Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 7. ÁGÚST 2020 DV Hinsegin dagar eru löngu orðnir stærsta hátíð landsins og ná þeir almennt hámarki með Gleðigöngunni. Í ár eru þó engir Hinsegin dagar nema í mýflugumynd og alls engin Gleðiganga. Þau merku tíma- mót eiga sér nú stað að 20 ár eru síðan fyrsta Gleðigangan var haldin á Íslandi og stefndi allt í gríðarleg hátíðarhöld þar til COVID-19 setti strik í reikninginn, eins og á svo mörgum öðrum sviðum sam- félagsins þetta árið. Landsmenn allir geta þó rifjað upp þessa 20 ára sögu þegar Fjaðrafok, einstök heimildarmynd um þróun og þroska Gleðigöngunnar, verður sýnt á RÚV á sunnu- dagskvöld. Myndin er eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, eina fremstu kvikmynda- gerðarkonu okkar Íslendinga, sem gerði einnig heimildar- þættina Svona fólk, sem voru frumsýndir í fyrra og vöktu gríðarlega athygli. Þættirnir fjölluðu um baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum lagalegum mannréttindum. Engar lesbískar fyrirmyndir Hrafnhildur er þjóðþekkt baráttukona, var um tíma formaður Samtakanna '78, en hún er ekki par sátt við orð- ið „hinsegin“. „Ég vil kalla hlutina réttum nöfnum. Ég er lesbía og öll mín sambönd hafa verið með konum. Það er ekkert hinsegin við það. Mér finnst þetta orð vera bastarð- ur. Persónulega hef ég viljað berjast fyrir því að fá bara að vera sú sem ég er. Hommar, lesbíur og transfólk er ekki hinsegin. Við erum bara venjulegt fólk,“ segir hún. Hrafnhildur hefur í um 27 ár safnað heimildum um veruleika homma, lesbía og svo transfólks á Íslandi. Það er athyglisvert að meirihluti myndefnisins í seríunni Svona fólk hafi verið tekið af einni og sömu manneskjunni. „Al- næmið ýtti mér af stað. Það hafði mikil áhrif á mig sem unga konu þegar vinir mínir voru að deyja úr alnæmi og ég skynjaði að það var eitt- hvað í gangi sem þurfti að safna heimildum um,“ segir Hrafnhildur en fyrsta viðtalið sem hún tók um þessi mál var við HIV-smitaðan vin sinn. Þá var ekki aftur snúið. Og þrátt fyrir að hafa gert þessa ítarlegu heimildar- þætti átti Hrafnhildur enn mikið af óbirtu efni sem hún vildi nota til að fagna afmæli Gleðigöngunnar. „Ég er búin að sitja sveitt við síðustu mán- uði, tólf tíma á dag, en loksins er myndin tilbúin,“ segir hún stolt. Rétt eins og Hrafnhildur segist ekki vera hinsegin kannast hún heldur ekki við að hafa komið út úr skápnum. „Ég var aldrei í neinum skáp. Um þrettán ára aldurinn átti ég besta vin, hálfgerðan kær- Við erum bara venjulegt fólk Hrafnhildur Gunnarsdóttir vill kalla hlutina sínum réttu nöfnum, hún sé ekki hinsegin heldur lesbía. Hún var 54 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og er þakklát fyrir hvernig samfélagið er nú. Hrafnhildur vissi hvert hugur eiginkonunnar stefndi þegar hún fór að finna barnaföt inni í skáp. MYND/VALLI Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.