Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
Guðni Kjartansson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari og landsliðsmaður í
knattspyrnu, var í hópi þeirra sem
fengu riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu á Bessastöðum í gær. Guðni,
sem er 73 ára Keflvíkingur, var kjörinn
íþróttamaður ársins 1973, fyrstur
knattspyrnumanna. Hann var fyrirliði
Keflavíkur og Íslandsmeistari með lið-
inu þrisvar á fimm árum, lék 31 lands-
leik fyrir Íslands hönd, var landsliðs-
þjálfari karla og síðan aðstoðarþjálfari
bæði karla- og kvennalandsliða Ís-
lands, auk þess að þjálfa yngri landslið
um árabil og m.a. bæði karlalið Kefla-
víkur og KR.
Franski sóknarmaðurinn Karim
Benzema hefur framlengt samning
sinn við spænska knattspyrnufélagið
Real Madrid til ársins 2022. Benzema,
sem kom 21 árs gamall til félagsins ár-
ið 2009, hefur skorað 160 mörk í 329
deildarleikjum og samtals 238 mörk í
488 mótsleikjum fyrir Real Madrid.
Hann hefur verið sjóðandi heitur í vet-
ur og skorað 16 mörk á tímabilinu, 12
þeirra í spænsku 1. deildinni.
Kvennalið Fjölnis í körfuknattleik
hefur fengið liðsauka frá Bandaríkj-
unum, en félagið hefur samið við Ariel
Hearn, 26 ára leikstjórnanda, um að
leika með liðinu. Hearn kemur frá
Saarlouis í Þýskalandi. Fjölniskonur
eru á toppi 1. deildar með níu sigra í
tólf leikjum, tveimur stigum á undan
Tindastóli. Þær voru ekki með erlend-
an leikmann fram að áramótum.
Knattspyrnukonan Linda Líf
Boama var á gamlársdag valin íþrótta-
maður Þróttar í Reykjavík fyrir árið
2019, en hún var í stóru hlutverki í liði
Þróttar sem vann sér sæti í úrvals-
deildinni í haust. Hún varð næst-
markahæsti leikmaður 1. deildar með
22 mörk og skoraði tvö mörk í sjö
leikjum fyrir U19 ára landsliðið sem er
komið í milliriðil EM 2020.
Helena Sverrisdóttir var á gamlárs-
dag útnefnd íþróttamaður Vals árið
2019. Hún hefur verið fremsta körfu-
boltakona landsins um árabil og átti
drjúgan þátt í að Valur var nánast
ósigrandi á árinu 2019, en félagið varð
Íslands-, bikar- og deildarmeistari
með Helenu í lykilhlutverki.
FH útnefndi líka sitt fremsta
íþróttafólk á gamlársdag. Þar var
handknattleiksmaðurinn Ásbjörn Frið-
riksson valinn íþróttakarl FH árið 2019
og frjálsíþróttakonan Þórdís Eva
Steinsdóttir var valin íþróttakona FH
2019.
Nýjasti liðsmaður enska knatt-
spyrnuliðsins Liverpool, japanski
sóknarmaðurinn Takumi Minamino, er
ekki löglegur með liðinu í kvöld þegar
það tekur á móti Sheffield United í úr-
valsdeildinni.
Minamino, sem
var keyptur
frá Salzburg
á dögunum,
fær keppn-
isleyfi á morg-
un og gæti því
komið við sögu
á sunnudag-
inn þegar
Liverpool
mætir Ever-
ton í granna-
slag í 3. um-
ferð bikar-
keppninnar.
Eitt
ogannað
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Aron Pálmarsson, lykilmaður í ís-
lenska landsliðinu sem býr sig undir
EM í handknattleik í janúar, hefur
leikið virkilega vel með stórliðinu
Barcelona á keppnistímabilinu. Liðið
er eins og undanfarin ár eitt allra
sterkasta félagslið í heimi og er í
efsta sæti í A-riðli í Meistaradeild
Evrópu. Í þeirri keppni hefur Barce-
lona unnið átta leiki af níu en í riðl-
inum eru frábær lið eins og Paris
Saint-Germain, Pick Szeged og
Flensburg.
„Já, mjög,“ svaraði Aron þegar
hann var spurður hvort hann væri
ánægður með keppnistímabilið fram
til þessa. „Þetta er svipuð uppskrift
og í fyrra hvað það varðar að við töp-
uðum fyrsta leiknum í riðlinum í
Meistaradeildinni. Eftir það höfum
við unnið rest. Við unnum deildabik-
arinn um daginn og erum taplausir í
deildinni. Við getum orðað það þann-
ig að við séum á pari,“ sagði Aron, en
Barcelona er með yfirburðastöðu í
deildinni. Ekki er hins vegar mikið
svigrúm til að misstíga sig í Meist-
aradeildinni, eins og liðið kynntist
snemma sumars þegar úrslitahelgin
fór fram í Köln.
„Ekki er nóg fyrir Barcelona að
komast í Final Four [úrslitahelgina í
Meistaradeildinni]. Það skiptir
mestu máli að vera númer eitt.
Undanúrslitin í Meistaradeildinni á
síðasta tímabili voru gríðarleg von-
brigði vegna þess að við vorum á
góðri siglingu og höfðum átt gott
tímabil en enduðum bara í 3. sæti.
Við lítum á það sem vonbrigði, en á
hverju tímabili er markmiðið að
vinna Meistaradeildina. Engin
breyting er þar á núna.“
Spurður hvort lið Barcelona sé
enn öflugra en í fyrra telur Aron að
svo sé. Hann leikur nú nánast ein-
göngu í skyttustöðunni vinstra meg-
in. Króatinn Luka Cindric sér um að
stjórna spilinu, en hann er af-
skaplega klókur leikmaður.
Yndislegt að spila með Cindric
„Já, ég held það. Við fengum
náttúrlega Cindric, Króata, til
okkar. Hann hefur tekið við miðju-
stöðunni af mér og ég var færður
vinstra megin. Mér finnst það virka
mjög vel og kann mjög vel við mig í
þeirri stöðu. Cindric kemur með
öðruvísi spilamennsku inn í liðið.
Hann flækir hlutina ekki mikið en
leyfir gæðunum að skína í gegn og
mér finnst yndislegt að spila með
honum. Ég hef spilað á móti Cindric
með félagsliði og landsliði. Það er
skelfilegt að spila á móti honum.
Hann er hrikalega sterkur á fót-
unum og fljótur. Hann er af króat-
íska skólanum og nýtur þess að
spila. Er ekki að setja upp einhver
svakaleg leikkerfi. Ég nýt þess að
spila með honum og allt liðið. Hann
hefur því klárlega styrkt liðð. Ég tel
því að við séum með sterkara lið en á
síðasta tímabili,“ sagði Aron, sem
hefur vaxið í hlutverki sínu hjá stór-
liðinu eftir að hann færði sig til
Barcelona frá Ungverjalandi seint á
árinu 2017.
„Ég er í einu af lykilhlutverk-
unum. Það er augljóst. Þar vill mað-
ur vera og ég kann vel við mig í
þeirri stöðu. Maður verður hins veg-
ar að halda sér á tánum og allt það.
Um leið og þú spilar tvo eða þrjá
leiki illa í svona liðið ertu strax kom-
inn aftar í goggunarröðinni. Á
bekknum bíða hungraðir heims-
klassaleikmenn. Auðvitað heldur
það manni á tánum en eins og ég segi
er ég mjög ánægður með stöðu mína
á þessu tímabili,“ sagði Hafnfirð-
ingurinn Aron Pálmarsson þegar
Morgunblaðið tók hann tali á lands-
liðsæfingu á Ásvöllum á dögunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barcelona Aron Pálmarsson og félagar eru á sama stað og vanalega, efstir og ósigraðir á Spáni og í toppbaráttu Meistaradeildarinnar.
Á bekknum bíða
heimsklassaleikmenn
Aron Pálmarsson nýtur sín vel í skyttustöðunni í vetur Telur lið Barcelona
vera enn öflugra en á síðasta tímabili Nauðsynlegt að halda sér á tánum
Katarska knattspyrnufélagið Al-
Arabi kvaddi Birki Bjarnason
landsliðsmann formlega í gær, en
þá lauk tveggja og hálfs mánaðar
dvöl hans hjá félaginu. Birkir gerði
skammtímasamning við Al-Arabi
og var fenginn til að leysa Aron
Einar Gunnarsson af hólmi á meðan
Aron jafnaði sig af meiðslum.
Birkir er því á ný án félags, eins
og hann var frá ágúst og fram í
október eftir að hann fékk sig leyst-
an undan samningi við enska félag-
ið Aston Villa.
Árið 2019 var sérstakt fyrir Birki
því hann spilaði fleiri leiki með ís-
lenska landsliðinu á árinu en deild-
arleiki með félagsliðum sínum.
Birkir fékk aðeins tækifæri í fjór-
um leikjum með Aston Villa frá ára-
mótum, þegar hann tók þátt í að
koma félaginu upp í ensku úrvals-
deildina, og spilaði síðan fimm
deildarleiki með Al-Arabi frá 16.
október til 22. desember.
Á sama tíma lék Birkir alla tíu
leiki Íslands í undankeppni Evr-
ópumótsins á árinu 2019, var í byrj-
unarliði í þeim öllum og skoraði
þrjú mörk. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ísland Landsliðið var aðalvettvangur Birkis Bjarnasonar á árinu 2019.
Spilaði meira með
landsliði en félagsliði