Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 7. ÁGÚST 2020 DV
Á rlega má áætla að okkar starfsemi verði til þess að um 250 börn fæðist.
Þessi fjöldi jafngildir einum
grunnskóla með 25 börn í
bekk í hverjum árgangi,“
segir Snorri Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Livio Reykjavík.
Pör sem glíma við ófrjósemi,
sem og samkynja pör sem
vilja eignast barn, hafa aðeins
einn valkost hér á landi þegar
kemur að tæknifrjóvgun.
Þetta er fyrirtækið Livio, sem
áður hét Art Medica. Stundin
greindi frá því í vor að 109
milljóna króna arður hafi verið
greiddur út úr Livio árið 2018
en alls hafi arðgreiðslur af
tæknifrjóvgunum hér á landi
numið rúmlega 600 milljónum
frá 2012.
500 glasafrjóvganir á ári
Spurður hvort honum finnist
réttlætanlegt að greiða arð út
úr fyrirtæki sem hefur þann
tilgang að hjálpa fólki að eign-
ast börn segir Snorri: „Við telj-
um okkur vera að reka starf-
semi af miklum gæðum, auk
þess sem við erum að greiða
niður lán og fjárfestingar.
Það er greiddur út arður af
flestallri einkarekinni heil-
brigðisstarfsemi á Íslandi og
við lútum sömu lögmálum. Við
leggjum alla krafta okkar og
sál í að sinna þessu starfi vel.
Fyrst og fremst erum við hér
fyrir okkar sjúklinga og vilj-
um veita þeim góða meðferð.
Við teljum okkur geta staðið
vel undir því,“ segir hann.
Um 500 glasafrjóvgunar-
meðferðir fara fram á Livio
ár hvert. „Ekki fara allir
okkar skjólstæðingar í glasa-
frjóvgunarmeðferðir en sumir
þeirra sem fara í slíka með-
ferð fara jafnvel í fleiri en
eina á ári. Gróft áætlað eru
það um 600-700 einstaklingar
eða pör sem fá meðferð hjá
okkur árlega,“ segir Snorri.
Stéttarfélög taka þátt
Það er vissulega kostnaðar-
samt að fá meðferð vegna
ófrjósemi en Snorri segir
verðið hér fyllilega sam-
keppnishæft við verð á hinum
Norðurlöndunum. „Aðkoma
ríkisins að meðferðunum er
hins vegar mjög misjöfn milli
Norðurlandanna en sem betur
fer urðu nýlega breytingar
til batnaðar hér á landi þar
sem greiðsluþátttaka ríkisins
jókst. Hún er samt enn langt
frá því sem hún er á hinum
Norðurlöndum.“ Með endur-
teknum glasafrjóvgunarmeð-
ferðum getur kostnaður ein-
staklings eða pars auðveldlega
farið upp í eina til tvær millj-
ónir króna. Þó má benda á að
stéttarfélög taka gjarnan þátt
í þessum kostnaði.
Geta valið hárlit og hæð
Þegar verðskrá Livio er
skoðuð vekur athygli að þar
er talað um svokallað milli-
makagjald sem leggst ofan á
hefðbundið verð fyrir glasa-
frjóvgun. „Einstaka sinnum
óska samkynja pör, tvær
konur sem eru par, eftir því
að önnur gangi með barn
sem hefur skapast úr eggi
hinnar. Þá þarf meðferðin
í raun að beinast að báðum
einstaklingunum og því fylgir
meiri vinna,“ segir Snorri.
Aðspurður segir hann pör
almennt skilja þessa auka
greiðslu þegar málið hafi
verið útskýrt. „Það kemur til
töluvert meiri vinna en þegar
konan notar sín eigin egg,“
segir hann
Ef konur vilja fá gjafasæði
vísar Livio eins og staðan er
á danskan sæðisbanka, Euro-
pean sperm bank. „Þar geta
konur skráð sig og fengið upp-
lýsingar um gjafana. Sumar
vilja fá miklar upplýsingar en
aðrar litlar. Algengt er að fólk
sé að leita eftir útlitseinkenn-
um sem svipa til eigin útlits
en meðal þess sem hægt er
að velja úr er háralitur, augn-
litur, hæð, þyngd og menntun.
Þetta er þó mismunandi eftir
sæðisbönkum,“ segir Snorri.
Óska eftir sæði og eggjum
Það er síðan tiltölulega ný-
tilkomið að karlmenn geti
gefið sæði hér á landi. „Við
erum að reyna að skapa hér
sæðisbanka og hugmyndin er
að þetta verði sameiginlegur
sæðisbanki allra Livio-deild-
anna sem eru níu, í Svíþjóð,
Noregi og á Íslandi,“ segir
hann.
Þeir sem vilja gefa sæði til-
kynna um þann áhuga sinn
á heimasíðu Livio. „Það er
síðan haft samband við þá
og þeir þurfa að gefa upp
ákveðnar upplýsingar, fara
í læknisviðtal, blóðprufu,
sæðisprufu og fleira til að
hægt sé að meta hvort þeir
séu fýsilegir sæðisgjafar. Þá
er farið vandlega í gegn um
þeirra sjúkrasögu og þeir fá
viðtal við félagsráðgjafa. Ef
allt gengur upp er þeim boðið
að koma og gefa sæði,“ segir
Snorri en greiddar eru um sjö
þúsund krónur fyrir hvern
skammt. „Við óskum gjarnan
eftir að þeir gefi oft sæði,
kannski tíu sinnum. Það er
mikil eftirspurn eftir gjafa-
sæði. Þetta er stór og falleg
gjöf. Við byrjuðum upp úr
áramótum að vekja athygli á
þessari þörf og fá karla til að
gefa. Við viljum líka halda því
áfram á lofti að það vantar
líka egg. Það er afskaplega
mikið af fólki sem er gjaf-
milt og stórhuga, og fallegt
að fólk vilji gefa þessa gjöf,“
segir hann. n
HEILL GRUNNSKÓLI GETINN MEÐ
GLASAFRJÓVGUN Á HVERJU ÁRI
Kostnaður við glasafrjóvgun getur auðveldlega farið upp í eina til tvær milljónir
króna. Aukagjald leggst ofan á ef kona gengur með barn sem verður til úr eggi
eiginkonu hennar. Mjög mikil eftirspurn er eftir gjafasæði og -eggjum.
Pör sem glíma við ófrjósemi, sem og samkynja pör sem vilja eignast barn, hafa aðeins einn valkost hér á landi þegar kemur að
tæknifrjóvgun. Um 600-700 pör og einstaklingar leita aðstoðar hjá Livio árlega. MYND/GETTY
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
DÆMI UM VERÐ HJÁ LIVIO:
• Glasafrjóvgun: 480.000 kr.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) niðurgreiða fyrstu meðferð um 5% (hlutur
sjúkl. 456.000 kr.) og aðra, þriðju og fjórðu meðferð um 65% (hlutur
sjúkl. 168.000 kr.) skv. gildandi reglugerð frá 31.05.2019.
• Gjafaegg – leggst ofan á gjald fyrir glasafrjóvgun: 410.000 kr.
• Millimakagjald – leggst ofan á gjald fyrir glasafrjóvgun: 175.000 kr.
Gildir um samkynhneigð pör þar sem eggjagjöf er meðal parsins.
• Tæknisæðing: 65.000 kr.
Innifalið í verði eru ómskoðanir ef þörf krefur, tæknisæðing og þung-
unarsónar.
• Eggfrystingarmeðferð: 384.000 kr.
Innifalið í verði er geymslugjald fyrir fyrsta árið.
• Geymslugjald frystra eggja fyrir hvert ár: 40.000 kr.
• Frjóvgunarmeðferð eftir eggfrystingu: 320.000 kr.
• Frysting sæðis: 50.000 kr.
Innifalið í verði er læknisviðtal og geymslugjald fyrir fyrsta árið.
• Geymslugjald frysts sæðis fyrir hvert ár: 40.000 kr.
• Umsýslugjald við innflutning á gjafasæði frá sæðisbanka: 40.000 kr.