin var opnuð af Vegagerðinni eftir vetrarlokun nú í maí, í síðasta sinn. Með opnun Dýra- fjarðarganga í haust verður þessi gullfallegi fjallvegur aflagður og fer því hver að verða síðastur að keyra heiðina, sem í aldaraðir hefur skipt Vestfjörðum í norður- og suðurfirði. Opnun hennar er því vorboði fyrir vestan, og fagnaðarefni þegar Vegagerðinni tekst að stinga í gegn. Vegurinn yfir heiðina liggur frá Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, og yfir til Brekkudals við Þingeyri í Dýrafirði. Vegurinn er víða brattur og krókóttur og lofthræddum hollast að loka augunum á köflum. Sagt er að heimamenn muni sakna vorboðans – en ekki vegarins. SJÓSTÖNG OG HVALASKOÐUN Vestfirðir eru hinn fullkomni vettvangur til að láta reyna á sjómennsku. Ýmis ferðaþjón- ustu fyrir tæki í þorpum á sunnan- verðum Vestfjörðum bjóða upp á ferðir á sjóstöng og í hvalaskoð- unar. Dýpt Arnarfjarðar, Tálkna- fjarðar og Patreksfjarðar hentar vel í slíka starfsemi, því stutt er að fara á nægilegt dýpi til að sjá hvali og næla sér í þorsk í Insta- gram-klassa. Beffa Tours á Bíldu- dal er eitt fyrirtækjanna, en þau bjóða upp á daglegar ferðir á sjó í hvalaskoðun og sjóstangveiði- ferðir samkvæmt samkomulagi. RAUÐISANDUR Meðfram 10 kílómetra strand- lengju liggur rauðleit sandströnd sem kölluð er Rauðisandur. Litur- inn sveiflast úr gulum í rauðan með breyttum birtuskilyrðum, og kemur sennilega til af brotnum hörpudisksskeljum. Frá Patreks- firði er aðeins um hálftíma akstur að Rauðasandi, um nokkuð bratt- an veg. Útsýnið er yfir til Snæ- fellsness á góðum degi og út til Látrabjargs. Á sandinum er rekið franskt kaffihús og er það nauð- synleg viðbót við fallega náttúru, að stoppa í franska súkkulaðiköku á kaffihúsinu. MYND/PJETUR MYND/FACEBOOK MYND/VEGAGERDIN.IS MYND/BEFFATOURS.IS MYND/WIKICOMMONS HEITAR LAUGAR Í TÁLKNAFIRÐI Tálknafjörður er eitt fárra sveitarfélaga Vestfjarða með nægjanlegan jarðhita til að kynda húsin í bænum, sund- laug og „Pollinn“. Pollurinn er náttúrulaug í Sveins- eyrarhlíðum, rétt utan þorpsins Tálknafjarðar. Nafnið er kannski ekki beint lýsandi, en laugin samanstendur af fjórum steyptum laugum. Nafnið stafar auðvitað af því að fyrst um sinn voru reistir steingarðar sem stífl- uðu rennsli heitrar uppsprettu, svo að úr varð pollur. Hvernig sem því líður, er Pollurinn án efa einn fallegasti sundstaður landsins. Pollurinn í Tálknafirði heldur úti síðu á Facebook, þar sem hægt er að kynna sér stöðu sundlaugamála í Tálknafirði. LÁTRABJARG Látrabjarg er án efa einn fallegasti staður landsins. Bjargið er gríðarstórt fuglabjarg og er alfriðað. Látra- bjarg er stærsta sjávarbjarg Evrópu. Jafnframt er það vestasti punktur álfunnar og elsti hluti Íslands. Þar má gera ráð fyrir að sjá álkur, sem hvergi eru fleiri í heimin- um, langvíur, stuttnefjur, fýla og mikið af lunda. Leitun er því að betri stað fyrir fuglaskoðun. Vegurinn frá Pat- reksfirði að Látrabjargi er jafnframt þrælskemmtilegur og liggur hann frá Mikladal í Patreksfirði og fram hjá Breiðavík og Breiðavíkurkirkju. Í Breiðavík er jafnframt rekið hótel sem opið er allt árið. DYNJANDI Í Dynjandisvogi inn af Arnarfirði leynist Dynjandi og er af mörgum talinn fallegastur fossa Íslands. Foss- inn er stærsti foss Vestfjarða og er í ánni Dynjandisá. Fossinn fellur niður 100 metra, í þó nokkuð mörgum þrepum, sem verða til við lagskiptingu bergsins í hraun- lög. Fossinn gengur stundum undir nafninu Fjallfoss og hét eitt skipa Eimskipafélagsins eitt sinn því nafni, eftir Dynjanda, þó Fjallfoss sé reyndar rangnefni. Fossinn er mjög aðgengilegur, en veglegt bílastæði er við hann og við það stendur tjaldsvæði og myndarleg salern- isaðstaða. Aðeins eru um 60 kílómetrar til Bíldudals frá fossinum. MYND/FACEBOOKMYND/WESTFJORDS.IS MYND/WIKICOMMONS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.