Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
FRUMSÝND
10. JANÚAR
Bækur ársins
Fortíðin var skoðuð, stundum til að spegla samtímann, og
framtíðin var líka undir í fjölda bóka fyrir þessi jól, oftar en
ekki þær óumflýjanlegu breytingar á veðurfari og búsetu
sem bíða okkar. Árni Matthíasson tíndi saman þær bækur
sem honum þótti skara fram úr á árinu.
Fáir rithöfundar ná
eins vel til barna og
Ævar Þór Bene-
diktsson, sem sann-
ast á fjölmörgum
bókum hans. Í Stór-
hættulega stafrófinu
sýnir hann að hann
kann líka að tala við börn sem ekki kunna að
lesa eða eru að stíga fyrstu skrefin á því sviði.
Í bókinni, sem skreytt er framúrskarandi
skemmtilegum myndum Bergrúnar Írisar
Sævarsdóttur, kynnir hann stafrófið og
kryddar með ógurlega ógnvekjandi og jafn-
vel ómótstæðilega ógeðslegum hætti.
Lesið líka
Kennarann sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi
og Egil spámann eftir Lani Yamamoto.
Barnabók ársins
Á síðasta ári sagði Hall-
grímur Helgason frá
upphafsárum síldaræv-
intýris Íslendinga í
skáldsögu, en staðreynd-
irnar tala í hinni miklu
bók Páls Baldvins Bald-
vinssonar Síldarárin
1867-1969. Í bókinni er
gríðarlega miklum upp-
lýsingum safnað saman á einn stað, en mestur
fengur er þó í hinu stórkostlega myndasafni
sem í henni er að finna.
Lesið líka
Willard Fiske eftir Kristínu Bragadóttur
og Listina að vefa eftir Ragnheiði Þórsdóttur.
Fræðirit ársins
Margir eiga erfitt með að
fóta sig í upplýsingaflóði um
hnattræna hlýnun á síðustu
árum og ekki síst að átta sig
á samhengi hlutanna. Andri
Snær Magnason kann öðrum
fremur að stilla hlutum upp
á einfaldan og auðskilinn
hátt eins og hann gerði í
Draumalandinu og gerir enn
betur í bókinni Um tímann og vatnið án þess
þó að draga úr vandanum sem bíður okkar
alla.
Lesið líka
Sólarhringl Huldars Breiðfjörð og Skjá-
skot Bergs Ebba Benediktssonar.
Pælingar ársins
Ljónið hennar Hildar Knúts-
dóttur var nútímasaga með
yfirnáttúrulegu ívafi. Fram-
haldið, Nornin, er aftur á
móti framtíðarsaga og þó að
yfirskilvitlegir hlutir séu á
sínum stað er önnur og nær-
tækari ógn til staðar þar sem
glímt er við afleiðingar ham-
farahlýnunar 21. aldar. Af-
bragðsvel skrifuð og frumleg bók fyrir for-
vitin ungmenni.
Lesið líka
Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur
og Húsið í september eftir Hilmar Örn
Óskarsson.
Ungmennabók ársins
„Það má teljast viðburður í
okkar bókmenntum þegar
kona gefur út bók, sem telja
má til bókmennta.“ Svo yfir-
lætislega hófst umsögn,
skrifuð af karli, í Birtingi
um ljóðabókina Þröskuldur
hússins er þjöl eftir Arnfríði
Jónatansdóttur haustið
1958. Arnfríður hafði þá
sent frá sér nokkur ljóð í
blöðum, en annar skáldskapur barst ekki frá
henni.
Lesið líka
100 ljóð eftir Geirlaug Magnússon og ljóða-
safn Jóns Helgasonar Úr landsuðri.
Endurútgáfa ársins
Í ljóðabókinni Kærastinn er
rjóður yrkir Kristín Eiríks-
dóttir um eiginlega og
óeiginlega ást og allt þar á
milli. Já, og líka hverju við
erum tilbúin að fórna fyrir
ástina. Sjálfsvirðingin með-
talin.
Það er ljúfsár tregi í ljóð-
unum, smá skvetta af sorg,
eða er hún kannski að
henda gaman að lesandanum? Er glott á bak
við hina írónísku fjarlægð? Ekkert er eins og
það sýnist. Ekki heldur ástin.
Lesið líka
Leðurjakkaveður Fríðu Ísberg og Til
þeirra sem málið varðar eftir Einar Má Guð-
mundsson.
Ljóðabók ársins
Skáldsagan Korngult hár, grá augu eftir
Sigurjón Birgi Sigurðsson, Sjón, talar
beint inn í samtíma okkar með því að segja
sögu úr ekki svo fjarlægum tíma sem flest-
ir hafa gleymt og margir vilja síst rifja
upp.
Í bókinni varpar Sjón fram spurningu
um óheillaþróun; orsök og afleiðingar þess
þegar menn fiska í gruggugu vatni, en
ekki síður spurningu um það hvað veldur
því að sum ungmenni falla fyrir lýðskrumi
og mannhatri sem dæmin sanna á nýliðinu
ári.
Bókin er knöpp og meitluð, hárbeitt og
frábærlega stíluð, og kemur sífellt upp í
hugann löngu eftir lesturinn.
Lesið líka
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörns-
dóttur og Aðferðir til að lifa af eftir Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur.
Skáldsaga ársins
Fyrir aldarfjórðungi
„leiðrétti“ Sigurður Árni
Sigurðsson gamalt póst-
kort með mynd af hundi
sem hann hafði fundið á
flóamarkaði, bætti við
skugga af gróðri og hund-
inum sem náðu út yfir
upprunalegan myndflöt. Leiðréttingarnar
urðu fleiri með árunum og efniviðurinn fjöl-
breyttari eins og rakið er í framúrskarandi
bók sem heitir einfaldlega Leiðréttingar. Í bók-
inni eru 75 leiðréttingar Sigurðar og fjallað
um verkin. Frágangur á bókinni er frábær.
Lesið líka
Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jóns-
sonar eftir Guðrúnu A. Tryggvadóttur og
Skúrinn eftir Finn Arnar.
Listaverk ársins
Jakobína Sigurðardóttir
er einn merkasti rithöf-
undur okkar og í bókinni
Jakobína, saga skálds og
konu rekur dóttir hennar,
Sigríður Kristín Þorgríms-
dóttir, sögu móður sinnar
og sögu skáldkonunnar.
Saga Jakobínu er að
mörgu leyti saga fátæktar
og erfiðleika, en aðallega
þó saga tíma þegar ritstörf kvenna voru lítils
metin. Það er ólán íslenskrar menningar að
Jakobína hafi ekki fengið næði til að skrifa
meira en hún þó gerði.
Lesið líka
Systu eftir Vigdísi Grímsdóttur og bréf
Mikaels Torfasonar til móður sinnar.
Ævisaga ársins