Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Qupperneq 29
Una í eldhúsinu Aldrei er hægt að fá nóg af kjúklingi og ilmandi eplabaka slær allaf í gegn. Una Guðmundsdóttir, matgæðingur DV, deilir gómsætum uppskriftum. MYNDIR/AÐSENDAR Kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum Þennan kjúklingarétt smakkaði ég í veiði um verslunarmannahelgina, þetta er að mínu mati einn besti réttur sem ég hef smakkað og má ég til með að deila honum með ykkur. 800 g úrbeinuð kjúklingalæri Salt og pipar til kryddunar 150 g sólþurrkaðir tómatar 5-6 msk. rjómaostur 4-5 döðlur 80 g parma-skinka 1 rauð paprika ½ blaðlaukur 1 hvítlauksrif ½ peli rjómi 30 g smjör 1 kjúklingateningur Ferskt timían Leggið kjúklingabitana í eldfast mót og saltið og piprið. Takið 1 msk. af rjómaosti og leggið á hvern bita. Skerið sólþurrkaða tómata og döðlur smátt og setjið smá af hvoru á hvern bita, rúllið bitunum inn í parma-skinkustrimla, einn strimill á hvern bita, gott að nota grillpinna til að halda þeim lokuðum. Skerið niður papriku, blaðlauk og hvítlauk fínt og setjið í pott, ásamt smjörinu og rjómanum, hrærið vel saman og látið hitna áður en kjúkl- ingateningnum er bætt saman við. Hellið blöndunni yfir kjúklingabit- ana og setjið inn í ofn á 180 gráður og eldið í um 40 mínútur. Klippið ferskt timían yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum, hvít- lauksbrauði eða góðu salati. Verði ykkur að góðu. Dýrindis eplakaka 3 epli (meðalstór) 50 g sykur 3 egg 100 g smjör 200 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 5 msk. kanilsykur 30 g súkkulaðispænir 20 g kókosmjöl Byrjið á því að hita ofninn í 180 gráður. Smyrjið eldfast form vel að innan með smjöri. Afhýðið eplin og skerið í þunnar sneiðar og leggið 2 epli í botninn á forminu og stráið um 2-3 msk. af kanilsykri yfir eplaskífurnar og 15 g af súkkulaðispónunum. Bræðið um 90 g af smjöri í potti og leyfið að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Blandið saman hveitinu, lyftiduft- inu og vanilludropunum, ásamt smjörinu þegar það hefur aðeins fengið að kólna. Blandið þessu öllu vel saman með sleif. Leggið deigið í formið yfir epla- skífurnar, setjið svo restina af eplaskífunum yfir deigið ásamt restinni af súkkulaðispónunum og kókosmjöli. Að lokum er 10 g af smjöri klipin í litla búta yfir allt deigið og kakan sett í ofninn. Bakið kökuna við 180 gráður í um 30 mínútur. MATUR 29DV 7. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.