Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 4
1Hjón á Nýja-Sjálandi flæmd í burtu af íslenskum nágranna: „Hver vill sitja og horfa á þetta allan daginn?“ Íslendingur ofsótti nágranna sína, henti kattasandi á lóð þeirra og reisti vegg fyrir útsýnið. 2Fimm ára drengur var einn á ráfi um nótt – Lögreglan gerði skelfilega uppgötvun heima hjá honum. Drengurinn fannst á ráfi í New Jersey. Í ljós kom að móðir hans hafði verið drepin af unnusta sínum. 3 „Það er eiginlega búið að segja við mig að ég geti ekki átt börn“ Svala Björgvinsdóttir söngkona var í innilegu viðtali við Mannlíf, opnaði sig um skilnaðinn og nýja sam- bandið. 4 Eitt furðulegasta tilboðið á Ís-landi – 50% afsláttur ef þú upp- fyllir eitt skilyrði Veitingastaðurinn Rakang býður þeim sem hafa farið í magaminnkunaraðgerð upp á afslátt. 5 Björn Ingi bendir á ótrúlega staðreynd um Víði – „Gæti það ekki nálgast að vera met?“ Við vinnslu á bók sinni um COVID-19 komst Björn Ingi að því að Víðir Reynisson fór einn daginn í 21 viðtal. 6 Tollverðir urðu kjaftstopp þegar þeir fundu þennan farm Við landamæraeftirlit í Noregi fundust ríflega 800.000 sígarettur sem faldar voru með málmplötum. 7 Vændiskona segir gifta stjörnu hafa barnað sig – „Hann skammaðist sín“ Bresk vændiskona fullyrðir að stjarna í ensku úrvals- deildinni sé barnsfaðir hennar. 8Ekki lengur hægt að taka handfarangur í flug Icelandair – Fáeinar undantekningar Vegna COVID-19 hefur Icelandair hert reglur um handfarangur. Lækningatæki eru leyfð. 9Fyrir 10 árum spáði hann miklum hörmungum 2020 – Hugsan- lega höfum við bara séð upphafið á þeim Þróunarlíffræðingurinn Peter Turchin rannsakar hvernig krísur og hörmungar herja á samfélög. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Enn þá skelfur Norðurland Skjálftahrina gengur enn þá yfir Norðurland og hafa yfir 5.000 skjálftar orðið síðan 19. júní. Stærsti skjálftinn til þessa var á sunnudagskvöld, 5,8 að stærð, og voru upptök hans norð- austur af Siglufirði. Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða. Flugfreyjur semja Margra vikna kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélags Ís- lands er nú loks lokið. Aðfaranótt fimmtudags var skrifað undir nýjan kjarasamning til fimm ára. Í fréttatilkynningu segir að samningurinn sé „í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag og sveigjanleika fyrir félagið en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flug- freyja og flugþjóna.“ 2.000 manns mega koma saman Á upplýsingafundi almannavarna á miðvikudag var tilkynnt um næsta skref í að aflétta samkomu- og fjöldatakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja fram tillögu til heilbrigðisráðherra um að þann 13. júlí megi tvö þúsund manns koma saman. Þá er til skoðunar að lengja afgreiðslu- tíma á veitingastöðum, börum og skemmtistöðum. Lík í smábátahöfn Um miðjan dag á sunnudag fannst lík karlmanns í berginu við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík. Fyrr um daginn hafði mik- ill viðbúnaður verið á svæðinu en allt tiltækt slökkvilið var kallað út, ásamt sjúkrabílum, lögreglu og björgunarsveitum. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suður- nesjum, er andlát mannsins ekki rannsakað sem sakamál. 14 ára pilti meinað að spila fótbolta Lance Campbell, faðir 14 ára pilts í FH, er ósáttur eftir að syni hans var meinað að spila í leik FH og Hauka. Sonur hans var samningsbundinn erlendis þangað til í maí og er ekki kominn með leikheimild hér á landi en hefur fengið að spila með FH á undanþágu. Lance segir félagið ræna son sinn því tækifæri að mæta vinum sínum. Hjúkrunarfræðingar sáttir Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem hefjast átti á mánudagsmorgun, var afstýrt á síðustu stundu. Seint á sunnu- dagskvöld lagði ríkisáttasemjari fram miðlunartillögu í kjara- viðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samkomulag hefur náðst um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu en enn á eftir að semja um afmörkuð atriði sem varða laun. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 26. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.