Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Þær eru ótal margar kon-urnar sem liggja í þögn-inni, ekki aðeins hvers-dagshetjur heldur líka stórmerkilegar konur sem mörkuðu djúp spor fyrir okkur sem á eftir komum. Þess vegna er það þakkar- vert þegar einhver leggur á sig að draga fram konur úr þögninni. Í bókinni Brot, konur sem þorðu, leggur Dóra S. Bjarnason heilmikið á sig til að grafast fyrir um sögu og fortíð þriggja kvenna í hennar ætt og leyfir okkur óskyldum að kynn- ast þeim. Þetta eru þær Adeline sem fæddist 1867, Ingibjörg dóttir hennar fædd 1901 og Vera dóttir Ingibjargar fædd 1927. Þessar kon- ur þurftu að berjast grimmt fyrir sínu, til að fá að lifa eins og þær kusu, af því tíðarandinn var með aðrar hugmyndir um hvaða leiðir konur ættu að fara. Þetta er ekki einvörðungu persónuleg saga þriggja kvenna sem mættu miklu mótlæti heldur ekki síður saga þriggja einstaklinga sem með lífi sínu ruddu brautina í kvennabrátt- unni með því að feta hugrakkar sín- ar eigin leiðir sem voru á skjön við þá leið sem feðraveldið reyndi að vísa þeim á. Þetta er líka aldarfars- saga, því konurnar þrjár eru af þremur kynslóðum og tilheyra því ólíkum tíma. Adeline þurfti að fórna miklu Adeline var þýsk en hún og Þorleif- ur afi Dóru felldu hugi saman þeg- ar þau hittust ung í Þýskalandi þar sem Þorleifur tók að sér að kenna henni íslensku. Í framhaldinu kom Adeline til Íslands og þau giftu sig. Þau eignuðust saman eina barn Adeline, sem fékk íslenska nafnið Ingibjörg, eftir föðursystur sinni, en Adeline og hún voru miklar vin- konur og áttu sameiginlegar hugsjónir um kvenfrelsi, heil- brigði og menntamál kvenna. Örlögin höguðu því þann- ig að Adeline og Þorleifur slitu samvistum en Adeline var doktor í málvísindum, sem var afar óalgengt hjá konum þess tíma, enda þurfti hún að fara til Sviss til að mennta sig, því þá höfðu stúlkur ekki aðgang að menntaskólum eða háskólum. Í fyrsta hluta bókarinnar sem segir frá Adeline er mikill fengur í bréf- um hennar til Þorleifs, þau sýna hversu reið hún er og beitir sér grimmt, hún reynir örvæntingarfull að fá hann til að sinna föður- og eiginmannsskyldum, enda var það að vera kona og einstæð móðir sem og metnaðarfull fræðikona nánast ómögulegt á þessum tíma. Adeline var mikill brautryðjandi, hún varð einna fyrst kvenna til að gegna kennarastöðu í evrópskum háskóla og skapaði sér nafn í fræðaheimin- um, en það var dýru verði keypt. Hún þurfti m.a. að fórna mikilli samveru með eina barni sínu, Ingi- björgu, hún varð að senda hana frá sér og láta aðra um að gæta henn- ar. Sama átti við um þetta barn, Ingibjörgu, þegar hún fullorðin eignast sína einu dóttur, Veru, hún þurfti að senda hana mikið frá sér svo hún gæti sinnt listinni. Ingibjörg flúði til Argentínu Ingibjörg var listmálari og lifði og hrærðist með helsta listafólki þess tíma bæði í Þýskalandi og Frakk- landi. Hún sýndi verk með ekki minni nöfnum en Mondrian í París og tilheyrði þar frægum hópi lista- manna, Cercle et Carré. Heims- konan Ingibjörg hélt góðu sam- bandi við fólkið sitt á Íslandi og bréf hennar til Þorleifs pabba eftir að hún fullorðnast eru gersemar sem segja m.a. mikið um hvernig það var að vera listakona á þessum tíma, m.a. á tímum heimsstyrjaldar- innar. Ingibjörg er seiglumann- eskja sem kann að bjarga sér og stofnar eigið fyrirtæki úti og flytur seinna til Íslands með Veru dóttur sína og stofnar þar fyrirtæki sem framleiðir snyrtivörur undir nafn- inu Vera Símillon. Þær mæðgur fluttu eftir það til Argentínu, af ótta við gyðingaofsóknir á stríðs- tímum. Ingibjörg fær mesta plássið í bókinni enda er lífshlaup hennar einstakt, ástarmálin nokkuð snúin og hún vann með fötluð börn bæði á Íslandi og í Argentínu. Vera var orkumikil, opinská og frjálslynd hugsjónakona Lokahluti bókarinnar er um Veru, en henni kynntist Dóra persónu- lega, þær hittust tvisvar þegar Vera var orðin sjötug. Þessi loka- kafli bókarinnar er virkilega skemmtilegur, því Vera var afar sérstök og blátt áfram og lífshlaup hennar ekki síður áhugavert en móður hennar og ömmu. Hún var bóhem fram í fingurgóma, listmál- ari og listmeðferðarfræðingur að mennt. Hún var hugsjónakona sem brann fyrir lítilmagnann, fíkla og geðsjúka. Vera bjó um víða veröld og var í hópi róttækra listamanna og menntamanna. Hún var ein- staklega frjálslynd í hugsun og verkum, fordómalaus og gaf lítið fyrir veraldleg gæði. Á þessum tveimur fundum þeirra frænka verður Dóra vitni að því hvernig Vera heillar alla í kringum sig, þetta sjarmatröll sem hún greini- lega var, djúpþenkjandi og vel að sér í heimspeki og áhugasöm um mannlegt eðli, listsköpun og fagur- fræði. Vera var opinská, glaðlynd, orkumikil, hávær og hlý, en kærði sit lítt um að tala um Ingibjörgu móður sína. Vera var nokkuð kostu- leg persóna og með henni fer frá- sögnin á flug, sem helgast af því að við fáum að vera með þeim Dóru og Veru á þeirra fundum og það er einkar hressandi. Dóra dregur ekki upp neina glansmynd af konunum þremur, hún segir hlutina eins og þeir eru, og er það vel. Hún segir m.a. frá þegar henni og Veru lendir saman. Það er gaman að fylgja Dóru eftir í langri leit hennar að sögu þessara þriggja kvenna, hún fer til margra landa í þeim erindum og fer til fundar við ólíkasta fólk, t.d. var mjög gaman að fá að vera með henni í ferðinni til Argentínu þar sem óvæntur spænskur fylgdarsveinn fór með henni, það gefur frásögninni líf og hliðarvinkil að fylgjast með þeim tveimur. Í upphafi leitar sinnar hefur Dóra fyrst úr litlu að moða, en sí- fellt bætist við enda er það lang- hlaup að leita uppi heimildir úr for- tíðinni og fólk til frásagnar m.a. í öðrum löndum. Þær fáu ljósmyndir sem prýða bókina hafa mikið gildi, það skiptir máli að sjá konurnar og tengja sög- urnar í bókinni við andlitin. Þær eru sköruglegar, svipsterkar og einarðlegar. Þetta voru engar rolur og virkilega leitt að þessi öflugi kvenleggur hafi dáið út með Veru sem var barnlaus, því það hefði ver- ið áhugavert að sjá genin lifa áfram í afkomendum. Hugrökku konurnar þrjár Ævisögur Brot, konur sem þorðu bbbbn Eftir Dóru S. Bjarnason. Benedikt bókaútgáfa, 2019. Innbundin, 249 bls. KRISTÍN HEIÐA KRISTÍNSDÓTTIR BÆKUR Höfundur Dóra S. Bjarnason. Parísardama Ingibjörg ung kona. Mæðgur Adeline með Ingibjörgu litla sem hún átti með Þorleifi afa Dóru. Listakona Vera var í hópi róttækra lista- og menntamanna í Argentínu. Systir George Michael heitins, Mel- anie Panayiotou, lést á jóladag, 59 ára að aldri, en bróðir hennar lést sama dag fyrir þremur árum. Í til- kynningu frá fjölskyldu Panayiotou kemur fram að hún hafi orðið bráð- kvödd en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Panayiotou erfði jafnvirði hundr- aða milljóna króna eftir bróður sinn eins og faðir hennar og systir, Yioda, en móðir þeirra, Lesley, lést árið 1997, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Lést á jóladag eins og bróðir hennar Dáin Systkinin Melanie Panayiotou og George Michael létust bæði á jóladag. Breski listsagn- fræðingurinn og Goya-sérfræðing- urinn Juliet Wil- son-Bareau telur að fjölmörg mál- verk sem eignuð hafa verið spænska mynd- listarmanninum Francisco de Goya hafi í raun verið gerð af aðstoðarmönnum hans, sem voru fjölmargir. Wilson-Bareau segir í viðtali við breska dagblaðið Observer að listasöfn sem eigi verk eftir listamanninn verði að rannsaka þau betur, þar sem hún telji mörg verk eignuð honum bera þess merki að hafa verið unnin af aðstoðar- mönnum. Slík verk hafi m.a. verið boðin upp. „Þetta er jarðsprengju- svæði,“ segir Wilson-Bareau, því enn sé verið að kenna verk við Goya án þess að vitað sé með vissu að hann hafi unnið þau. Goya var uppi á ár- unum 1746 til 1828 og er einn af meisturum spænskrar myndlistar- sögu. Telur fjölda verka ekki eftir Goya Sjálfsmynd af Goya frá árinu 1815. ICQC 2020-2022 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Heyrnarhlíf með Bluetooth® tengimöguleika við 2 síma, útvarpi og umhverfishljóðnema. Hægt er að hlusta á tónlist sem og taka handfrjáls símtöl í mjög hávaðasömu umhverfi þar semmíkrafónnin útilokar allan umhverfishávaða. Tengist við smáforrit í síma. Heyrnarhlíf PeltorWS Alert XPI Bluetooth ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.