Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Síða 2
Framsókn sér um sína Svarthöfði hefur lengi dáðst að Lilju Dögg Al-freðsdóttur. Það markaði tímamót í sögu Framsóknar- flokksins þegar Sigmundur Davíð sótti hana í Seðlabank- ann og gerði að ráðherra til að milda ásýnd flokksins, skömmu áður en hann sagði af sér emb- ætti forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. Lilja hefur verið ljúf sem lamb og brætt hjörtu allra. Ítrekað hefur hún verið valin vinsælasti ráðherr- ann. Ítrekað mætir hún í viðtöl með bros á vör, í fallegri dragt og hárið óaðfinnanlegt. Það hryggir Svarthöfða að nú sé verið að ráðast að hinni ljúfu Lilju úr öllum áttum. Konukind úti í bæ hélt að hún gæti klekkt á Lilju með því að kæra hana til kærunefndar jafnréttismála eftir að Lilja réði flokksfélaga sinn í Framsókn sem ráðu- neytisstjóra frekar en bless- aða konuna. Meðlimir kæru- nefndar voru sammála um að taka Lilju niður og sögðu hana hafa brotið jafnréttislög. Þvílík firra. Kona að brjóta jafnréttis- lög! Hún Lilja hans Svarthöfða síns? Nei, takk. Svona vitleysu vill Svarthöfði ekki heyra. Við Framsóknarmenn verðum að standa saman. En Lilja kom með krók á móti bragði og ætlar að fara í mál við kellinguna til að láta ógilda úrskurð kærunefndar. Hún skal sko læra að maður fokkar ekki í Lilju. Það er heilög skylda Framsóknar- manna að ota sínum tota og koma sínu fólki að. Fólki sem er flokknum þóknanlegt. Það er gleðiefni að Lilja sé farin að sýna klærnar. Svona er best að gera þetta – byggja upp traust og taka síðan til óspilltra (!) málanna. Ekki er langt síðan Lilja skipaði ann- an flokksbróður í alls konar nefndir sem hann fékk vel greitt fyrir. Þeirra á meðal var nefndin sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri Fram- sóknarmaður sem yrði besti ráðuneytisstjórinn. Lilja valdi vitanlega Framsóknarmann til að stýra Fjölmiðlanefnd þrátt fyrir að einhver kona með sérfræðiþekkingu væri til í stöðuna. Kosningar eru á næsta ári og enginn veit hvort Lilja verður áfram ráðherra. Því liggur á að koma Framsóknarmönnum fyrir í sem flestum bitastæð- um stöðum. Framsóknarflokk- urinn sér um sína. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Syfjað siðferði K osningabarátta getur súrnað ansi hratt, þrátt fyrir háleit markmið um háttvísi allra aðila. Nú þegar forsetakosningar fara fram um helgina er áhugavert að velta fyrir sér kosningahlaupinu sem við þreytum trekk í trekk með ýmsum hætti í gegnum lífið. Strax í grunnskóla keppast börn við að bjóða sig fram sem formann nem- endaráðs eða barist er um atkvæði þeirra. Loforð, upptal og ef vel gengur, uppklapp. Á unglingsár- um fer tíminn í alls kyns framboð sem oft eru mis- gáfuleg eins og embættin sem sóst er eftir. Það verður snemma ljóst hvernig týpa tranar sér fram. Fer hún í manninn eða mál- efnið? Þykir hún líkleg til að standa við rjómablönduð loforð um betri tíð? Er frítt súkkulaði í allar kennslustofur raunhæft? Eða alls konar fyrir aumingja? Mennirnir tveir sem keppa um titilinn forseti Íslands að þessu sinni eru eins ólíkir og dagur og nótt en auðvelt væri að taka saman tjúlluðustu um- mæli forsetaframboðsins og sögulegra kappræðna í skemmtilega en virkilega óþægilega myndasögu. Nálægðin í svo litlu samfélagi sem við búum í gerir allt persónulegra. Allir hafa sína sögu að segja af frambjóðendum og fara þær hátt á samfélags- miðlum. Menn hringja á ritstjórnina með dólg á síðustu metrunum og súrinn ágerist. Lífróðurinn gerir vart við sig. Á sama tíma á sér stað annar slagur í Efstaleitinu. Einar Hermannsson sækist eftir formannssæti SÁÁ í kosningum samtakanna í næstu viku. Í forsíðu- viðtali lýsir hann formannsslagnum sem óskemmti- legum og kemst vel að orði þegar hann segir að það sé leiðinlegt að lesa óhróður um bæði sjálfan sig og Þórarin Tyrfingsson, mótframbjóðanda sinn, og ekki sé síður leiðinlegt hvernig ýmsum rangfærslum sé haldið fram. Áður en kvölda tekur fer siðferðið að syfja og mörk milli manns og málefnis taka að renna saman. Það er óþolandi. Nýtum kosningaréttinn á öllum vígstöðvum með opin augu og hlýtt hjarta. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/VILHELM Berglind Guðmundsdóttir, rithöfundur og matarblogg- ari á Gulur, rauður, grænn og salt, kallar ekki allt ömmu sína. Hún ætlar ekki að láta grillsumarið mikla fram hjá sér fara og deildi með DV uppáhaldsgrilluppskriftum sínum. 1 Kjúklingur fyrir heimska „Það fyrsta sem kemur í hugann er uppskriftin Kjúklingur fyrir heimska – þessi uppskrift er svona eins og lóan – sól og sumar er í vændum um leið og þessi fer á grillið. Þessi réttur er ein- faldur og góður. Uppskrift- ina fékk ég fyrir mörgum árum en þá hét hún „chicken for dummies“ – sem ætti kannski frekar að þýða sem „kjúklingur fyrir byrjendur“ – en við breytum víst ekki nafninu úr þessu. 2 Sweet chili-laxinn Annað sem mér dettur í hug er „Sweet chili-laxinn“ sem er grillaður á teini – en þessi réttur er frábær leið til að fá krakkana til að borða fisk og jú, jú, vissulega okkur full- orðna fólkið líka. Bragðast eins og sælgæti. 3 Lambakórónur Svo þykja mér lambakór- ónur hinn besti matur og aftur erum við með eitthvað sem er einfalt í gerð. Stutt á grillið, ólífuolía, salt og pipar – kannski smá chili-flögur og veislumáltíð tilbúin án mikillar fyrirhafnar. 4 Grænmeti Grillað grænmeti í öllum regnbogans litum er snilldin ein og í raun frábær réttur einn og sér, en líka sem forréttur, smáréttur eða meðlæti með öðrum mat. Þá dreypi ég vel af góðu Olifa hennar Ásu Regins yfir grænmetið og krydda með góðu íslensku sjávarsalti. 5 Rosa bomba Í eftirrétt er svo gott að setja súkkulaðikaramellur, sykurpúða, súkkulaði og fersk ber í ísform og pakka inn í álpappír og grilla þar til þetta er farið að mýkjast. Rosa bomba.“ GRILLUPPSKRIFTIR Þvílík firra. Kona að brjóta jafnréttislög! 2 EYJAN 26. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.