Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 30
V enjulegur dagur byrjar snemma, morgunmatur með sonum mínum og farið í ræktina. Síðan tekur við óvissuferð dagsins sem er vinnutengd, enda veit ég aldrei hvað bíður mín þó að það séu ákveðnir þættir festir niður. Ég reyni að enda alla daga á kvöldmat með sonum mínum, þá viku sem þeir eru hjá mér, og síðan er misjafnt hvort það er frekari vinna sem bíður mín, sófinn eða fjallganga,“ segir Simmi. Fer millileiðina í öllu Simmi fylgir engu ákveðnu mataræði heldur finnur hann milliveginn. „Ég trúi á að fara milli- leið í öllu, hvort sem það er mataræði eða annað. Ég er þó alltaf frekar lágkolvetnameg- in í lífinu. Annars snýst þetta um að borða allt og hafa það í hófi,“ segir hann og bætir við að hann hafi mjög gaman af eldamennsku. „Ég lít á matreiðslu og mat sem áhugamál.“ Uppáhaldsmáltíð Simma er sú máltíð sem hann hefur á diskinum á hverjum tíma. „Ég er alæta og finnst mjög gaman að prófa nýja hluti,“ segir hann. n Matseðill Simma Vill Morgunmatur Engiferskot og baunasafi (kaffi). Millimál nr. 1 Epli og kaffi. Hádegismatur Lágkolvetna hlöllabátur eða mömmumatur. Millimál nr. 2 Kaffibolli eða tveir. Kvöldmatur Dagamunur, en það er alltaf heitur matur í kvöldmat. Gómsætt grillmeðlæti Uppskriftin mín er salat og sósa, sem hentar öllum grillmat. Brokkólísalat 2 bollar ferskt brokkólí Rauðlaukur 4 sneiðar eldað beikon Rifinn gráðaostur, eftir smekk Hnetur að vild Salt og pipar Skerið ferska brokkólíið og rauð- laukinn smátt. Eldið beikonið þar til það er stökkt og saxið. Rífið gráðaost eftir smekk og bland- ið öllu saman í skál ásamt hnetun- um. Að lokum er salti og pipar bætt við eftir smekk. Salatið hentar með öllu grillkjöti. Hvítlauks-ostasósa 6 msk. majónes eða 3 msk. majónes á móti 3 msk. af sýrðum rjóma Einn hvítlauksgeiri Heill poki af rifnum pizzaosti Salt og pipar Saxið hvítlaukinn mjög smátt. Blandið öllu vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Þessi sósa er sérlega góð inn í heita kartöflu, því osturinn bráðnar. Simmi Vill flokkar sig sem alætu sem elskar að prófa nýja hluti. MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/AÐSEND Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ég er alæta og finnst mjög gaman að prófa nýja hluti Athafnamaðurinn Sigmar Vil- hjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku. Hann ætlar að nýta sumarið og grilla í góða veðrinu. Hann deilir hér uppskrift að gómsætu meðlæti. 30 MATUR 26. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.