Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 18
K atrín Jakobsdóttir for-sætisráðherra tilkynnti á dögunum að alþingis- kosningar yrðu haldnar 25. september 2021, en í næsta mánuði þar á eftir lýkur 16 ára valdasetu Angelu Merkel kanslara Þýskalands — fari svo að stjórn kristilegu flokk- anna (CDU og CSU) og sósíal- demókrata (SPD) haldi velli. Merkel myndi þá jafna met Helmut Kohl sem sat á kansl- arastóli 1982–1998. Til að setja valdaskeið Merkel í samhengi þá var George Bush yngri for- seti Bandaríkjanna þegar hún tók við embætti, Tony Blair forsætisráðherra Breta, Gör- an Persson, starfsbróðir hans í Stokkhólmi, Anders Fogh Rasmussen í Kaupmanna- höfn og Halldór Ásgrímsson í Reykjavík. Farsóttin breytir mörgu Vinsældir hins þaulsætna kanslara höfðu dalað mikið undanfarin ár, en jukust á nýjan leik í farsóttinni. Yfir 70 af hundraði aðspurðra kveðjast ánægðir með hennar störf. Um alllanga hríð hefur staðið yfir leit að arftaka hennar og sjálf hafði Merkel augastað á Annegret Kramp- Karrenbauer, sem tók við stjórnartaumunum í flokki Kristilegra demókrata (CDU) árið 2018. Hana skorti frá upp- hafi stuðning flokksbræðra og -systra, og svo fór í febrúar á þessu ári að hún sagði af sér embætti formanns flokksins. Mörgu hefur þurft að fresta vegna farsóttarinnar. Þar með talið kjöri nýs formanns CDU. Og meðan tíminn líður hefur gengið á ýmsu. Um skeið virtist Armin Laschet, forsætisráðherra Nordrhein- Westfalen, fjölmennasta sambandslandsins, líklegasti kandídatinn og þar með kansl- araefnið. Sigurvonir Laschet eru nú að engu orðnar eftir að faraldurinn skall á, en hann þykir ekki hafa tekið nógu hart á málum. Nordrhein- Westfalen var meðal fyrstu sambandslanda til að aflétta höftum á atvinnu- og ferða- frelsi nú í vor, en þar kom aftur upp fjöldi smita og er skemmst að minnast hópsmits- ins í sláturhúsinu í Gütersloh, sem rataði í heimsfréttirnar. Leiðtogakreppa í aðsigi? Vinsældir annarra keppinauta um formannsembættið hafa líka dalað mikið að undan- förnu, það er þeirra Norbert Röttgen, formanns utan- ríkismálanefndar sambands- þingsins í Berlín, og Fried- rich Merz, lögfræðings og fjármálamanns, sem um tíma var helst horft til sem arf- taka Merkel. Merz er íhalds- samur í skoðunum og hefur tekið undir sjónarmið margra flokksbræðra og -systra um að flokkurinn hafi færst of langt til vinstri. Hann laut í lægra haldi fyrir Kramp-Karren- bauer í kosningu til formanns 2017. Þá keppti Jens Spahn heilbrigðisráðherra líka um hylli flokksmanna. Spahn er aðeins 40 ára að aldri og í huga margra tilvonandi flokksfor- maður og kanslaraefni. Hann nýtur meðal annars stuðnings Wolfgang Schäuble þingfor- seta og fyrrverandi fjármála- ráðherra. Það kann því að fara svo að við brotthvarf Merkel fylgi leiðtogakreppa kristilegu flokkanna í Þýskalandi. Í sög- unni eru ótal dæmi þessa, þeg- ar miklir leiðtogar hverfa af sviðinu. Nefna má vandræði breska íhaldsflokksins í kjöl- far afsagnar Margaret That- cher eða þá nærtækara dæmi af þrautagöngu borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna frá því að Davíð Oddsson yfirgaf borgarstjórastólinn 1990. Horft til Bæjaralands Lánleysi erfðaprinsanna (og -prinsessunnar) í CDU hefur beint kastljósinu að Bæjara- landi. CDU er ekki starfandi þar í landi heldur hafa þeir sinn eigin flokk, CSU (Christ- lich-Soziale Union), og saman mynda flokkarnir einn þing- flokk á sambandsþinginu í Berlín. CSU hefur verið við völd í Bæjaralandi frá árinu 1958, og allt til ársins 2008 með hreinan meirihluta. Svo löng valdaseta eins flokks er líklega einsdæmi á Vestur- löndum. Hið opinbera kerfi í Bæjaralandi er stærra en annars staðar í Þýskalandi og CSU mun íhaldssamari flokkur en systurflokkurinn. Þar ræður mestu menningar- munur en kaþólikkar eru í miklum meirihluta í Suður- Þýskalandi. Er kanslaraefnið fundið? Formaður CSU og forsætis- ráðherra fríríkisins Bæjara- lands frá árinu 2018 er hinn 53 ára gamli Marcus Söder. Í Bæjaralandi komu upp fleiri tilfelli kórónaveirunnar en í nokkru öðru sambandslandi Þýskalands. Söder þótti taka á málum af slíkri festu að um 90% aðspurðra í könnunum lýsa ánægju með störf hans í tengslum við farsóttina. Veir- an kann að hafa áhrif á þróun þýskra stjórnmála til lang- frama, því í könnun sem birt- ist í Der Spiegel í júlímánuði kváðust 64% stuðningsmanna kristilegu flokkanna telja hann eiga mesta möguleika á að ná árangri sem kanslara- efni þeirra. Næstur er Merz með 17% og aðrir komast ekki á blað. Býsna afgerandi niður- stöður það. Söder hefur ekki form- lega gefið kost á sér sem kanslaraefni en engum dylst áhugi hans á æðstu vegtyllu þýskra stjórnmála. Nýlegar ljósmyndir af þeim Merkel í speglasal hallarinnar í Her- renchiemsee og yfirveguð framkoma Söder undanfarið þykja sýna svo ekki verði um villst hvert hann stefnir. Hin mikla háttvísi hans nú vekur athygli því en hann er ærsla- belgur og þýskir miðlar birta gjarnan myndir af honum frá grímuböllum, meðal annars þegar hann brá sér í gervi græna risans Shrek (og þótti sannfærandi í því hlutverki!). Næstu mánuðir skera úr um hvort Söder sé hinn rétti erfðaprins kristilegu flokk- anna, eða hvort hann heltist úr lestinni eins og þau Merz, Kramp-Karrenbauer og Lasch et. n LÍKLEGUR ARFTAKI ANGELU MERKEL Leitin að arftaka Angelu Merkel hefur staðið lengi. Augu fólks beinast nú að Marcus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands, sem þykir hafa stýrt af festu í farsóttinni. Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is Angela Merkel Þýskalandskanslari fundaði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Þingvöllum í fyrrahaust. MYND/SIGTRYGGUR ARI Marcus Söder, formaður CSU og forsætisráðherra fríríkisins Bæjaralands frá árinu 2018. MYND/GETTY 18 EYJAN 7. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.