Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 20
ÍSLENSKAR KONUR MOKA INN SEÐLUM Á ONLYFANS.COM Nokkrar íslenskar konur eru að gera það gott á Only Fans, síðu sem er þekkt fyrir að selja nekt að sögn einnar þeirra. Hún segir að hægt sé að græða ævintýralegar upphæðir á síðunni og þetta sé um leið skemmtilegasta vinna sem hún hefur unnið. O nlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vin- sælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarf- ar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi. Það er hægt að græða á tá og fingri á miðlinum eins og erlendar OnlyFans-stjörnur hafa greint frá í viðtölum. Til að mynda sagðist tvítuga fyrir sætan Apollonia Llewel- lyn græða um 1,6 milljónir króna á mánuði fyrir að selja djarfar myndir af sér, og svo má ekki gleyma fyrrverandi Subway-starfsmanninum Teagan Kaye sem græðir nú 180 þúsund krónur á dag á OnlyFans. Stærstu OnlyFans-stjörn- urnar græða tugi milljóna á mánuði fyrir að selja myndir og myndbönd til aðdáenda sinna. DV ræddi við íslenska konu sem kýs að koma fram nafnlaus. Hún hefur verið á OnlyFans um nokkurra ára skeið og er síðan mjög öflug tekjulind fyrir hana. Konan byrjaði á OnlyFans fyrir tveimur til þremur árum. Hún segir að hægt sé að selja fjölbreytt efni á síð- unni en vinsælast er að selja nekt. „Það er rosaleg fáfræði um hvað OnlyFans snýst um og hvað fólk er að gera á síðunni. Ég get án efa sagt að þetta sé skemmtilegasta vinna sem ég hef nokkurn tíma haft,“ segir hún. Óraunverulegir peningar „Ég byrjaði ekki að þéna meira en 800 þúsund krónur á mánuði fyrr en ég setti allan fókus á að gera vel,“ segir hún og bætir við að hún vilji ekki gefa upp hvað hún þénar á mánuði, en þetta eru peningar sem marga dreymir um og upphæðin hleypur á milljónum. Aðspurð hvaða ráð hún gefi þeim sem vilja byrja að selja efni á síðunni segir konan „að fá sér smáforritið Telegram og finna OnlyFans-hópa til að læra hvernig allt virkar og finna fólk til að vinna með.“ Helsti gallinn við OnlyFans að hennar sögn eru enda- lausar villumeldingar sem koma upp á síðunni. „Það gerir notendum lífið leitt. Ís- lenskum kortum er líka mjög oft hafnað og það gerir þetta að leiðinlegu og erfiðu ferli. Ég hata síðuna jafn mikið og ég elska hana. Helsti kostur- inn er að það er ekkert smá auðvelt að búa til peninga sem eru svo miklir að það er óraunverulegt.“ Konan segir að það trufli hana ekkert að áhrifavaldar og stjörnur séu að bætast í hóp þeirra sem selja efni sitt á síðunni. „Mín eina sam- keppni er ég sjálf þannig að ég tel þetta mjög jákvætt að fleiri bætast við,“ segir hún. Nekt vinsælust Konan segir að það sé án efa óskað langmest eftir nekt á þessari síðu „OnlyFans er þekktust fyrir að vera síða sem selur nekt. En það er að breytast með fjölgun frægra einstaklinga á síðunni.“ Hún segist sjálf búa til alls konar efni. „Aðallega myndir, en mér finnst alveg rosa- lega gaman að taka og vinna myndir,“ segir hún. Á OnlyFans geta aðdáendur lagt fram beiðnir gegn gjaldi. Konan segist reglulega fá beiðnir en hún verður ekki við þeim öllum. „Ég fæ mjög mikið af skrýtnum beiðnum sem fara yfir mörkin á því sem má á OnlyFans. Ég svara bara kurteislega að þetta megi ekki á síðunni. En mér finnst oft mjög gaman að fá beiðnir og get hlegið mikið yfir stell- ingunum sem ég er beðin um að gera,“ segir hún. Furðulegasta beiðnin sem hún hefur fengið var þegar hún var „beðin um að kúka á myndbandi og pissa í glas og drekka það. Ég myndi aldrei gera það,“ segir hún og hlær. „Ég svara samt öllum skila- boðum og spjalla við aðdá- endur sem eru að eyða pen- ing,“ segir hún. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is OnlyFans líkist Instagram að miklu leyti, fyrir utan að þú þarft að borga til að fá að fylgja manneskju og efnið er djarfara. MYND/GETTY FORSÍÐA Svona lítur forsíða OnlyFans út. TOPPKONURNAR Nokkrar þeirra kvenna sem njóta sérstakra vinsælda á OnlyFans. 20 FÓKUS 7. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.