Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 16
7. ÁGÚST 2020 DV16 EYJAN FATAFÁR Á ALÞINGI Þingmenn eru ekki alltaf boðnir og búnir að fara eftir íhaldssömum hefðum Alþingis um formlegan klæðaburð og hafa þá hlotið skammir fyrir óþekkt. HEITFENGUR PÍRATI Þingmaður Pírata Björn Leví Gunnarsson er heitfengur maður. Finnst honum því vont að verða að klæðast jakka tímunum saman á meðan þingfundur stendur yfir. Í maí síðastliðnum hnýtti þing­ maður Miðflokksins Þorsteinn Sæmundsson í Píratann og gagn­ rýndi fyrir að vera á skyrtunni einni á þingfundi. Gerði forseti Al­ þingis í kjölfarið athugasemd við jakkaleysið og upphófust hálftíma umræður um klæðaburð á Alþingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaburður Björns við þingstörf sætir gagnrýni en hann er alfarið mótfallinn því að þurfa að vera í skóm á Alþingi og hefur Björn borið því við að úr því hann sé skikkaður til að vera í jakka, þá fari hann bara úr skónum til að kafna ekki úr hita. BERBRJÓSTA Á ALÞINGI Gjörningahópur fékk árið 2018 leyfi til að taka ljósmyndir af ber­ brjósta konum inni í þinghúsinu. Um var að ræða listgjörning á Listahátíð Reykjavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði í kjölfarið eftir svörum frá Steingrími J. Sig­ fússyni, forseta Alþingis, um hvort þetta markaði tímamót í reglum um klæðaburð alþingismanna. Steingrímur hafnaði því og benti á að klæðaburður þingmanna og gjörningur í tengslum við Lista­ hátíð væri tvennt ólíkt. LEÐURJAKKINN ÓVELKOMINN Halldór Ásgrímsson mætti eitt sinn á Alþingi, snemma á ferli sín­ um, í forláta leðurjakka sem hann taldi hina bestu flík. Flokksbróðir hans og nafni Halldór E. Sigurðs­ son var þó fljótur að að benda á að þarna væri um mikið þingmanna­ stílbrot að ræða, leðurjakkar væru ekki samboðnir Alþingi. BINDISLAUSIR Hlynur Hallsson, sem sat á þingi fyrir Vinstri græn,mætti bindis­ laus í ræðustól árið 2005. Þá­ verandi forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, bað hann vinsam­ legast um að bæta úr því og setja upp bindi. Árið 2009 var síðan bindisskylda þingmanna afnumin. ÞJÓÐARGERSEMI ÚTHÝST Góð íslensk lopapeysa er gulls ígildi – sérstaklega á veturna. En þó ekki á Alþingi. Í köldum desember árið 2012 freistuðu nokkrir þingmenn þess að mæta í þingsal í lopapeysu. Það voru þau Oddný Harðardóttir, Árni Johnsen og Katrín Jakobsdóttir – þáverandi ráðherra. Ekki lagðist það vel í forseta Alþingis sem gerði þremenningunum það ljóst að innan veggja Alþingis væri lopapeysan ekki æskilegur gestur. Að minnsta kosti ekki við þingstörf. STÓRA KJÓLAMÁLIÐ Björt Ólafsdóttir var umhverfis­ og auðlindaráðherra árið 2017. Hún tók þátt í myndatöku í þingsal Alþingis þar sem hún klæddist kjól frá fyrirtæki sem vinkona hennar starfaði sem listrænn stjórnandi hjá. Var myndin í kjölfarið notuð í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Björt baðst í kjöl­ farið afsökunar og sagðist hafa gerst sek um dómgreindarbrest. Þarna var þó ekki um brot á stífum viðmiðum Alþingis um klæðaburð þingmanna að ræða, enda stóð þarna ekki yfir þingfundur. Engu að síður þótti mörgum Alþingi vanvirt við athæfið auk þess sem hefði Björt brotið gegn reglum um bann við töku mynda til einkanota í þingsal. BLÁAR GALLABUXUR Elín Hirst, þáverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, var send heim af þingi í júlí 2013 fyrir að klæðast buxum sem líktust gallabuxum. Elín varð við því að skipta um buxur í umrætt sinn en hélt síðar ræðu á Alþingi þar sem hún varði heiður gallabuxna. Þar gagnrýndi hún fordóma gegn bláum gallabuxum, en þingmenn gætu klæðst gallabuxum af öðrum litum, svo sem svörtum, rauðum og grænum, en ekki bláum því sá litur hefði sögulega verið tengdur við verkamenn og kúreka og gætu buxurnar því ekki talist nægilega fínar. Þingkona situr fyrir – Björt játaði á sig dómgreindarbrest í stóra kjólamálinu. MYND/INSTAGRAM, MYND/PINTREST Þjóðleg – Þó að lopapeysan sé þjóðleg, þá á hún ekki heima á Alþingi. MYNDIR/ALÞINGI Furðulostinn – Sigmundur furðaði sig á fáklæddum konum í þinghúsinu. MYND/DV Sokkalabbi – Björn tekur ekki í mál að klæðast bæði skóm og jakka. MYND/HANNA Leðurtöffari – Halldór varð að brúka leðurjakkann utan þingstarfa. MYND/ALÞINGI Mismunun buxna – Elín taldi það ósanngjarnt að mismuna gallabuxum á grundvelli litar. MYND/DV Bindin óþægileg – Hlyni þótti miður að þurfa að vera með bindi á Alþingi. MYND/AUÐUNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.