Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 4
4
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
10-60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALAN
ERHAFIN
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Loftslagsmálin voru ofarlega á baugi
í ávörpum forseta Íslands og for-
sætisráðherra á gamlársdag og ný-
ársdag og nýársprédikun biskups Ís-
lands. Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands, sagði frá því í nýárs-
prédikun í dómkirkjunni að Skírnar-
skógur Þjóðkirkjunnar yrði kynntur
á þessu ári. Gróðursett verði tré fyrir
hvern skírðan einstakling.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, sagði í nýársávarpi sínu að í
veröld okkar daga stoðaði ekki að
huga bara að sínu. „Loftslagsvá
viðurkennir ekki landamæti og við
henni verður að bregðast. Um það
sammæltust fulltrúar flestra ríkja
heims á tímamótaráðstefnunni í París
fyrir rúmum fjórum árum og ekki
virðist skorta á vilja íslenskra stjórn-
valda, hvorki þá né nú. Einhugur um
næstu skref er ekki augljós á al-
þjóðavettvangi en þetta er ljóst:
Gegndarlaus nýting og neysla er
gervilausn hins liðna, ofgnótt hér og
skortur þar er vandi okkar daga og
ný hugsun er nauðsynlegt ákall nýrra
tíma,“ sagði Guðni.
Höldum áfram á sömu braut
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra fór einnig yfir loftslagsmálin og
aðgerðir stjórnvalda, fyrirtækja og
fólksins í landinu.
„Til að leysa slík verkefni er ekkert
mikilvægara en von, bjartsýni og
dugnaður til að árangur náist. Þar
getur Ísland skipt máli með því að
láta rödd sína heyrast um allan heim
og það höfum við gert á þessu ári í
samvinnu við aðrar þjóðir sem hafa
lagt fram aðgerðaáætlanir í sínum
málum. Við munum halda áfram á
þeirri braut á nýju ári,“ sagði for-
sætisráðherra.
Agnes biskup sagði í prédikun
sinni að það barn sem skírt væri í
þjóðkirkjunni yrði hluti af grænni
kirkju Krists, sem sett hefði um-
hverfismál í algjöran forgang.
Í Skírnarskógi íslensku þjóðkirkj-
unnar yrði gróðursett tré fyrir hvern
skírðan einstakling. „Tréð mun síðan
vaxa, rétt eins og barnið, og verða
hluti af umhverf-
inu og gagnast
samfélaginu,“
sagði biskup.
Hún sagði að
aðgerðir í lofts-
lagsmálum væru
nauðsynlegar til
lífs á jarðarkringl-
unni. Kristin trú
og kirkjan legðu
margt til umræð-
unnar um loftslagsvána.
Nýtt tímabil velsældar
Katrín Jakobsdóttir fór yfir efna-
hagsmálin og aðkomu stjórnvalda að
lífskjarasamningunum sem gerðir
voru á síðasta ári. „Áherslan á vel-
sæld og félagslegan stöðugleika er
ein meginundirstaða þess að hér
megi ná sterkri hagstjórn. Einungis
þegar stefna í vinnumarkaðsmálum,
opinberum fjármálum og peninga-
málum vinnur saman er hægt að
draga úr þeim miklu sveiflum sem ís-
lensk efnahagsmál hafa einkennst af
á lýðveldistímanum. Skarpar niður-
sveiflur hafa iðulega fylgt lokun hag-
vaxtarskeiða á Íslandi, niðursveiflur
sem hafa komið illa niður á almenn-
ingi og atvinnulífi. En það er trú mín
að með lífskjarasamningunum og að-
gerðum stjórnvalda verði slíkri niður-
sveiflu afstýrt og í staðinn taki við
nýtt tímabil velsældar sem skili sér
með sem jöfnustum hætti til alls sam-
félagsins,“ sagði Katrín.
Lokaorð ávarps forsætisráðherra
sem flutt var á gamlárskvöld voru
þessi: „Á komandi ári verða verkefnin
ærin, eins og þau eru reyndar alltaf.
Með bjartsýni og hugrekki munum
við takast á við þau saman og halda
áfram að gera íslenskt samfélag enn
betra fyrir okkur öll.“
Máli skiptir að rödd Íslands heyrist
Loftslagsmálin ofarlega á baugi í áramótaávörpum Biskup kynnir Skírnarskóg Þjóðkirkjunnar
Guðni Th.
Jóhannesson
Katrín
Jakobsdóttir
Agnes M.
Sigurðardóttir
Guðrún Ögmunds-
dóttir, borgarfulltrúi og
fyrrverandi alþingis-
kona, lést á líknardeild
Landspítalans að
morgni gamlársdags
eftir stutta og snarpa
baráttu við krabba-
mein. Guðrún fæddist í
Reykjavík 19. október
1950. Hún hlaut ótal
viðurkenningar fyrir
brautryðjendastörf í
þágu mannréttinda,
m.a. riddarakross hinn-
ar íslensku Fálkaorðu
17. júní 2019 fyrir
framlag í þágu mannúðar og jafn-
réttisbaráttu hinsegin fólks.
Guðrún lauk námi í félagsfræði og
félagsráðgjöf frá Roskilde Universi-
tetscenter 1983, framhaldsnámi við
sama skóla í fjölmiðlafræði 1983-
1985, cand. comm.-
prófi 1985.
Guðrún var fyrst
kjörin til setu í borgar-
stjórn fyrir Kvenna-
listann sem vara-
borgarfulltrúi árið
1990 og tók sæti sem
borgarfulltrúi fyrir
listann árið 1992. Hún
sat í borgarstjórn fyrir
Reykjavíkurlistann
1994-1998. Guðrún var
kjörin á þing fyrir
Samfylkinguna í
Reykjavíkurkjördæmi
árið 1999 og sat á þingi
til ársins 2007. Hún var kjörin á ný í
borgarstjórn Reykjavíkur fyrir
Samfylkinguna árið 2018.
Kjörforeldrar Guðrúnar voru
hjónin Ögmundur Jónsson (1918-
1971), vélstjóri og bifvélavirki og
yfirverkstjóri hjá Vita- og hafna-
málastofnun, og Jóhanna J. Guð-
jónsdóttir (1918-1986). Móðir Guð-
rúnar var Hulda Valdimarsdóttir
(1922-1981).
Maki Guðrúnar er dr. Gísli Arnór
Víkingsson (f. 5. ágúst 1956), cand.
scient., sérfræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun, og börn þeirra eru dr.
Ögmundur Viðar (f. 1977), sviðs-
stjóri gæðaeftirlits hjá Alvotech, og
Ingibjörg Helga (f. 1992), starfs-
maður Borgarholtsskóla.
Guðrún kom víða við á fjölbreyttri
starfsævi og lét sig miklu varða
brýnustu samfélags- og réttlætis-
mál. Á árinu 2010 var hún ráðin á
vegum dómsmálaráðuneytisins sem
tengiliður ríkisins og þeirra ein-
staklinga sem vistaðir höfðu verið á
vistheimilum á vegum hins opinbera
sem börn og unglingar og sætt þar
harðræði.
Andlát
Guðrún Ögmundsdóttir
Mikið var um að vera hjá lögregl-
unni á áramótunum, en alls bárust
122 mál á borð lögreglu frá klukkan
17 á gamlársdag til 5 á nýárs-
morgun. Alls gistu tíu manns í
fangageymslum lögreglunnar á
Hverfisgötu, að því er fram kemur í
dagbók lögreglu.
Fimm líkamsárásir komu til kasta
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
á þessum tíma. Þar af var ein alvar-
leg árás gerð í Austurbænum þar
sem þurfti að flytja þolandann á spít-
ala með sjúkrabifreið en meintur
gerandi var handtekin á vettvangi.
Var hann vistaður í fangaklefa í
þágu rannsóknarinnar. Skömmu
fyrir miðnætti var maður handtek-
inn í miðbæ Reykjavíkur grunaður
um líkamsárás og var annar maður
handtekinn um hálftvö á nýársnótt,
grunaður um líkamsárás í Breið-
holti. Þá var kona handtekin í
Hafnarfirði rétt fyrir tvö, grunuð
um líkamsárás, og maður handtek-
inn af sömu ástæðu rétt eftir þrjú í
Kópavogi.Voru öll þau sem grunuð
voru um líkamsárásir færð í fanga-
geymslur lögreglu í þágu rann-
sókna.
Fimm líkamsárásir um áramótin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar lögreglu og björgunarsveita
athuga í dag aðstæður í Hnappadal
með tilliti til þess hvenær rétt sé að
hefja að nýju leit að manni sem saknað
hefur verið undanfarna daga. Meðal
annars verður spáð í veður, sem skiptir
miklu máli við skipulagningu leitar.
Einar Þór Strand, formaður svæðis-
stjórnar björgunarsveitanna, sagði í
gær að útlit væri fyrir bjart veður á
morgun, föstudag, en eftir væri að
kanna hvort hægt yrði að manna leit.
Maðurinn er Lithái, hátt á sextugs-
aldri, búsettur á höfuðborgarsvæðinu.
Eftirgrennslan og leit hófst þegar
bóndi í Hnappadal veitti því eftirtekt
að bíll hafði staðið við Heydalsveg í tvo
eða þrjá daga.
Maðurinn á ekki fjölskyldu hér á
landi og er ekkert vitað um áform
hans. Hann hefur oft farið einn í stutt-
ar fjallgöngur. Talið er að maðurinn
hafi ekið af stað heiman frá sér að
morgni laugardagsins 28. desember.
Leitað við Hrútaborg
Bílnum var lagt við Heydalsveg, við
upphaf gönguleiðarinnar að fjallinu
Hrútaborg, og eru vísbendingar um að
hann hafi farið áleiðis að fjallinu. Sam-
kvæmt því eru í dag fimm sólarhringar
frá því hann fór í fjallgönguna.
Hafin var mikil leit í Hnappadal síð-
degis á mánudag og henni haldið
áfram á gamlársdag. Félagar úr björg-
unarsveitum á Vesturlandi, Suðurlandi
og Norðurlandi vestra tóku þátt í leit-
inni, alls um 300 manns. Allmargir
spor- og leitarhundar voru notaðir við
leitina og áhöfn þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar tók þátt.
Að sögn Einars Þórs beindist leitin
einkum að gönguleiðinni og nágrenni
hennar og dölunum vestan við Hrút-
borg, það er að segja Haffjarðardal og
Hrútadal. Þá voru hellar í Gullborgar-
hrauni kannaðir, að sögn Einars ein-
göngu til að útiloka þá. Hann segir að
eftir sé að leita dalina austan við
Hrútaborg – Stóra-Kálfadal og Hítar-
dal. Talsvert hefur snjóað á svæðinu
eftir að maðurinn fór í göngu sína.
Ákveðið var að leita ekki á nýársdag,
meðal annars vegna veðurs, en staðan
verður tekin í dag.
Loftmyndir ehf.
G
önguleið
Hrútadalur
Stóri-Kálfadalur
Haffjarðardalur
H
e
y
d
a
ls
v
e
g
u
r
Hrútaborg
Kolbeinsstaðir
S
n
æ
f
e
lls
n
e
s
v
e
g
u
r
Leit í Hnappadal
Staðan metin í dag og
ákveðið með frekari leit
Hlé á fjölmennri leit að fjallgöngumanni í Hnappadal