Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 22
Ashley Turner fæddist í Frederick í Mary­land­fylki árið 1985, en foreldrar hennar, þau Law­ rence og Lisa Turner, voru báðir í sjóhernum. Ash ley fylgdi í fótspor þeirra og gekk til liðs við flugher Banda­ ríkjanna ári eftir að hún út­ skrifaðist úr menntaskóla. Að lokinni herþjálfun starf­ aði hún í tæknideild björg­ unarsveitar varnarliðsins. Hún þótti góður hermaður og ferill hennar var til fyrir­ myndar. Hún var mikill dýra­ vinur og stefndi á nám í dýra­ lækningum eftir herinn. Stal þrjátíu þúsund krónum Bandaríkjamaðurinn Calvin Eugene Hill starfaði einnig sem hermaður á varnarliðs­ svæðinu í Keflavík á þessum tíma. Hann bjó í sömu blokk og Ashley. Átta mánuðum áður en Ashley var myrt komu upp deilur á milli hennar og Calvins, eftir að í ljós kom að Calvin og annar hermaður höfðu stolið kredit­ korti og peningum af henni. Ránsupphæðin var rúmlega 30 þúsund krónur. Um það leyti sem morðið var framið var Calvin að bíða eftir að fara fyrir rétt vegna þjófnaðarins. Þrátt fyrir þjófnaðinn og deilurnar var Ashley ekki boðið að skipta um gististað og þurfti því að búa áfram í sama húsi og Calvin. Fyrirhugað var að hún myndi bera vitni gegn honum nokkrum dögum síðar, en hin­ um hermanninum hafði verið vísað úr landi. Á þessum tíma átti Calvin í ástarsambandi við Vannee Youbanphout, ís­ lenskan ríkisborgara af taí­ lenskum ættum. Blóð upp um alla veggi Atburðarás sunnudags­ kvöldsins 14. ágúst 2005 er óljós. Seint um kvöldið fundu varnarliðsmenn Ashley, þar sem hún lá í blóði sínu í sófa í stigagangi á fyrstu hæð „maurablokkarinnar“ svo­ kölluðu. Hún var meðvitundarlaus og hafði verið stungin marg­ sinnis í höfuð og háls og var með margvíslega áverka um allan líkamann. Staðurinn bar merki þess að mikil átök hefðu átt sér stað: Blóð var upp um alla veggi og gólfið, eins og fram kom í frétt DV um málið á sínum tíma. Varnarliðsmenn hringdu í herlögregluna og rokið var með Ashley á hersjúkrahúsið á svæðinu, en það var um seinan. Hún var úrskurðuð látin á staðnum. Með blóðblett á skónum Grunur féll strax á Calvin Eu­ gene Hill. Þegar herlögreglan bankaði upp á hjá honum var hann enn í herbergi sínu og hafði ekki reynt að komast undan. Á öðrum skónum hans var blóðblettur. Fyrr um kvöldið hafði Calv­ in verið með kærustu sinni. Hann eldaði handa henni kvöldmat og þau settust svo upp í sófa til að horfa á bíó­ mynd. Við yfirheyrslur hjá lög­ reglu sagði kærastan að Calv­ in hefði farið út úr íbúðinni á meðan myndin var í gangi, og sagði að hann væri að fara að hitta yfirmann sinn. Þegar hann kom til baka byrjaði hann strax að þvo fötin sín. Þá tjáði kærasta hans lögregl­ unni að hnífur hefði horfið úr eldhúsinu á meðan Calvin var í burtu. Bandarískir sérfræðingar voru sendir til landsins til að rannsaka vettvanginn, og eftir að í ljós kom að engir Íslendingar tengdust mál­ inu, tók herinn yfir rannsókn þess. Calvin var fluttur á herstöð bandaríska hersins í Þýskalandi þar sem hann var áfram yfirheyrður. Calvin var í kjölfarið ákærður fyrir morðið og ljóst var að hann ætti yfir höfði sér lífstíðardóm, eða jafnvel dauðarefsingu ef hann yrði fundinn sekur. Hann neitaði ávallt sök. Réttað var yfir honum fyrir herrétti í Bolling­herstöðinni í Washington í Bandaríkjun­ um. Hann neitaði áfram sök, en játaði þó að hafa stolið frá Ashley. Lögmenn Calvins héldu því fram við réttarhöldin að morðið hefði ekki verið rann­ sakað nægilega vel, og horft hefði verið fram hjá öðrum mögulegum gerendum. Einn af þeim sem lögmenn­ irnir bentu á í því samhengi var kærasti Ashley, en hann átti yfir höfði sér dóm fyrir fíkniefnabrot, meðal annars fíkniefnasölu. Lögmennirnir sögðu Ashley hafa vitað af fíkniefnavanda sem hann glímdi við. Vísað var til fram­ burðar vitna sem sögðust hafa séð Ashley og kærasta hennar rífast fyrir utan krá, kvöldið áður en morðið var framið. Dómur fellur Kviðdómur í málinu fundaði í rúmlega fimm klukkustundir áður en niðurstaðan lá fyrir. Kviðdómendur voru sam­ mála um að lögreglan hefði ekki rannsakað nægilega vel hverjir aðrir hefðu hugsan­ lega banað Ashley, heldur ein­ göngu beint sjónum sínum að Calvin. Calvin var því sýknaður af ákæru um morð, en hann var þó sakfelldur fyrir að hafa stolið frá Ashley. Hann var í kjölfarið lækkaður í tign innan hersins. Þegar dómur féll mátti heyra Calvin gefa frá sér hátt andvarp. Fjölskylda Ashley var hins vegar slegin. „Við erum afar vonsvik­ inn,“ sagði Larry Turner, faðir Ashley í samtali við fréttamenn, skömmu eftir að dómur féll. „Ég er hræddur um samfélagið. Það gengur morðingi laus. Dóttir mín er dáin og einhver var valdur að dauða hennar.“ Bandarísk yfirvöld hafa gefið út að málið verði ekki rannsakað frekar. Ljóst er að ef engin ný sönn­ unargögn koma fram, sem benda til að einhver annar gæti verið morðingi Turner, eða staðfesta sekt Hills, mun engum verða refsað fyrir morðið. n SAKAMÁL Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Hin bandaríska Ashley Turner var tvítug og flug- liði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar, þegar hún var myrt á hrottalegan hátt. Grunur féll strax á samstarfsmann hennar, annan hermann á varnarliðssvæðinu, sem áður hafði verið sak- aður um að stela frá henni peningum. Þrátt fyrir fjölda sannana var hann sýknaður fyrir rétti. Morðið á Ashley Turner í Keflavík Í ágúst 2005 var framið hræðilegt morð á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Aðkoman var slík að talað var um blóðbað. Málið er enn þann dag í dag óupplýst. Ashley Turner þótti góður hermaður og ferill hennar var til fyrir- myndar. MYND/ TÍMARIT.IS Dóttir mín er dáin og einhver var valdur að dauða hennar. 22 FÓKUS 26. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.