Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýjum Grundfirðingum, fæddum á árinu 2019, var fagnað með skemmtilegum og hefðbundnum hætti á gamlársdag. Áralöng hefð er fyrir því að boðið sé til samkomu í lok ársins þar sem börnin eru boðin velkomin í heiminn með gjöfum frá sveitungum sínum. Það er Grundar- fjarðarbær sem að þessu stendur í samstarfi við Leikskólann Sólvelli, Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Grundarfirði og Slysavarnadeildina Snæbjörg. Sjö drengir og níu stúlkur Alls eru börn ársins 2019 í Grundarfirði 16 talsins: sjö drengir og níu stúlkur. Börnin 2018 voru tíu talsins og þegar aðflutningur fólks í byggðarlagið er tekinn með eru þau nú alls orðin fjórtán. „Grundfirðingum er að fjölga,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Í okkar litlu samfélögum skiptir hver ein- staklingur miklu máli. Þetta er sú leið sem samfélag okkar fer til að bjóða nýjustu íbúana sérstaklega velkomna. Það þarf nefnilega heilt þorp til að ala upp barn, eins og oft er sagt. Þannig er þetta líka hugsað til að minna okkur öll á gildi þess að hlúa hvert að öðru, ekki síst börn- unum, til að rækta gott samfélag.“ Hverju barni og foreldrum þess eru færð að gjöf hagnýtur fatnaður, tannbursti, bækur og bæklingur frá leikskólanum, auk þess sem með fylgja endurskinsmerki og leiðbein- ingar til foreldra, til dæmis gátlisti um öryggi barna á heimili. Gjöfin hefur verið kölluð „sængurgjöf sam- félagsins“ og er hluti af fjölskyldu- stefnu Grundfirðinga, sem sett var 2006. Hugmyndin átti þá rætur sínar að rekja til Finnlands, þar sem tíðk- ast hafði að gefa börnum hagnýtar gjafir í kassa sem mátti síðan breyta í vöggu. Fleiri sveitarfélög á Íslandi hafa tekið upp þennan sið, svo sem Borgarbyggð. Grundfirðingar eru nú skv. nýj- ustu tölum á vef Hagstofu Íslands um 880 talsins. Vöxtur og viðgangur „Staðan er góð og framtíðin er björt. Við vitum ekki á þessum tíma- punkti hve margra nýbura er að vænta í bæinn á næstunni, en taka ber fram að í Grundarfirði er fjöldi ungs fólks á barneignaaldri sem ætti að gefa vísbendingar. Já, við erum vel sett með leikskóla, þar sem öll börn komast að tólf mánaða og fara fimm ára gömul í deild sem er sam- rekin með grunnskólanum,“ segir Björg Ágústsdóttir og getur þess að flest í byggðarlaginu hafi á liðnu ári einkennst af vexti og viðgangi. Nýir bátar hafi komið í skipastól út- gerðarinnar í bænum, hátæknivætt frystihús verið tekið í notkun og ferðaþjónustan blómstri. Aðkallandi verkefni sé því að fleiri íbúðir verði byggðar, því margir vilji flytja í bæinn en hafi ekki fengið þak yfir höfuðið. Nýjum Grundfirðingum fæddum 2019 fagnað  16 nýir bæjarbúar  Heilt þorp þarf til að ala upp barn Ljósmynd/Olga S. Einarsdóttir. Barnalán Grundarfjarðarbörn ársins 2019 með foreldrum sínum. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri er lengst til hægri. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Töluvert var um að illa flokkuðu rusli væri skilað til endurvinnslustöðva SORPU yfir hátíðirnar, en plast sem barst í pappírsgáma með jólapappír var sérstaklega áberandi vandamál. Mun þetta valda því að hluti þess farms sem átti að vera endurunninn verður þess í stað sendur til urðunar. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva SORPU, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Vill hann hvetja fólk til að flokka umbúðir af jólagjöfum betur og gæta að plastböndum og öðru sem geti flækst með jólapappír. „Það er mjög óheppilegt þegar plastinu er blandað svona saman við. Við viljum sjá sterkari merki um að fólk flokki þetta betur. Ef það finnur ekki út úr þessu á að setja þetta í blandað rusl en ekki sem flokkað efni. Óflokkaður og illa flokkaður úrgang- ur skemmir fyrir flokkaða efninu,“ segir Guðmundur. Meira vandamál nú en áður Hann segir illa flokkaðan úrgang valda aukinni vinnu og staðfestir að hluti ruslsins verði felldur og sendur til urðunar að þessu sinni. Guðmundur segir vandamálið ekki vera nýtt af nálinni en það hafi verið áberandi núna. Kveðst hann ekki geta sagt til um það hver ástæðan fyrir því sé. „Það gengur mikið á á jólunum. Sumir gera þetta rosalega vel. Þetta er liggur við samanbrotið og straujað og alveg upp á tíu. En svo eru aðrir sem eru ekki alveg með hugann við það sem þeir eru að gera og þá fer þetta ekki vel,“ segir hann. Flugeldar blandaður úrgangur Úrgangur í tengslum við flugelda byrjaði að sögn Guðmundar að skila sér í gær, en hann segir að Lands- björg og aðrar flugeldasölur hafi komið til móts við SORPU og sett upp nokkra gáma við sölustaði sína í gær til að taka á móti flugeldaúr- gangi. Endurvinnslustöðvar og al- mennir móttökustaðir SORPU eru þó opnir almenningi í dag og vill Guð- mundur hvetja fólk til að skila inn úr- gangi frá áramótum sem fyrst. „Við hvetjum fólk til að drífa í því á meðan það er ekki snjór yfir öllu að hreinsa þetta upp og koma þessu í réttan farveg,“ segir Guðmundur og bendir á að stærstur hluti flugelda- úrgangs eigi að fara í blandaðan úr- gang en spýtur flokkist með timbri og kassar utan af flugeldunum flokkist yfirleitt sem bylgjupappi. „Það væri alveg frábært, áður en þetta frýs fast og treðst niður,“ segir Guðmundur að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaflokkun Mikið var um að plastbönd og plastpokar fylgdu jólapappír í pappírsgáma um jólin og þarf því að urða hluta þess sem átti að endurvinna. Plast áberandi með jólapappír  SORPA þarf að urða hluta farmsins Svanhildur Erla J. Levy, fyrrverandi kaupmaður og hús- móðir, lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík aðfaranótt gamlársdags, 82 ára að aldri. Erla var fædd í Hrísakoti á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu 4. september ár- ið 1937, dóttir hjón- anna Jóhannesar Helga Eggertssonar Levy oddvita og Marsibilar Sigurrósar Jennýjar Jóhannesdóttur Levy, sem voru bændur í Hrísakoti allan sinn starfsaldur. Eftirlifandi eiginmaður Erlu er Gunnlaugur Guðmundsson, fædd- ur í Vesturhópshólum í Vesturhópi í sömu sveit 8. febrúar 1931, fyrr- verandi kaupmaður í Reykjavík. Þau voru gefin saman 8. desember árið 1956. Þau eignuðust fimm börn og lifa fjögur þeirra móður sína. Garðar, fæddur 11. desember 1956, drengur fæddur 29. desem- ber 1957, dáinn 31. desember 1957, Gunnlaugur Sævar, fæddur 29. desember 1958, Hildur, fædd 25. júní 1965, og Ás- laug, fædd 23. októ- ber 1973. Erla og Gunn- laugur ráku um ára- tugaskeið mat- og ný- lenduvöruverslunina Gunnlaugsbúð, sem lengst af starfaði á Freyjugötu 15 á horni Baldursgötu en síðar í verslunar- miðstöðinni við Hverafold 1 til 5 í Grafarvogi, en þau reistu það hús og áttu að stærstum hluta um ára- bil. Þá ráku þau söluturninn Foldaskálann í Hverafold og Sportbúð Grafarvogs. Erla var virk í starfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík og sat um árabil í stjórn Sjálfstæðis- félagsins í Smáíbúða- og Foss- vogshverfi. Þá tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Bústaðasóknar og sat í stjórn þess um árabil. Andlát Svanhildur Erla J. Levy ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.