Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Okkur elskulega systir,
FRIÐRIKA GUÐRÚN KARLSDÓTTIR,
Ytra-Hóli, Fnjóskadal,
lést 14. desember.
Útför hennar fer fram frá Draflastaðakirkju
laugardaginn 4. janúar klukkan 14.
Þökkum starfsfólki Lögmannshlíðar sérstaklega góða umönnun
og hlýhug.
Benedikt Karlsson og Unnur Kristín Karlsdóttir
Innilegar kveðjur og þakklæti til allra þeirra
sem sýndu okkur hluttekningu og
væntumþykju við andlát sonar okkar,
bróður og barnabarns,
SVEINS KJARTANS HJARTARSONAR,
Laugarásvegi 20.
Umhyggjan yljar og líknar.
Snjólaug Sveinsdóttir Hjörtur Georg Gíslason
systkini, afar og ömmur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR KJARTANSSON,
fyrrverandi bóndi í Þórisholti í Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Reyniskirkju í Mýrdal
laugardaginn 4. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Fossheima á Selfossi.
Sigurbjörg Pálsdóttir
Kjartan Páll Einarsson Dagný Þórisdóttir
Guðni Einarsson Halla Ólafsdóttir
Þorgerður Einarsdóttir Guðm. Pétur Guðgeirsson
Grétar Einarsson Sædís Íva Elíasdóttir
Vilborg Einarsdóttir Pétur Pétursson
Sigrún Lilja Einarsdóttir Einar Svansson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
ÁRNI BENEDIKTSSON FRÁ HOFTEIGI
fyrrverandi framkvæmdastjóri, Dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést laugardaginn 28. desember. Jarðarförin
fer fram í Áskirkju 6. janúar klukkan 15.
Björg Dúfa Bogadóttir
Margrét Árnadóttir
Björg Árnadóttir
Benedikt Árnason Auður Freyja Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
KJARTAN BJARNI KRISTJÁNSSON
Norðurbyggð 31,
Akureyri,
lést föstudaginn 20. desember. Útför hans
verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6.
janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar
(Skógarhlíð).
Sigríður Kjartansdóttir Kristján Þ. Halldórsson
Kjartan B. Kristjánsson Erla Sara Svavarsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Auður Kristjánsdóttir Magnús Finnsson
Ingunn Jóhanna Kristjánsd.
Halldóra Laufey Kjartansdóttir
Ástkær móðir okkar, systir, mágkona,
barnabarn, systurdóttir og frænka,
SÓLEY MAGNÚSDÓTTIR
Huldugili 50,
andaðist fimmtudaginn 26. desember.
Útförin fer fram í Akureyrarkirkju 9. janúar
klukkan 13.30.
Aldís Freyja Sævarsdóttir
Sindri Snær Sævarsson
Þorsteinn Darri Sævarsson
Ottó Hörður Guðmundsson Kolbrún Erna Magnúsdóttir
Halldór Magnússon
Ása Huldrún Magnúsdóttir Gunnar Arason
Sóley Halldórsdóttir
Rannveig Harðardóttir Jón Harðarson
og aðrir aðstandendur
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
UNNUR KONRÁÐSDÓTTIR
Úffa Konn,
Hlíðarhúsum 3-5,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 25. desember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarfélög.
Konráð Eyjólfsson Helga Óladóttir
Herdís Eyjólfsdóttir Ægir Bjarnason
Unnar Eyjólfsson Hildur Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓNAS SIGURÐUR MAGNÚSSON
rannsóknarlögreglumaður,
Logafold 131,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 6. janúar klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Líknar- og hjálparsjóð Landssambands
lögreglumanna,
kt. 540574-0149, nr. 0303-26-57970.
Nanna Ólafsdóttir
Sigrún K. Jónasdóttir Eiríkur Ó. Jónsson
Anna H. Jónasd. Njåstad Arnstein Njåstad
Magnús Jónasson Þóra M. Guðmundsd. Bech
Helga Á. Jónasdóttir Hrafnkell Stefánsson
og barnabörn
Rúrik Sumarliða-
son var næstyngst-
ur og síðastur eftir
af stórum systkina-
hópi úr Bolungarvík þar sem elst-
ur var Pétur, faðir okkar.
Um hugann flæða okkar fjöl-
Rúrik Nevel
Sumarliðason
✝ Rúrik NevelSumarliðason
fæddist 8. febrúar
1932. Hann lést 15.
desmber 2019.
Útför Rúriks fór
fram 20. desember
2019.
mennu ættarmót og
millihittingar, víða
um landið; allt frá
Víkinni vestra til
Fáskrúðsfjarðar
eystra, öllum gam-
an- og gleðigjafar,
yndislegt að hittast
og eiga stundina
saman.
Tíminn heldur
sínum hraða þótt
okkur þyki oft ann-
að – en hvert lífsskeið fær sitt svo
lengi sem lifir. Loks kemur þar
að lífsbók er lokað en yfir henni
sveima minningar, sumar sam-
eiginlegar öðrum sem áttu sama
fund – uns þeir hverfa líka úr
leiknum. Ekkert safn geymir
þessar minningar, aðeins hugir
þeirra sem áttu sama fund.
Innilegar kveðjur og samúð
okkar umlykja ykkur, Guðlaug,
María, Helen og Hulda og fjöl-
skyldur ykkar, um leið og við
þökkum allar okkar góðu sam-
vistir – eins og óvæntu hátíðina
sem þið kölluðuð til þegar Krist-
ján varð áttræður.
Gísli Ólafur Pétursson
og systkinin.
Þegar ég var lítil
stelpa dvöldum við
fjölskyldan iðulega
sumarlangt í Reynihlíð í Mývatns-
sveit. Það var órjúfanlegur partur
af vorinu og komunni í sveitina að
heilsa upp á Hildi Ásu Benedikts-
dóttur, sem við kölluðum aldrei
neitt annað en Döddu, í þvottahús-
inu. Pabbi minn var þá hótelstjóri
í Hótel Reynihlíð þar sem Dadda
Hildur Ása
Benediktsdóttir
✝ Hildur ÁsaBenedikts-
dóttir, Dadda,
fæddist 6. júlí 1948.
Hún lést 1. janúar
2019.
Útför fór fram í
kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
starfaði að ég held í
næstum þrjátíu ár,
þótt ég viti það ekki
alveg. Í þvottahús-
inu réð Dadda ríkj-
um, það var á neðri
hæðinni í Úthlíð einu
af húsum hótelsins.
Þvottahúsið var
stórt og með stórum
þvottavélum og
þurrkara ásamt
strauvél og þurrk-
herbergi, þar var allt til alls. Við
fengum samt ekkert að þvælast
neitt þarna, enda vinnustaður.
Þannig að oftast sá ég þvottahús-
konurnar vera að brasa á milli
húsanna, keyra þvott yfir á hótelið
á hjólbörum, hengja upp þvott eða
sóla sig fyrir utan Úthlíð á meðan
vélarnar kláruðu. Það eru eflaust
margir sem eiga Döddu og stöll-
um hennar í þvottahúsinu það að
þakka, að þeir áttu hrein föt á
meðan sumardvöl þeirra stóð í
Mývatnssveit. Sumarstarfsmenn
Reynihlíðar þvoðu sinn prívat
þvott í þvottavél sem var í þvotta-
húsinu, og það voru nú alltaf ein-
hverjir sem kunnu ekkert að fara
með slíkar vélar, enda sumir
óharðnaðir unglingar að fara að
heiman í fyrsta skipti. Þær tóku
þá að sér að kenna krökkunum á
vélarnar, enda varla hægt að
horfa upp á unga fólkið vand-
ræðast með einfaldar stillingar á
þvottavélum. Dadda sýndi okkur
systrum alltaf mikla hlýju og hug-
ulsemi, þótt hún gæfi sig ekki mik-
ið að okkur, sérstaklega þegar við
vorum krakkar. En þegar við
komum spjallaði hún alltaf aðeins
og þegar við urðum eldri þá varð
sambandið aðeins meira á svona
fullorðinsstigi.
Eftir að foreldrar okkar skildu
spurði hún alltaf hvernig mamma
hefði það, veitti því athygli hvern-
ig okkur gekk í skólanum og
fylgdist með drengjunum mínum
eftir að ég átti þá. Hún fylgdist vel
með og var nánast hluti af fjöl-
skyldunni í Reynihlíð, þekkti
okkur öll og var einhvern veginn
alltaf þarna í kring og tíður gestur
hjá ömmu og afa. Dadda var einn
af föstu punktunum í tilverunni og
stafaði af henni hlýja sem oft var
gott að eiga að. Hún var algjörlega
ómissandi hluti af starfsemi hót-
elsins, enda nauðsynlegt fyrir
hvert gott hótel að hafa framúr-
skarandi þvottahús og hreint og
vel straujað lín. Þar var hún algjör
sérfræðingur, hún gat náð úr
hverju sem var úr sængurverum
og handklæðum og hafði yfirleitt
ráð undir rifi hverju. Oft heyrði
maður sagt, „förum með þetta til
Döddu, ef hún nær þessu ekki úr,
þá getur það enginn“. Við fjöl-
skyldan í Reynihlíð erum þakklát
fyrir að hafa haft Döddu með okk-
ur í öll þessi ár og hennar framlag
til okkar starfa. Einnig vil ég fyrir
hönd okkar systra þakka fyrir
samfylgdina með henni Döddu
sem var okkur dýrmæt. Dadda
bar ekki tilfinningar sínar á torg
og ekki var gleðin alltaf við völd í
hennar lífi. Hún gaf af sér þó að
hún ætti ekki alltaf mikið en var
samt nóg til að hlýja ungum stúlk-
um um hjartarætur.
Nú hvílir hún í friði í dalnum
sínum fagra, Laxárdal.
Þuríður Pétursdóttir.