Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 26. JÚNÍ 2020 DV SANDRA LEIKJAHÆST Í SÖGU EFSTU DEILDAR KVENNA K empurnar í Pepsi Max-deild kvenna gefa ekk-ert eftir og halda áfram að gera það gott. Metnaður og úthald getur spilað stóran þátt í árangri, en reynslan skiptir sköpum þegar fram í sækir. Tíu leikjahæstu fótboltakon- urnar í Pepsi Max-deildinni í ár eru reynsluboltar sem vert er að taka eftir, en þær munu halda áfram að setja sitt mark á íslenskan fótbolta. n Sóley Guðmundsdóttir soley@dv.is Reynsluboltarnir í ár halda áfram að bæta leikjum í safnið og gefa ekkert eftir inni á vellinum með ástríðu, metnað og vinnusemina að vopni. SANDRA VALUR SIGURÐARDÓTTIR 283 Önnur lið leikir í Stjarnan efstu deild Þór/KA/KS Sandra er uppalin fyrir norðan og skipti yfir í Stjörn- una árið 2005. Hún varð þrisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari, áður en hún skipti yfir í Val. Með Val varð Sandra Íslandsmeistari í fyrra. Sandra er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna. DÓRA MARÍA VALUR LÁRUSDÓTTIR 240 leikir í efstu deild Dóra María er uppalin í Val og er það eina íslenska liðið sem hún hefur spilað fyrir. Dóra María var í gullaldarliði Vals. Þær urðu Íslandsmeistarar sex sinnum á sjö árum, á árunum 2004-2010. Dóra María fagnaði Íslands- meistaratitli í fyrra með Val. Dóra varð bikarmeistari á sínu fyrsta ári með Val og hefur hún fagnað þeim titli samtals sex sinnum. ÁSGERÐUR STEFANÍA VALUR BALDURSDÓTTIR 239 leikir í efstu deild Önnur lið Stjarnan Breiðablik Ásgerður er uppalin í Kópavogi en skipti ung yfir í Stjörnuna. Fyrsti titillinn kom þó með Breiðabliki, þegar þær urðu meistarar í 1. deild. Þessi titill var sá fyrsti af mörgum. Með Stjörnunni varð Ásgerður fjórum sinnum Ís- landsmeistari og þrisvar bikarmeistari. Eftir mörg góð ár í Stjörnunni ákvað Ásgerður að leita á önnur mið og skipti yfir í Val. Hún varð Íslandsmeistari með Val á síðustu leiktíð, sem var hennar fyrsta með félaginu. VESNA ELÍSA FYLKIR SMILJKOVIC 217 Önnur lið leikir í Valur efstu deild ÍBV Þór/KA Keflavík Vesna er fædd í Serbíu og kom fyrst til Íslands árið 2005 og samdi við Keflavík. Hún spilaði með Keflavík í fjögur ár. Árið 2009 fór hún norður á Akureyri þar sem hún spilaði með Þór/KA í tvö ár. Vesna samdi við Eyjakonur árið 2011 og spilaði með liðinu í fjögur ár. Árið 2015 skipti Vesna yfir í Val, þar sem hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fyrra. Fyrir tímabilið í ár skipti Vesna yfir í Fylki, þar sem hún dregur meðalaldur liðsins töluvert upp. Vesna er elsti leikmaður deildarinnar, fædd árið 1983. Vesna fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2014. SONNÝ LÁRA BREIÐABLIK ÞRÁINSDÓTTIR 185 Önnur lið leikir í Haukar efstu deild Afturelding/Fjölnir Fjölnir Sonný Lára hóf ferilinn með Fjölni árið 2002 en spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2004. Hún spilaði með Fjölni og sameinuðu liði Aftureldingar/ Fjölnis til ársins 2009. Hún spilaði eitt tímabil með Haukum árið 2010, en fór aftur í Fjölni ári síðar. Sonný spilaði með Fjölni í 1. deild í þrjú ár áður en hún fór í Breiðablik árið 2014, þar sem hún spilar í dag. Sonný hefur fagnað tveimur Íslandsmeistara- titlum og tveimur bikarmeistaratitlum með Breiða- bliki. MÁLFRÍÐUR ERNA VALUR SIGURÐARDÓTTIR 238 leikir í efstu deild Önnur lið Breiðablik Málfríður er uppalin í Val og hefur spilað á Hlíðarenda alla tíð, fyrir utan tvö tímabil, árin 2015 og 2016, sem hún spilaði með Breiðabliki. Fyrra árið með Blikum varð Málfríður Íslandsmeistari og það síðara varð hún bikar- meistari með Kópavogsliðinu. Með Val hefur Málfríður sjö sinnum fagnað Íslandsmeistaratitli og sex sinnum bikarmeistaratitli. HALLBERA GUÐNÝ VALUR GÍSLADÓTTIR 194 Önnur lið leikir í Breiðablik efstu deild ÍA Hallbera er uppalin á Akranesi þar sem hún hóf ferilinn með ÍA. Hún spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2002. Fyrsti leikur Hallberu í efstu deild var árið 2005 með ÍA. Eftir tímabilið árið 2005 skipti Hallbera yfir í Val. Með Val fagnaði hún fimm Íslandsmeistara- titlum og fjórum bikarmeistaratitlum á árunum 2006- 2011, áður en hún hélt út í atvinnumennsku. Árið 2014 spilaði Hallbera aftur með Valskonum. Hún spilaði með Breiðabliki árin 2015 og 2016, þar sem hún fagnaði einum Íslandsmeistaratitli og einum bikarmeistara- titli. Nú hefur Hallbera leikið með Val frá árinu 2018 og fagnaði hún Íslandsmeistaratitli með liðinu í fyrra. ARNA SIF ÞÓR/KA ÁSGRÍMSDÓTTIR 199 Önnur lið leikir í Valur efstu deild Arna Sif er yngsti leikmaðurinn á listanum, fædd árið 1992. Arna hefur alla tíð leikið með Þór/KA, fyrir utan tvö tímabil með Val árin 2016 og 2017. Arna fagnaði Íslandsmeistaratitli með Þór/KA árið 2012, sem var fyrsti titill í sögu félagsins. FANNDÍS VALUR FRIÐRIKSDÓTTIR 203 leikir í efstu deild Önnur lið Breiðablik Fanndís hóf feril sinn í Breiðabliki árið 2005. Hún varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki, 15 ára gömul. Hún fagnaði aftur Ís- landsmeistaratitli árið 2015 með Breiðabliki. Árið 2016 varð Fanndís bikar- meistari með Kópavogsliðinu. Í dag spilar Fanndís með Val, þar sem hún hefur verið frá árinu 2018. Hún fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í fyrra. LAUFEY KR BJÖRNSDÓTTIR 226 Önnur lið leikir í HK/víkingur efstu deild Valur Fylkir Breiðablik Þór/KA/KS Laufey er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað með sex mismunandi félagsliðum. Hún hóf ferilinn fyrir norðan í sameinuðu liði Þórs/KA/KS. Eftir eitt tímabil fyrir norðan samdi Laufey við Breiðablik. Hún varð Ís- lands- og bikarmeistari með Breiðabliki árið 2005. Árið 2008 samdi Laufey við Fylki og spilaði hún með liðinu í fjögur ár. Árið 2012 skipti Laufey yfir í Val, þar sem hún upplifði mikla titlaþurrð í sögu Vals. Laufey spilaði með HK/Víkingi sumarið 2018, en skipti yfir í KR eftir sumarið og spilar nú með Vesturbæjarliðinu. MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.