Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 40
7. ágúst 2020 | 31. tbl. | 111. árg dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000 SAND KORN LOKI Á loks að ýta á play? Play ræður inn kanónu úr flugbransanum Sandra Ósk Sigurðardóttir, fyrrverandi vefstjóri WOW air, myndi flokkast sem sleggja í ferðabransanum en hún réð sig nýverið til flugfélagsins Play. Má því lesa í þá ráðningu að félagið sé loks að sækja í sig veðrið. Sandra starfaði hjá WOW air í fimm ár eða þar til að félagið lagðist af. Sandra sá meðal annars um rekstur á vefsíðum WOW, bókunarvél og appi félagsins á öllum tungumálum og mörkuðum, auk þess sem hún tók virkan þátt í stefnumótun. Sandra starfaði þar áður sem vef- stjóri hjá Primera Air og Mortgage Bankers Associ- ation í Washington DC. Litla-Hraun keypt sem letigarður Fyrir 92 árum lagði Jónas frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra, eftir- farandi frumvarp fram sem heimilaði ríkinu kaup á Litla-Hrauni, sem þá var óstarfhæfur spítali sem kvenfélagið hafði reist en ekki tekist að koma í rekstur. Frumvarp Jónasar er hér í heild sinni: „Landsstjórninni skal heimilt að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að kaupa land og láta reisa betrunar- hús og letigarð, þar sem skil- yrði þykja góð, til að fangar, og slæpingjar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum, geti stundað holla og gagn- lega vinnu.“ Síðan þá hefur Litla-Hraun staðið sína vakt, sem fangelsi en ekki spítali. n 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.