Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 24
24 FÓKUS 26. JÚNÍ 2020 DV Girnilegustu gleðistundir borgarinnar Nú þegar veðrið er tekið að leika við landsmenn og möguleiki er á að umgangast vini og vínanda í öðru formi en sem sótthreinispritt, er um að gera að viðra sig. En hvert er best að halda og hvar leynast bestu tilboðin og drykkirnir? DV hafði samband við vel valið fólk, með vel stillta bragð- lauka, og tók púlsinn á bestu börunum. DANSKA KRÁIN „Danska kráin býður upp á alvöru „bodega“ stemningu eins og í Kaupmannahöfn, þar sem ólíklega þykkur þver- skurður samfélagsins kemur saman.” Á kránni er hægt að sitja úti, en þar er einnig að finna ýmis spil og oft lifandi tónlist. Staðsetning Ingólfsstræti 3 Tilboð Milli kl. 16 og 19 er 2 fyrir 1 af öllu á krana og léttvíni, ásamt freyðivíni og vel völdum snöfsum á spottprís. VEÐUR „Veður er með hættulega góðan „cocktail-hour“ milli 19 og 21,” sagði einn álitsgjafinn. Veður er staðsettur beint á móti Kaldabar og hefja ófáir flipp- arar kvöldið á kokteil þar, áður en haldið er í harðari partístemningu hinum megin við götuna. APÓTEKIÐ „Ég hef verið að fara á Apótekið, þar er Eiríkur bauks í miklu uppáhaldi. En það er svona „post corona“, því það lokaði allt nema þeir. Fyrir kóróna, þá var það aðallega Kaffibarinn – því það er svo góður staupasteinn eftir vinnu og áður en haldið er heim í djöfulgang – og svo hefur Forréttabarinn verið einn af uppáhalds, en hann er lokaður, svo tekur Marina við kl. 22, sem er mjög hentugt.” Annar viðmælandi tók í sama streng og lofaði Apótekið. „Apótekið hefur klárlega vinningin þegar kemur að „happy-hour“. Þar eru langbestu kok- teilarnir og „whiskey sour“ hjá þeim snillingum er tjúllaður. Það er algjör snilld að droppa inn með vinahóp og fá sér smá að borða, eins og trufflu- franskar eða mini-vöfflubita með bleikju, á meðan þú sötrar uppáhalds- kokteilinn þinn í fallegu umhverfi á besta stað í miðbænum.” NORDICA „Á Hótel Hilton Nordica er að finna skemmtilegan hótelbar með góðum tilboðum. Nordica er ekki í al- faraleið, en það setur smá útlandastemningu í daginn að drekka góðan drykk á hótelbar.“ Á Nordica er líka að finna spa, svo það er tilvalið að kíkja í af slöppun eða ræktina og vinna sér inn gott karma fyrir kroppinn áður en kíkt er í drykk. Staðsetning Austurstræti 16 Tilboð Allir kokteilar eru á 1.590 kr. milli kl. 16-18 Staðsetning Suðurlandsbraut 2 Tilboð Milli kl. 17.00 og 19.00 alla daga. 50% afsláttur af bjór, sterku víni og völdum kokteilum. Staðsetning Klapparstígur 33 Tilboð Milli 14 -19:35 á bjór og víni frá 700-900 kr. Freyðivín 1.000 kr. Kokteilar frá 19-21 á 1.800 kr. Freyðivínsfimmtudagur allan daginn, glas 1.000, flaska 5.000, kampavín 10.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.