Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 20
F riðrik Jónsson og Rann­veig Guðmundsdóttir eignuðust son, þann 31. maí síðastliðinn. Drengur­ inn fékk nafnið Frosti Frið­ riksson og sveif fjölskyldan um á bleiku skýi. Þar til þann 10. júní, þegar ljósmóðir tók eftir að Frosti andaði skringi­ lega og ráðlagði þeim að fara í skoðun. Í kjölfarið tók við atburðarás sem Friðrik lýsir sem martröð. Frosti var með ósæðarþrengingu og þurfti að ferðast til Svíþjóðar til að gangast undir opna hjartaað­ gerð. Hann fór í gegnum að­ gerðina eins og hetja og er fjölskyldan nú á heimleið. Kom í ljós fyrir tilviljun Fyrstu vikuna eftir að Frosti kom í heiminn var allt full­ komið. Hann var algjör draumur, drakk og svaf til skiptis. Ásta Hlín Ólafsdóttir, ljósmóðir hjá Björkinni, var í sinni síðustu heimsókn þegar veikindi Frosta komu í ljós. „Þetta uppgötvaðist fyrir algjöra tilviljun. Ásta var hjá okkur í síðustu heimsókninni og ætlaði bara að útskrifa okk­ ur, þegar að við ákváðum að baða Frosta. Hún tók þá eftir að hann andaði skringilega og að hann væri eitthvað öðruvísi en þegar hún kom síðast. Hún tók myndband af honum sem hún sendi lækni á Barnaspítal­ anum og sagði okkur að fara með hann og láta skoða þetta. Saklaus aukaskoðun bara,“ segir Friðrik. „Þegar þangað var komið tók hjúkrunarfræðingur á móti okkur og tók einhverjar mælingar. Þá byrjaði einhver atburðarás, sem líktist hreint út sagt martröð. Það kom læknir inn til okkar og svo annar hjúkrunarfræðingur. Svo bara kom fleira og fleira fólk og andrúmsloftið þyngd­ ist. Það var ákveðið að færa okkur um stofu og líktist sú stofa bara risa skurðstofu. Þar var hann tengdur við alls kon­ ar tæki og mæla. Æðaleggur í hausinn og ég veit ekki hvað. Okkur var boðið og ráðlagt að fara í herbergi við hliðina á stofunni, herbergi fyrir for­ eldra. Þarna var þetta orðið svo mikið og okkar vitneskja engin, svo að við urðum dauð­ hrædd,“ segir Friðrik. „Ég man tilfinninguna sem helltist yfir mig. Mér varð sjóðheitt, öll þyngd hrundi niður í fætur og mér varð ó­ g latt . Svo man ég óljóst eftir fleiru, þar til að allt var búið að róast aðeins. Þá komum við inn á stofuna aftur þar sem hjartalæknir að nafni Ing­ ÞÁ BYRJAR EINHVER ATBURÐARÁS SEM LÍKIST MARTRÖÐ Frosti Friðriksson var aðeins tveggja og hálfrar viku gamall þegar hann gekkst undir opna hjarta- aðgerð í Svíþjóð, þann 16. júní síðastliðinn. Síð- ustu vikur hafa verið mjög erfiðar en foreldrarnir sjá loksins ljós fyrir enda ganganna. Frosti Friðriksson hefur sýnt magnaðan styrk í gegnum allt ferlið. MYND/AÐSEND ÓSÆÐARÞRENGING Ósæðarþrenging (e. coarctation of the aorta) einkennist af þrengingu í nærhluta ósæðar, oftast beint á móti tengingunni við fósturslagrásina, það er fyrir neðan uppruna vinstri neðanviðbeinsslagæðarinnar. Ég man tilfinn- inguna sem hellt- ist yfir mig, mér varð sjóðheitt, öll þyngd hrundi niður í fætur og mér varð óglatt. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is 20 FÓKUS 26. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.