Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  1. tölublað  108. árgangur  LIÐLEGA 42% NÝSKRÁÐRA BÍLA VISTVÆN ARSENAL HAFÐI BETUR GEGN UNITED STILLIR HLUT- UNUM UPP Á EINFALDAN HÁTT ENSKI BOLTINN 26 BÆKUR ÁRSINS 29HORFUR Í BÍLASÖLU 14  Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, var á meðal þeirra fjórtán sem Guðni Th. Jóhannesson for- seti sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Var Sigurður sæmdur riddarakrossi fyrir atbeina undir merkjum sam- takanna InDefence og framlag til íslensks atvinnulífs. Í dag eru tíu ár frá því að Sig- urður, Magnús Árni Skúlason hag- fræðingur og félagar þeirra í for- ystu InDefence fóru á fund þá- verandi forseta og afhentu honum undirskriftir ríflega 56 þúsund Ís- lendinga. Magnús Árni rifjar í samtali við Morgunblaðið upp að hann hafi fyllst auðmýkt er hann sá mann- mergðina utan við Bessastaði um- ræddan morgun, og Sigurður segir að þjóðin hafi sameinast á erfiðum tímum. »2 og 17 Fékk fálkaorðu vegna InDefence Sigurður Hannesson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson hefur ákveð- ið að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti Íslands, en kjörtímabili hans lýkur 31. júlí næstkomandi. Tilkynnti hann þetta í nýársávarpi forseta í gær. Ef fleiri bjóða sig fram verða forsetakosningar laugar- daginn 27. júní. Annars verður Guðni settur inn í embætti án kosn- inga. Guðni var kjörinn forseti á árinu 2016, en fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar rann út 31. júlí það ár. Fyrr á ferðinni en Ólafur „Rúmlega þrjú ár eru að baki, við- burðarík og minnisstæð. Hvað tekur við? Því ræður auðna en segja má tímabært og tilhlýðilegt að lýsa því nú yfir að ég hyggst gefa kost á mér til frekari setu hér á Bessastöðum,“ sagði Guðni meðal annars í áramóta- ávarpi sínu og bætti við: „Í þessum efnum er ákvörðun aldrei sjálfsögð. Hana hlýtur maður að taka að vel at- huguðu máli, í ljósi fenginnar reynslu, í samráði við sína nánustu.“ Guðni tilkynnir framboð sitt fyrr en margir fyrirrennarar hans hafa gert. Ólafur Ragnar tilkynnti gjarn- an um framboð í mars. „... [E]n flest er breytingum háð í heimi hér. Þeir sem sinna þessu embætti móta það eftir eigin óskum og tíðaranda, með hliðsjón af venju og hefð, og innan þess ramma sem stjórnskipun leyfir,“ sagði Guðni þegar hann út- skýrði ákvörðun sína. Hann nefndi einnig í þessu sambandi að hug- myndir væru uppi í stjórnarskrár- nefnd um að takmarka hversu lengi menn mættu vera á forsetastóli og um aðrar breytingar á ákvæðum stjórnarskrár um völd og verksvið þjóðhöfðingjans. Því fagnaði hann. Ekki náðist í Guðna í gær til að spyrja nánar út í ákvörðun hans. Forsetakjör 27. júní ef fleiri bjóða sig fram  Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð til endurkjörs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðhöfðingi Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands frá 2016. Gestir Ylstrandarinnar í Nauthólsvík mættu í sparifötunum í sjósund eða sjóböð í gær eða með grímur eða önnur tákn frá áramótunum. Þetta er í 14. skiptið sem opið er fyrsta dag árs- ins og er orðið siður hjá mörgum að mæta þá í sjóinn. Stöðugt fjölgar í hópnum og í gær fengu um 400 manns sér sundsprett í um tveggja stiga heitri Nauthólsvík. Sjóbaðsfólkið fékk sér síðan hita í kroppinn með því að setjast í heita pottinn. Þurfti margar umferðir því þótt þétt sé setið komast aðeins um 100 manns í pottinn í einu. Óttarr Hrafnkelsson, deildarstjóri Yl- strandarinnar, segir að ávallt sé góð stemning í nýársbaðinu og gleðin við völd. Hann telur að samtals hafi um 3.500 gestir komið í sjósund á nýársdag frá því árið 2007. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðin ávallt við völd í nýársbaðinu á Ylströndinni í Nauthólsvík  Fyrsta barn ársins er drengur og hefur þegar hlotið nafnið Emil Rafn. Hann fæddist klukkan 2.19 aðfara- nótt nýársdags og var 24 merkur að þyngd og 59 sentímetrar að stærð. Foreldrar Emils eru þau Berglind Bjarnadóttir og Stefán Halldór Jóns- son en Emil er þriðja barn þeirra. Í samtali við mbl.is í gær sagði Stefán það óvænt að Emil hefði komið í heiminn árið 2020, en settur dagur var 31. desember. Aðspurður segir Stefán að þau Berglind hafi ekkert verið að spá í ný lög um lengra fæð- ingarorlof sem tóku gildi á fæðingar- degi Emils. „En það er auðvitað fínt. Svo var þetta líka ánægjulegt þar sem við eigum strák sem fæddist ár- ið 2018, ef Emil hefði fæðst 2019 hefði bara verið eitt ár á milli.“ Ljósmynd/Pixabay Fyrstur Fyrsta barn ársins var drengur. Fyrsta barn ársins 24 merkur að þyngd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.