Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 32
Matseðill Vigdísar Morgunmatur Ég er mjög lystarlaus á morgn- ana, ef það er fundur þá fæ ég mér þær veitingar sem passa inn í prógrammið, sem sagt eggja- hræru og grænmeti. Ef ekki er fundur þá fæ ég mér eitt harð- soðið egg. Hádegismatur Ef ég er á fundum þá fæ ég mér aðalrétt og grænmeti. Ef ég er heima þá fæ ég mér gjarnan tún- fisk, egg og svartar ólívur. Kvöldmatur Annaðhvort kjöt eða fiskur og fullt af grænmeti, soðið, svissað eða ósoðið. Tandoori kjúklingabringur Fyrir 4 4 kjúklingabringur 200 g smjör Tandoori-krydd Salt og pipar Kjúklingabringurnar skornar langs- um svo úr verði átta bitar. 200 g smjör sem brætt er í potti ásamt miklu af tandoori-kryddi – a.m.k. ¼ úr glasinu. Salt og pipar eftir smekk sett í pottinn. Kjúklingabringunum er raðað í eld- fast mót og smjörkryddleginum hellt yfir. Passið að pensla yfir bringurnar ef þær standa upp úr. Setjið álpappír yfir og hafið á 200 gráðu hita í 30-45 mínútur. Meðlæti Salat eftir því hvað er í boði hverju sinni, ásamt fetaosti og svörtum ólífum. Franskar kartöflur (sem ég borða ekki) og stundum býð ég líka upp á naan-brauð. Kjúklingurinn er einstaklega mjúk- ur og gómsætur þegar hann er eld- aður upp úr smjöri og er það síðan notað sem „sósa“ út á kjúklinginn og frönsku kartöflunar. Það þarf hörku sjálfs­ aga í að byrja í svona átaki – en mér tókst það. 32 MATUR 7. ÁGÚST 2020 DV Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fylgir lágkolvetnamataræði. Hún ákvað að breyta um lífsstíl því hún var orðin allt of feit að eigin sögn, eftir kyrrsetuár í borgarstjórn. Hún deilir hér hvað hún borðar á venjulegum degi og girnilegri uppskrift. Ég er í sumarfríi þannig að dagarnir hjá mér núna eru mjög frjálsir. Starf borgarfulltrúans einkennist af miklum fundarsetum og geta fundirnir stundum verið lang- ir og strangir. En ég kvarta ekki því þetta er skemmti- legt starf og árangursríkt, ef maður sinnir því vel. Oftast byrja fundirnir klukkan níu og ég reyni að komast á æfingu fyrir þá, því ég er ekki síð- degistýpan í ræktinni. Mikil undirbúningsvinna fylgir hverjum fundi, því það eru gríðarlega mörg mál á dagskrá og mikið lesefni með hverjum dagskrárlið sem maður þarf að setja sig inn í, og oft að skrifa bókanir líka. Ég er því oft að vinna langt fram á kvöld dag- inn fyrir fundi, þá sérstaklega í borgarráði og skipulags- og samgönguráði,“ segir Vigdís. „Þann 1. mars á síðasta ári ákvað ég að breyta um lífsstíl, því ég var orðin allt of feit eft- ir kyrrsetuár í borgarstjórn. Ég hóf að æfa af krafti, hreyfa mig mikið úti við og fór á lág- kolvetnafæði. Það reyndist mér mjög happadrjúgt og ég er allt önnur manneskja í dag. Kílóin bókstaflega fuku. Núna reyni ég að fara á æfingu að minnsta kosti þrisvar í viku. Þegar ég var að byrja átakið fór ég fimm sinnum í viku til að koma öllu í gang. Það þarf hörku sjálfsaga í að byrja í svona átaki – en mér tókst það.“ Lágkolvetnamataræði Vigdís er nær eingöngu á lág- kolvetnafæði og forðast sykur og annan kolvetnaríkan mat. „Það er svo lítið mál þegar maður venur sig á það. Ein- falda lýsingin á þessu fæði er óunnar afurðir, kjöt og fiskur og svo ríkulegt grænmeti. Passa verður upp á að borða mikið af fitu, sem sagt feitt kjöt, mikið af smjöri og svo framvegis. Ég á alltaf harð- fisk í ísskápnum til að narta í ef matarlöngun kemur yfir mig á kvöldin. Feitir ostar eru líka mitt uppáhald. Í stað þess að hafa kartöflur með máltíð sýð ég annaðhvort blómkál eða brokkolí. Einföld regla í þessu fæði er að ekki á að borða grænmeti sem vex og þroskast neðanjarðar, sem sagt gulrætur, rófur, kartöflur og annað slíkt. Bara á að borða grænmeti sem ræktað er ofan- jarðar,“ segir hún. Vigdís eyðir miklum tíma í eldhúsinu og segir að uppá- haldsheimilisstarf hennar sé eldamennska. „En ég er enginn bakari. Ég fer aldrei eftir upp- skriftum, heldur set ég mitt mark á matinn. Ég held ég sé góður kokkur því fólk elskar að koma til mín í mat.“ n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Blómadísin Vigdís Hauksdóttir breytti um lífsstíl og kílóin fuku. MYNDIR/EYÞÓR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.