Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 8
8
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Ostakaka Caramel-Brownie Handunnar Falafel bollur Ljúffengar franskar makkarónur Mini Beyglur með fyllingu
Mini Club samlokur Petit Four sælkerabitar
Vegan samósur Canape snittur Vefjur með fyllingu
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
Ljúffengt...
...hagkvæmt og fljótlegt
Veisluþjónustur
Veitingahús - Mötuneyti
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Í kosningunum sem fram fóru íBretlandi í desember lofaði Bor-
is Johnson bættum kjörum lands-
manna. Meðal þess sem ríkisstjórn
hans hyggst gera er að hækka lág-
markslaun 25
ára og eldri í
jafnvirði um
1.380 króna á
tímann í apríl
næstkomandi.
Hér á landi
verða lág-
markslaun í
apríl, sam-
kvæmt samn-
ingum Efl-
ingar, 335.000 krónur á mánuði,
eða 1.933 krónur á tímann fyrir 18
ára og eldri. Fleiri viðmiðanir
mætti taka af töxtum hér en allar
sýna þær hve mikill munur er á lág-
markslaunum í Bretlandi og þeim
sem í boði eru hér á landi.
Af umræðum um kaup og kjörmætti stundum ætla að Ísland
allt væri ein samfelld fátæktar-
gildra. Svo er sem betur fer ekki.
Lífskjör eru almennt góð borin
saman við það sem best þekkist
annars staðar. Að auki fara þau
hratt batnandi. Þetta er mikið
ánægjuefni en um leið er áhyggju-
efni hve margir eiga eftir að semja
um laun sín. Stærstu hóparnir hafa
fyrir löngu lokið samningum og
nær allur hinn almenni markaður
er með samning.
Augljóst er að hvorki ríki,sveitarfélög né þeir sem eftir
eiga að semja á almenna mark-
aðnum geta farið umfram þá samn-
inga sem þegar hafa verið gerðir,
lífskjarasamningana svokölluðu.
Slík framúrkeyrsla myndi setja
þegar gerða samninga í uppnám og
þar með atvinnu- og efnahagslíf
landsmanna. Enginn hefur áhuga á
slíku og ekki heldur því að hafa
samninga áfram ókláraða. Þeim
sem eftir eru þarf að ljúka sem
fyrst.
Betri laun
en í Bretlandi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Ísland er í 18. sæti á árlegum lista
kanadísku rannsóknarstofnunar-
innar Fraser Institute yfir frelsi
landa. Listinn, frelsisvísitalan svo-
kallaða, raðar 162 löndum í röð
eftir því hversu frjálst landið er,
en sæti hvers lands byggist á
tveimur þáttum – frelsi einstak-
lingsins og efnahagslegu frelsi.
Í efsta sæti listans situr Nýja-
Sjáland með 8,88 í einkunn, þar á
eftir kemur Sviss með 8,82 og í
þriðja sæti situr sjálfstjórnarhér-
aðið Hong Kong með 8,81 í ein-
kunn. Næst koma Kanada og
Ástralía.
Sem fyrr segir situr Ísland í átj-
ánda sæti listans með 8,41 í ein-
kunn.
Í jöfnu Fraser Institute um
hversu frjálst land er eru fjöl-
margar breytur en sem dæmi
byggist þátturinn um frelsi ein-
staklingsins m.a. á því hvort fólki
er frjálst að ferðast innanlands og
utanlands, öryggi kvenna og frelsi
til að skilja við maka. Í efnahags-
lega frelsinu er m.a. tekið inn í
matið hversu frjálst flæði fjár-
magns og fólks er, hversu mikið af
eignum ríkið á og hversu sjálf-
stæðir dómstólar eru.
Athygli vekur að í sumum mats-
flokkum hefur einkunn Íslands
sveiflast nokkuð milli ára en hefur
staðið í stað í flestum öðrum. Sem
dæmi var Ísland með 8,7 í einkunn
í flokki um lagalegar hömlur á trú-
frelsi árið 2011, en er með 4,8 árið
2017, en nýjustu einkunnir byggj-
ast á ástandi 2017. Þá var einkunn
vegna lagasetningar sem hefur
áhrif á fjölmiðla 9,7 á árunum
2008-2010, en var komin niður í 8,7
á árunum 2017-2017.
Ísland 18. frjálsasta land í heiminum
Nýja-Sjáland, Sviss og Hong Kong í efstu sætum á lista Fraser Institute
Sverrir Ólafsson
myndhöggvari lést á
mánudaginn 30.
desember, 71 árs að
aldri.
Sverrir fæddist í
Bíldudal 13. maí 1948
og var sonur Ólafs Páls
Jónassonar héraðs-
læknis frá Ósi í Arnar-
firði og Ástu Jóhönnu
Jónínu Guðmunds-
dóttur húsmóður frá
Reykjavík. Sverrir ólst
upp í Stykkishólmi og
gekk í barnaskóla þar.
Árið 1969 tók hann
kennarapróf frá Kennaraskóla Ís-
lands. Sverrir lauk námi frá mynd-
höggvaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1976. Einnig
lagði hann stund á nám í málm-
tækni og var við nám í glerskurðar-
skúlptúr í Cambridge á Englandi og
var gestalistamaður þar á árunum
1980-1983. Hann lagði einnig stund
á nám í stjórnun og markaðs-
setningu menningarstofnana við
Háskóla Íslands og sótti auk þess
ýmis myndlistar- og tækninámskeið
hér á landi og fór í námsferðir víða
um heim, til Bandaríkjanna, Frakk-
lands, Ítalíu, Þýskalands og
Norðurlandanna.
Sverrir kenndi mynd- og hand-
mennt við Víðisstaðaskóla og
Lækjarskóla í Hafnarfirði á árunum
1969-1973 og kenndi við Myndlista-
og handíðaskóla Ís-
lands 1984-1985.
Sverrir hafði vinnu-
aðstöðu á Korpúlfs-
stöðum í yfir áratug
og var um margra ára
skeið brautryðjandi í
uppbyggingu menn-
ingarmála í Hafnar-
firði, en hann stofnaði
Listamiðstöðina
Straum í Hafnarfirði
árið 1988 og veitti
henni forstöðu á með-
an hún var starfandi,
eða til ársins 2001. Þá
hafði Sverrir einnig
frumkvæði að stofnun Alþjóðlega
höggmyndagarðsins í Hafnarfirði
og hafði yfirumsjón með honum um
langt árabil auk þess sem hann kom
að undirbúningi og framkvæmd
Listahátíðar Hafnafjarðar.
Sverrir tók þátt í fjölda sýninga
víða um heim og er verk hans að
finna á fjölmörgum opinberum söfn-
um hérlendis sem erlendis. Þá eru
verk hans í fjölda einkasafna í
mörgum löndum.
Sverrir hlaut fjölda viðurkenn-
inga fyrir störf sín að menningar-
málum á alþjóðlegum vettvangi,
m.a. í Mexíkó þar sem hann starfaði
lengi að list sinni.
Sverrir lætur eftir sig sex börn,
þau Ólaf Gunnar, Hákon Sverri,
Erik Edward, Katrínu Nicola, Jón
Ferdínand og Henning Hrafn.
Andlát
Sverrir Ólafsson