Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 7. ÁGÚST 2020 DV
Hólmfríður
Bóel litla kallar
þær Hrafnhildi
og Hörpu
einfaldlega
„mömmu“ og
„mömmu“.
MYND/VALLI
fyrir sér að verða feður og því
fögnuðu þeir kallinu. „Roald
sagði nánast strax já bara í
Facebook-spjalli. Þetta tók
allt smá tíma en var í raun
ekki flókið því við Harpa vor-
um giftar. Barnið er á okkar
forræði en þeir eru alltaf
velkomnir enda feður stúlk-
unnar. Vandamálið er að þeir
hafa engin lagaleg réttindi
sem feður og það er eitthvað
sem þarf að skoða.
Fólk í okkar stöðu sem vill
eignast barn hefur bara eina
leið til þess að eignast barn
á löglegan máta og það er
að fara til meðferðarstöðvar
á borð við ArtMedica sem
seinna varð Livio. Það ætti
að vera hægt að fara aðrar
leiðir þar sem gengið væri frá
lagalegum atriðum fyrir utan
einkarekna meðferðarstöð.
Því oft kostar slík meðferð
margar milljónir,“ segir hún.
Byrjar á leikskóla í haust
Stelpan þeirra verður tveggja
ára seinna í ágúst. Hún heitir
því fallega nafni Hólmfríður
Bóel, nefnd eftir móður
Hrafnhildar. „Mamma bjó
hjá okkur síðustu árin áður
en hún lést. Harpa hafði þá
sagt við hana að hún ætlaði
að nefna fyrsta barnið sitt í
höfuðið á henni, og það gekk
eftir.“
Hrafnhildur bendur á að
Hólmfríður Bóel sé einstak-
lega heppin með bakland, hún
eigi ekki tvö foreldri heldur
fjögur. „Það eru ekki fjögur
augu á henni heldur átta. Hún
er enn svo lítil að þegar hún
kallar á okkur mömmurnar
segir hún bara „mamma og
mamma“ og þegar hún kall-
ar á pabbana tvo „pabbi og
pabbi“. Hún er síðan mjög líbó
varðandi hverja hún kallar
ömmu og afa. Hún er að reyna
að átta sig á þessu öllu. Hún
á ömmur og afa strákamegin,
tvö sett. Okkar megin á hún
bara einn afa á lífi. Foreldrar
mínir eru látnir og mamma
Hörpu dó þegar Harpa var
þriggja ára. Ég upplifi því
líka sterkt hvernig móðurhlut-
verkið er Hörpu mikilvægt.“
Hólmfríður Bóel byrjar á
leikskóla í haust. „Það verður
uppgötvun fyrir hana þegar
hún sér að ekki allir eiga
tvær mömmur og tvo pabba.
Það hefur hins vegar orðið svo
mikil breyting á samfélaginu
í átt að umburðarlyndi að ég
hef engar áhyggjur. Auðvitað
hugsum við alltaf um hag
barnsins. Ég man auðvitað svo
langt aftur og hugsa stundum
að það hefði verið óhugs-
andi á áttunda áratugnum að
tvær lesbíur og tveir hommar
myndu eignast saman barn.
Ég þarf stundum að taka mig
á og muna að samfélagið er
orðið svo breytt.“
Algjört draumabarn
Stúlkubarnið er hvers manns
yndi en Hrafnhildur rifjar
upp að á sínum tíma hafi þær
fengið að heyra ýmsar varn-
aðarraddir því það væri svo
erfitt að eiga ungbarn eftir
fertugt, hvað þá fimmtugt.
„Við fengum að heyra að við
myndum aldrei komast í gegn
um þessar svefnlausu nætur
og við yrðum alltaf úrvinda.
Hún er síðan svo dásamlegt
eintak, sefur alla nóttina.
Þegar ég segi mínum van-
trúuðu vinum frá þessu fæ
ég að heyra að hún sé bara
draumabarn eldri foreldra. Ég
svara þá að hún sé drauma-
barn allra foreldra.“
Hrafnhildur segir að þegar
hún flutti heim frá Bandaríkj-
unum hafi hún verið í þeirri
sérstöku stöðu að vera komin
með svolítið nóg af Gay Pride.
„Þegar ég kom heim um 2000
var ég búin að upplifa Gay
Pride verða að sífellt meiri
hátíð markaðssetningar í San
Francisco. Það var því mjög
hressandi að Gleðigangan var
að byrja hér á þessum tíma.
Gangan hefur breyst mikið
á þessum tuttugu árum.
Stundum hefur hún verið
pólitísk, stundum hefur hún
litast af innri átökum í Sam-
tökunum '78 og stundum hef-
ur gangan verið tónuð niður í
það sem þær drottningar sem
ég þekki kalla „vanilla“. Það
hefur verið dásamlegt að sjá
hátíðina verða stærri en 17.
júní. Við höfum þá sérstöðu
hér á landi að Gleðigangan er
viðurkennd.“
Hún segir markmiðið alltaf
skýrt. „Okkar réttindabar-
átta snýst um að ná jöfnum
réttindum á borð við réttindi
þeirra sem eru í normalíser-
uðum samböndum og þeirra
sem kallast normalíserað
fólk.“
Ég var aldrei í
neinum skáp.
Hrafnhildur óttast alltaf
bakslag og nefnir dæmi af
vinkonu sinni sem býr í Dan-
mörku. „Kennari dóttur henn-
ar var mjög undrandi á því
að mæður stelpunnar væru í
lesbísku sambandi. Þessi vin-
kona mín upplifði að sýnileiki
lesbía og homma væri þarna
ekki lengur til staðar. Þessi
réttindabarátta stendur því
alltaf yfir. Ég þekki pólska
stúlku sem flutti hingað með
kærustunni sinni. Þær fluttu
hingað til að vera saman, en
samt í felum, því þeirra sam-
félag viðurkennir þær ekki
sem par á sama hátt og gert
er í íslensku samfélagi. Við
á Íslandi höfum náð langt en
baráttan er alltaf í gangi. Við
höfum náð langt en megum
ekki gleyma að stundum er
það ekki nóg,“ segir hún. n