Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 8
Í grófum dráttum má segja að einstaklingur, sem hefur mögulega smitast af COVID-19 en er ekki með ein- kenni, fer í sóttkví. Einangrun á við sjúklinga með einkenni veirunnar eða staðfest smit. Þess ber þó að geta að fólk á það til að bera sína túlkun á sóttkvíarreglum á milli og þannig getur upprunaleg út- færsla skolast mikið til með alvarlegum afleiðingum. Regl- ur um sóttkví (heimkomusmit- gát) við komu til landsins eftir dvöl erlendis eru til dæmis aðrar en ef um varnarsóttkví er að ræða. Varnarsóttkví á við ef ef að einstaklingur hefur umgengist manneskju með staðfest smit. MUNURINN Á SÓTTKVÍ, HEIMKOMU- SMITGÁT OG EINANGRUN ER ÓLJÓS Nú þegar 795 eru í sóttkví er ekki úr vegi að skerpa á því hvað það þýðir í raun að vera í sóttkví því ljóst er af samtölum við kaffivélina (með tvo metra á milli) að skiln- ingur manna á sóttkví er mjög misjafn. Hér er stiklað á stóru – sjá nánar á covid.is. EINANGRUN EF ÞÚ ERT MEÐ STAÐFEST SMIT ÞÁ FERÐU Í EINANGRUN Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Þá ertu í einangrun í heima- húsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað til- greina. Á meðan þú ert í einangrun mun heilbrigðisstarfsfólk vera í reglulegu sambandi við þig. Fleiri en einn sem greinst hafa með smit mega dvelja saman í einangrun. Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví. Annað heimilisfólk getur verið í sóttkví á sama stað ef það vill ekki fara af heimilinu. En þá þarf að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er, helst að halda sig í tveggja metra fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tím- ann sem annað heimilisfólk þarf að vera í sóttkví. HVERNIG ER EINANGRUN AFLÉTT EFTIR COVID-19 SÝKINGU? Læknar COVID-19-teymis Land- spítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir fólk sem útskrifast úr einangrun. Viðkomandi þurfa bæði að uppfylla eftirfarandi skilyrði og staðfesta það í samtali við lækni: • Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (grein- ingarsýni). • Að hafa verið einkennalaus í 7 daga. Allar frekari upplýsingar er að finna á covid.is. Leiki grunur á smiti skal hafa samband í síma 1700. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is HEIMKOMUSMITGÁT Frá og með hádegi 31. júlí ber öllum sem til landsins koma frá áhættu- svæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur að fara í tvöfalda sýnatöku vegna COVID-19 með ráðstöfunum í samræmi við það sem nefnt hefur verið heimkomu smitgát þar til nei- kvæð niðurstaða fæst úr seinni sýnatöku. Fyrri sýnatakan fer fram við landamæri og sú seinni á heilsugæslustöð 4-6 dögum síðar. Ber fólki að viðhafa heim- komu smitgát þar til niðurstöður úr seinni sýnatöku eru kunnar. Seinni sýnatakan er gjaldfrjáls og er hægt að fara í sýnatöku víðs vegar um landið. Á MEÐAN Á HEIMKOMUSMITGÁT STENDUR SKALTU: 1. ekki fara á mannamót eða í veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir. 2. ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi og viðkvæma hópa. 3. gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra. 4. ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög. 5. huga vel að einstaklingsbundn- um sóttvörnum. ÞÚ MÁTT: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað. • fara í bíltúra. • fara í búðarferðir. • hitta vini og kunningja með ofan- greindum takmörkunum. Ef niðurstaða úr síðara prófi er nei- kvæð er heimkomusmitgát hætt en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Veist þú hvers er ætlast af þér í sóttkví? MYND/GETTY 8 FRÉTTIR 7. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.