Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 18
Því verður seint haldið fram að í borgarstjórn Reykjavíkur sé heilbrigt starfsumhverfi. Ein sam­ félagsmiðlastjarnan, Hrafn Jónsson, komst svo að orði um ástandið þar í vikunni: „Hver einasta frétt um hvert einasta mál virkar á mann eins og angi af tráma, einelti og ömurlegum samskiptaháttum; alveg þann­ ig að ég mundi frekar vilja saga af mér fótinn en koma nálægt einhverri vinnu þarna.“ Í Þjóðarpúlsi Gallup er reglulega spurt um traust al­ mennings til ýmissa stofnana samfélagsins. Síðustu tvö árin hefur borgarstjórn Reykja­ víkur rekið lestina og í nýjustu könnuninni kváðust aðeins 17 prósent aðspurðra bera traust til hennar. Þetta litla traust er áhugavert að skoða í ljósi fjölg­ unar borgarfulltrúa, en tala þeirra fór úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Fjölgun borgarfulltrúa Aldrei hafa jafnmargir listar náð manni inn í borgarstjórn og í kosningunum 2018, eða átta alls. Hér hefur orðið mik­ il breyting á síðasta áratug, en fram til 1994 var Sjálf­ stæðisflokkur með hreinan meirihluta í borgarstjórn, ef kjörtímabilið 1978–1982 er undanskilið, og árin 1993– 2006 fór Reykjavíkurlistinn með völd í borginni. Samfylking, Viðreisn, Pír­ atar og Vinstri græn mynda nú meirihluta, en það hefði ekki reynst mögulegt ef borg­ arfulltrúum hefði ekki verið fjölgað úr 15 í 23, því þá hefðu Vinstri græn ekki náð inn manni. Óbreytt tala borgar­ fulltrúa hefði einnig haft í för með sér að Flokkur fólksins hefði ekki fengið neinn kjör­ inn, en Sjálfstæðisflokkur hlotið sex menn, Samfylking fimm og Viðreisn, Píratar, Sósíalistaflokkur og Mið­ flokkur sinn fulltrúann hver. Af hverju var verið að fjölga fulltrúunum? Þegar lögfest var að borgar­ fulltrúar skyldu að lágmarki vera 23, var gjarnan vísað til þess að sveitarstjórnir ná­ grannalandanna væru venju­ lega mun stærri en hér á landi. Þetta er rétt og borið saman við hin Norðurlöndin ættu borgarfulltrúar í Reykjavík að vera á bilinu 43–61 talsins, ef tekið er mið af íbúafjölda. Þarna lágu því lýðræðissjónar­ mið til grundvallar. Hér var þó ekki tekið með í reikninginn að þessar fjöl­ mennu sveitarstjórnarsam­ komur Skandinavíu hafa ekki eins virkt hlutverk og sveitar­ stjórnir hér á landi. Þær mætti jafnvel frekar kalla íbúaþing. Þá verja sveitarfélögin á hin­ um Norðurlöndunum að meðal­ tali um 60–70 prósentum af út­ gjöldum hins opinbera, meðan það hlutfall er um 35 prósent hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast heldur almennt ekki að sveitarstjórnarfulltrúar séu í fullu starfi eins og reyndin er orðin í Reykjavíkurborg. Lengst af voru borgarfull­ trúar allir í hlutastarfi. Ég hef áður velt því upp hér í þessum pistlum, að atvinnumennskan sé ef til vill mesta meinsemd íslenskra stjórnmála. Dug­ miklir einstaklingar ætla ekki að fórna þeim árangri sem þeir hafa náð í starfi fyrir þátttöku í stjórnmálum – enda ætlast til þess að þeir ýti öllu öðru til hliðar. Ef við skoðum starfstitla borgarfulltrúa árið 1962, sem dæmi, leit listinn svo út: tveir læknar, arkitekt, bankastjóri, húsfreyja, hæstaréttarlög­ maður, iðnverkamaður, kenn­ ari, lögfræðingur, prófessor, rafvirkjameistari, skólastjóri og veðurfræðingur. Þetta er að BORGARFULLTRÚAR OF MARGIR MIÐAÐ VIÐ FYRIRKOMULAGIÐ NÚ Traust á borgarstjórn er farið veg allrar veraldar. Borgarstjórn sinnir ekki eftirlitshlut- verki sínu, fundir hafa lengst úr hömlu og ítrekað sýður upp úr á borgarstjórnarfundum. Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is Borgarfull- trúar eru nú orðnir 23 talsins, en ekki verður séð að fjölgun þeirra hafi haft góð áhrif á starf- semi borgar- stjórnar, nema síður sé. MYND/ SIGTRYGGUR ARI mínu viti góður þverskurður af starfsstéttum borgarinnar. Óboðlegt ástand Við öllum blasir að átök hafa magnast í borgarstjórninni síðustu misserin. Fundir hafa lengst úr hömlu og ítrekað sýð­ ur upp úr. Það er eins og full­ trúarnir kjósi margir að koma sér fyrir í skotgröfum líkt og tíðkast á Alþingi, án þess að gera sér grein fyrir því að eðli borgarstjórnar er allt annað. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur mikilvægu eftirlits­ hlutverki að gegna að lögum, en ekki verður séð af fundar­ gerðum að því sé sinnt. Fjölg­ un borgarfulltrúa hefur einn­ ig haft verulegan kostnað í för með sér. Bein kosning til hverfaráða? Á vegum Reykjavíkurborgar starfa níu hverfaráð og í hverju þeirra eiga sæti sex fulltrúar. Það gerir 54 fulltrúa einstakra hverfa. Þessi hverfa­ ráð hafa þó lítil sem engin eiginleg völd. Þau eru nánast eingöngu umsagnaraðili um mál, sem eru á borðum ann­ arra nefnda borgarinnar. Til að auka valddreifingu í höfuðborginni mætti taka upp beina kosningu til þessara ráða og fela þeim eiginleg völd um málefni síns hverfis. Um leið má spyrja hvort ekki væri rétt að fækka fulltrúum í borgar­ stjórn enn frekar, jafnvel niður í ellefu. Ætla má að umræður yrðu þar með markvissari og borgarstjórn gæti sinnt eftir­ litshlutverki sínu betur. Borg­ arfulltrúarnir yrðu þá aftur 19 70 19 74 19 78 19 82 19 86 19 90 19 94 19 98 20 02 20 06 20 10 20 14 20 18 Forystuhlutverki glatað Fylgi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórnarkosningum síðustu hálfa öld. 47 ,2 % 57 ,9 % 47 ,4 % 52 ,5 % 52 ,7 % 6 0, 4% 47 ,0 % 45 ,2 % 40 ,2 % 42 ,1 % 33 ,6 % 25 ,7 % 30 ,8 % Ef borgarfulltrúum hefði ekki verið fjölgað 6 5 1 1 1 1 n Sjálfstæðisflokkur n Samfylkingin n Viðreisn n Píratar n Sósíalistaflokkur n Miðflokkurinn Svona hefðu sæti borgarfull- trúa skipst, hefði þeim ekki verið fjölgað um átta í síðustu kosningum. Þá hefðu hvorki VG né Flokkur fólksins náð inn manni og ekki verið hægt að mynda núverandi meirihluta. í hlutastarfi og sinntu þessu verkefni, ekki ósvipað og um stjórnarsetu í stóru hlutafélagi væri að ræða. Til að ná fram markmiðum um aukið lýðræði, mætti hugsa sér nýjan vettvang borgar­ og hverfisráðsfulltrúa, einhvers konar „borgarþing“, sem kæmi þá saman kannski tvisvar á ári og ræddi stefnumörkun í stórum málum. En hvað sem framtíðarskip­ an þessara mála líður, blasir við að fjölgun borgarfulltrúa hefur ekki skilað tilætluðum árangri og brýnt að leita nýrra leiða til að störf borgarfulltrúa geti orðið til meiri heilla fyrir borgarbúa en nú er raunin. n 18 EYJAN 26. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.