Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 2
Er þetta unga fólkinu að kenna? Svarthöfði hefur fylgst mikið með umræðunni í þjóðfélaginu síðustu daga. Það er eitt mál sem hefur verið á vörum lands- manna hvað mest. Það er að sjálfsögðu spurningin um það hverjum eigi að kenna um faraldurinn. Er þetta íþrótta- fólki að kenna eða er þetta tónlistarfólki og djömmurum að kenna? Er þetta túristun- um að kenna? Er þetta unga fólkinu eða miðaldra fólkinu að kenna? Svarthöfði fór að rýna svo- lítið í þetta mál. Eflaust hafa margir áhyggjur af því að Svarthöfði sé hlutdrægur en hafa skal í huga að Svarthöfði fyrirlítur nokkurn veginn allt og alla. Hann þolir hvorki íþróttafólk né tónlistarfólk. Hann hefur óbeit á bæði ungu og miðaldra fólki þar sem hann er sjálfur kominn á eftir- laun. Ef smitið í samfélaginu er skoðað þá sést að þetta er eng- um sérstökum hópi að kenna. Jú, það var vissulega smit á ReyCup og jú, það hefur komið upp smit hjá ungu fólki og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er samt ekki bara ein- hverjum einum hópi að kenna. Þetta er öllum að kenna. Já, ég er líka að tala við þig. Þú veist það vel sjálf/sjálfur/ sjálft að það hafa allir sofnað á verðinum. Það eru ekki allir að halda tveggja metra reglunni og það eru ekki allir að þvo sér um hendur öllum stundum. Fólk er ennþá að hittast og djamma, auk þess sem fólk er ennþá að mingla við annað fólk úti um allar trissur. Myndi það drepa ykkur að sleppa því bara að hitta nýtt fólk á hverjum degi? Svart- höfði veit það vel hvað það er leiðinlegt að hitta sama fólkið dag eftir dag en það verður bara að vera þannig. Þessi veira er ekkert minna hættu- leg þó svo að það séu ekki jafn margir smitaðir hér akk- úrat núna. Það deyja þúsundir manna á hverjum degi vegna veirunnar. Þúsundir manna sem hefðu ekki þurft að deyja úr sjúkdómnum. Þúsundir manna sem eiga fjölskyldur og börn. Þess vegna er það fyrir öllu að fólk passi sóttvarnir sínar og hætti að leita að söku- dólgnum, hvað ætliði að gera þegar þið finnið sökudólginn? Hverju breytir það ef þetta er einhverjum að kenna? Staðreyndin er bara sú að það er að koma upp fullt af smiti úr öllum áttum og því eiga bara allir að passa upp á þessa helvítis tveggja metra reglu. Er það til of mikils mælt að fólk hætti að væla og geri bara það sem það á að gera? Þetta er nefnilega ekki flókið, bara þvo sér um hendur og passa þessa tvo metra. Fólk gæti líka gert eins og Svart- höfði og verið í galla frá toppi til táar, með grímu yfir öllu andlitinu, en það er samt kannski einum of mikið. Þvoið ykkur bara um hendur og hald- iði tveggja metra fjarlægð. Svarthöfði vonar að fólkið í landinu geti gert það skyn- sama og hætt þessu bulli um hverjum þetta er að kenna. Því það skiptir ekki máli akkúrat núna. Svarthöfði fyrirlítur kannski allt og alla en honum er ákaf- lega vel við tveggja metra regl- una og spritt. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Að „passa“ saman Þ egar ég býð fólki í mat á ég það til að hugsa um hvaða fólk „passi“ saman. Hverjir myndu eiga vel saman skoð- analega séð og geta átt góða kvöld- stund saman. Það er samt í raun alveg glötuð aðferðafræði og ekki til þess fallin að skapa líflegar umræður. Auðvitað vill enginn bjóða í öskurorgíu en fjölbreytileikinn í öllum myndum skiptir svo miklu máli. Hvaða tilgangi þjónar það að sitja með mismunandi út- gáfum af sjálfum sér og lufs ast með gaffalinn í heimagerðu tagliatelle og vera æðislega sammála heilt kvöld? Það er þessi hræðsla við það sem maður þekkir ekki vel sem gerir okkur svo lítil. Það er engin leið til þess að vaxa, læra, éta hatt sinn og verða meiri manneskja ef það er stanslaust verið að jánka ofan í pastadiskinn. Að raða í kringum sig já-fólki gerir ekki neitt fyrir neinn né að sitja heilu kvöldstundirnar yfir spegilmyndum sínum. Slíkt sendir líka frekar mátt- laus skilaboð til afkomendanna við borðið. Það er ekki laust við að það læðist að manni léttur kvíði við að sjá fram á samvistir við fólk sem er manni sjálfum frábrugðið. Alls konar fólk með alls konar hugmyndir og tilfinningar líkt og fyrirfinnst í skólastofum. En þar lærir maður. Ekki aðeins á bókina heldur að vinna með alls konar fólki, læra af alls konar fólki, bæði hvernig maður vill vera, og hvernig maður vill ekki vera. Í forsíðuviðtali blaðsins ræðir Erla Hlynsdóttir, frétta- stjóri DV, við Hrafn- hildi Gunnlaugsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Hún eignaðist dóttur með eiginkonu sinni og samkynhneigðum vinum þeirra. Saman mynda þau fimm manna fjölskyldu sem hreinlega geislar af. Foreldrarnir vinna vel saman og segja það ekki vera vandamál að vera fjögur um uppeldið enda eru alls konar fjölskyldu- samsetningar sífellt algengari, sem litar lífið svo sannarlega bjartari litum. Ástin er það mikilvægasta í heiminum og hana ber að heiðra. Til hamingju með Hinsegin daga og gerum alla daga Alls konar daga. Alls konar er best með ástina í fararbroddi. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Kolbrún Ósk Skaftadóttir deilir hér fimm af sínum uppáhaldsbókum en hún er annálaður bókaormur, starfaði hjá Forlaginu í lengri tíma og hélt úti bóka- gagnrýni. Þessar bækur eru sannarlega ávísun á góðar stundir við kertaljós eða með síðustu sumarsólargeisl- unum. 1 Ljósa Kristín Steinsdóttir Uppáhaldsbókin mín alltaf, eftir uppáhaldshöfundinn minn. 2 Jólasystur Sarah Morgan Ég ELSKA jólin og ég ELSKA fallegar bækur, þar af leiðandi er þessi í miklu uppáhaldi. 3 Týnd í paradís Mikael Torfason Ógleymanleg bók skrifuð af einlægni sem snerti mig mjög djúpt, um líf höfundar í Vottum Jehóva. 4 Kapítóla E.D.E.N Southworth Algjörlega „hendur niður“ uppáhaldsbókin mín í flokki klassískra bókmennta. 5 Hús tveggja fjölskyldna Lynda Cohen Loigman Stórkostleg bók sem heldur manni frá fyrstu síðu. Lagði hana ekki frá mér og hef mælt með henni síðan. BÆKURNAR 2 7. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.