Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 33
Regnbogasalsa Þetta ferska og litríka salsa er æðis- legt með mat eða kornflögum og gvakamóle. Ekki er verra að henda tortilla flögum, salsa úr krukku og osti inn í ofn og hita uns osturinn er tekinn að gyllast og bera þá ferska salsað fram með. 1 rauð paprika, í litlum bitum 1 græn paprika, í litlum bitum 1 gul paprika, í litlum bitum 1 appelsínugul paprika, í litlum bitum 1 dl pinto-baunir 2 dl maísbaunir ½ búnt kóríander, saxað 3 tómatar, saxaðir 1 rauðlaukur, saxaður 1 lime, safinn kreistur yfir ½ tsk. hvítlauksduft ¹∕³ tsk. cumin-duft ½ tsk. salt Öllu hrært saman. GLEÐILEGA HÁTÍÐ Í ÖLLUM LITUM Í tilefni þess að Hinsegin dagar og Gleði- gangan hefðu átt að fara fram um helgina er tilvalið að fagna fjölbreytileikanum heima og bjóða upp á litríkar veitingar, skreyta heimilið og verja tíma með fólkinu sínu. Nú er bara að skella svuntunni á sig. REGNABOGAÍSPINNAR! Þessir slá alltaf í gegn hjá börn- um á öllum aldri og eru einfaldir í gerð. Nota má nánast hvaða íspinnamót sem er, en mikilvægt er að vera með staka spýtu en ekki plastform með loki líkt og á Ikea-íspinnamótunum því þá er ekki hægt að marghella safa ofan í til að mynda regnboga. Einnota tréspýtur fást til dæmis í Søstrene Grene. Best er að nota bragðmikinn safa í litríkum litum til dæmis frá Inn- ocent, eða búa til ávaxtamauk. Þá er botnfylli hellt í mótin og safinn frystur þar til nokkur þétt- leiki hefur myndast. Spýtunni er þá ýtt ofan í krapið og mótin sett aftur inn í frysti. Mótin eru svo ítrekað tekin út og nýjum safa bætt við í hvert skipti og látið frjósa á milli. MEINHOLL OG GÓÐ Pítsur í öllum formum eru alltaf vinsælar. Hollt álegg í fallegum litum er ávísun á að fólk borði hollt og gott. Passið að ofbaka pítsuna ekki svo áleggið tapi ekki litnum. MYND/PINTEREST MYND/PINTEREST MYND/PINTEREST MYND/IS.FLYINGTIGER.COM MYND/PINTEREST MYND/GIMMEDELICIOUS.COM LEKKER SPJÓT Hvort sem það á að grilla eða henda í ávaxtaspjót er allt á pinn- um mjög fallegt, gott og snyrti- legt! Ekki skemmir hollustan fyrir. VERTU MEÐ SKRAUTIÐ Á HREINU! Í Tiger má finna litríkt og fallegt skraut til að hengja upp um helgina og fagna ástinni og fjölbreytileikanum. MATUR 33DV 7. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.