Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 11
asta, sem sagði við mig: Ég er viss um að þú ert lesbía.“ Hrafnhildur er fædd 1964 og þegar hún var þrettán ára, árið 1977, voru engar lesbísk- ar fyrirmyndir sem hún gat samsamað sig. Þóttist vera strákur „Ég var svolítið strákaleg þegar ég var unglingur. Stundum var ég að selja dag- blöð, Dagblaðið Vísi, og við þurftum öll að bíða í röð til að fá blöðin okkar. Oft kom fyrir að strákarnir héldu að ég væri líka strákur og þá fékk ég pláss framarlega í röðinni. Strákarnir pössuðu upp á aðra stráka og hentu stelpunum aftast. Þarna upp- lifði ég fyrst að það væru ein- hver forréttindi fólgin í því að vera strákur. Um tíma lýsti ég því meira að segja yfir að ég vildi frekar vera strákur en stelpa. Seinna áttaði ég mig síðan á því að það þyrfti auð- vitað bara að auka réttindi kvenna og breyta veruleika okkar þannig.“ Hrafnhildur var sextán ára þegar hún sagði foreldrum sínum frá því að hún væri lesbía. „Þau tóku þessu nokk- uð vel en spurðu mig hvort ég væri viss því ég hefði aldrei sofið hjá strák en ég var viss og hafði þarna bara verið skotin í stelpum. Þau voru kannski ekki að hrópa neitt á torgum um kynhneigð mína en þau studdu mig og við átt- um alltaf gott samband.“ Sigldi niður Amazon með upptökuvélina Fimm árum síðar, rúmlega tvítug, ákvað Hrafnhildur að halda út í heim – nánar til- tekið á vesturströnd Banda- ríkjanna. „Mér leist ekkert á Ísland á þessum tíma. Það var mikil drykkja í gay-sam- félaginu og ég fann mig þar illa. Mig langað til að læra en leist ekki nógu vel á Há- skóla Íslands. Ég komst síðan inn í University of California Berkeley. Ég hafði verið að spila fótbolta hér heima, komst inn í fótboltaliðið í skólanum og fékk þá afslátt af skólagjöldunum. Þarna var ég komin langt út í heim og sé ekki eftir þessu. Þarna var mikil gróska, bæði í gay-sam- félaginu og svo kvikmynda- gerðinni sem ég heillaðist af.“ Hrafnhildur ætlaði aldrei að vera lengi úti en árin urðu á endanum fimmtán, með við- komu hér heima á milli. „Ég var að vinna sem tökumaður úti í alls konar spennandi verkefnum. Það var þó mjög erfitt að komast að hér heima. Eftir öll árin úti fór ég í viðtal á Stöð 2 þar sem yfirmaður- inn spurði mig hvort ég héldi í alvörunni að ég gæti haldið á upptökuvél. Þetta var árið 1991. Ég hló að honum, sagði að ég væri búin að sigla niður Amazon-fljótið með kvik- myndatökuvél á öxlinni, og spurði hvort það væri nógu gott fyrir hann.“ Hrafnhildur fékk ekki starfið. Ást við fyrstu sýn Staðan er önnur í dag. Hrafn- hildur hefur hlotið heiðurs- verðlaun WIFT, Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvik- myndum. Hún hefur setið í stjórn Nordisk Panorama, verið í stjórn kvikmyndaráðs og barðist til að mynda fyrir því að jafna beri hlut kvenna og karla í úthlutunum úr Kvikmyndasjóði. Meðal verka hennar eru Stelpurnar okkar, Óbeisluð fegurð, Öldin hennar og Hvað er svona merkilegt við það? Fyrr á árinu hafði verið til- kynnt að Hrafnhildur væri heiðursgestur á kvikmynda- hátíðinni Skjaldborg en sú há- tíð var blásin af, eins og allar hinar. Hún hefur nú sett félags- störfin á hilluna enda nóg að gera á heimilinu með tveggja ára barn. „Það er kannski sér- stakt að eignast barn á mín- um aldri. Ég var 54 ára þegar dóttir okkar fæddist.“ Hrafnhildur og Harpa Más- dóttir giftu sig 11.11.11. „Við hittumst fyrst þegar hún var með ljósmynda- og mynd- listasýningu í Regnbogasal Samtakanna í tilefni af því að Hergé, sem gerði Tinna- bækurnar, hefði orðið 100 ára. Ég varð alveg heilluð af verkunum hennar, auðvitað henni sjálfri líka og þarna strax hugsaði ég: Þetta er kon- an sem ég á eftir að giftast. Við hittumst ekki aftur fyrr en um páskana ári síðar og höfum verið saman síðan þá.“ Harpa hafði verið flugfreyja í 17 ár þegar hún söðlaði um og fór að læra myndlist við Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Samband við föður mikilvægt Það var ekkert alltaf planið hjá Hrafnhildi að eignast barn. Þetta breyttist eftir að hún giftist Hörpu. „Ég var alltaf að rekast á barna- föt sem Harpa hafði verið að kaupa í fataskápnum, alls konar krúttlega stutterma- boli og fleira dót. Einn daginn tók ég mig til og spurði hana hvort við þyrftum ekki að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Hrafnhildur sem benti eiginkonu sinni enn fremur á að hún væri ekkert að yngj- ast, en Harpa er ellefu árum yngri en Hrafnhildur. Harpa var því 42 ára þegar Hrafn- hildur greip til aðgerða. „Ég er frekar framkvæmda- glöð,“ segir hún og setti sig í samband við hjónin Roald Viðar Eyvindsson, útgefanda Mannlífs, og Sigurþór Gunn- laugsson viðskiptafræðing, sem voru þarna þó ekki mikið meira en góðir kunningjar Hrafnhildar og Hörpu. „Ég spurði hvort þeir vissu um einhverja homma sem langaði að verða pabbar og Roald lýsti strax yfir að þeir væru mjög áhugasamir. Við höfðum séð fyrir okkur að barnið gæti haft samband við föður sinn og okkur fannst það mikilvægt atriði. Þegar ég var formaður Samtakanna '78 var tæknifrjóvgun eitt af þeim málum sem voru á mínu borði en þá var bara hægt að fá danskt gjafasæði og barn hafði aldrei möguleika á að hafa samband við föður sinn. Ég átti alltaf gott samband við föður minn og við vorum miklir mátar. Mér fannst mikið réttindamál að barnið hefði aðgang að föður sínum.“ Sigurþór og Roald höfðu á þessum tíma mikið velt því Ég spurði hvort þeir vissu um einhverja homma sem langaði að verða pabbar. Eftir að hafa unnið við kvikmyndagerð í 15 ár í Bandaríkjunum var hún spurð í atvinnuviðtali á Stöð 2 hvort hún gæti virkilega haldið á myndavélinni. MYND/VALLI Þetta er konan sem ég á eftir að giftast. FRÉTTIR 11DV 7.ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.