Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
„ÞÚ GETUR EKKI ENDALAUST HLAUPIÐ
FRÁ TILFINNINGUM ÞÍNUM.”
„Æ, EKKI HÆTTA AÐ SYNGJA! ÞÚ ERT MEÐ
DÁSAMLEGA SÖNGRÖDD.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... síðasta manneskjan
sem þú hugsar um í lok
dags.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HORFÐI Á „árás heilasugu-
augans” seint í gær
FYRIRGEFÐUSTÓR MISTÖK
ÉG ER NÝR HÉRNA. ER
MATURINN SEM HEPPNI
EDDI ELDAR JAFNÓÆTUR
OG ÉG HEF HEYRT?
EKKI Á
FÖSTU-
DÖGUM!
GJÖRIÐI SVO VEL …
HRÆGAMMASARPA-
KÁSSA!
GUÐI SÉ LOF
AÐ ÞAÐ ER
FÖSTUDAGUR!
kvæmdastjóri Háskólans á Akureyri,
Börn: Darri Rafn, f. 1991, Hildur
María, f. 1994, Agnes Erla, f. 1996; 7)
Jóhann Ólafur, f. 18.12. 1966, tón-
listarmaður. Maki: Gunnhildur Arn-
arsdóttir flugfreyja. Börn: Katrín
Ásta, f. 1995, Eyþór Trausti, f. 1997;
8) Ingvi Rafn, f. 9.10. 1970, tónlistar-
maður og tónlistarkennari. Barn: Páll
Veigar, f. 2001.
Foreldrar Ingva Rafns voru hjónin
Jóhann Ó. Haraldsson, f. 19.8. 1902,
d. 7.2. 1966, tónskáld og endurskoð-
andi KEA, og Þorbjörg Stefáns-
dóttir, f. 11.7. 1899, d. 11.12. 1931,
húsmóðir. Seinni kona Jóhanns og
stjúpmóðir Ingva Rafns var María
Kristjánsdóttir, f. 24.3. 1913, d. 5.10.
1991, húsmóðir á Akureyri. Fóstur-
foreldrar voru Anna Soffía Jónsdóttir
og Baldvin Sigurðsson á Ási á Þela-
mörk frá 1936-1942 og Sverrir Bald-
vinsson og Álfheiður Ármannsdóttir í
Skógum á Þelamörk frá 1942-1946.
Ingvi Rafn Jóhannsson
Þorbjörg Stefánsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Bogi
Ágústsson
frétta-
maður
Jónína Pálsdóttir
húsfreyja á Ytra-
Brennihóli í Arnarneshr.
og á Akureyri
Elísabet Bogadóttir
húsfreyja á
Akureyri, í Rvík og
Grindavík
Jónína Guðný
Guðjónsdóttir
húsfreyja á
Seltjarnarnesi og
í Flórída
Eiríkur
Stefánsson
kennari á
Akureyri og í Rvík
Haukur Eiríksson
skrifstofu maður
á Akureyri og
blaða maður í
Rvík
Eiríkur
Hauks son
kennari og
söngvari
Marinó L. Stefánsson
kennari á Akureyri og í Rvík
Svava Fells kennari í Reykjavík
Sigurrós Þorláksdóttir
húsfreyja á Vöglum og Efri-Vindheimum
Bjarni Arngrímsson
bóndi og hreppstjóri
á Vöglum og Efri-
Vindheimum á Þelamörk
Svanfríður Bjarnadóttir
húsfreyja á Refsstöðum og
síðar Skógum á Þelamörk
Frímann B. Arngrímsson
fyrsti rafmagnsverkfræðingur
Íslendinga, lærði í Ameríku
Laufey Haraldsdóttir húsfreyja í Skógum
á Þelamörk og á Akureyri, eiginkona Eiríks
Stefánssonar bróður Þorbjargar og móðir Hauks
Eiríkssonar
Stefán Halldór Eiríksson
bóndi á Refsstöðum í Laxárdal, Hún.
Þórunn Jónsdóttir
húsfreyja í Blöndudalshólum
Eiríkur Halldórsson
bóndi í Blöndudalshólum
í Blöndudal, Hún.
Björg Eiríksdóttir
húsfreyja á Sauðárkróki
Elísabet Þórunn Kristjánsdóttir
verslunarmaður og píanókennari
Árni Elvar
píanóleikari
Ólöf Árnadóttir
húsfreyja í Glæsibæ
Jóhann Jóhannsson
bóndi í Glæsibæ í Kræklingahlíð
Katrín Jóhannsdóttir
húsfreyja á Dagverðareyri
Haraldur Pálsson
bóndi og organisti á Dagverðareyri í Kræklingahlíð, Eyj.
Elísabet Friðrika Jónsdóttir
húsfreyja í Brekku
Páll Pálsson
bóndi í Brekku í
Kaupangssveit
Úr frændgarði Ingva Rafns Jóhannssonar
Jóhann Ó. Haraldsson
tónskáld á Akureyri
Um áramót velta menn framtíð-inni fyrir sér eins og Jóhann
Hannesson víkur að í þessari limru:
Ég veit um óvitlausa menn
sem vilja ekki trúa því enn
að þó vond þyki samtíðin
verður samt framtíðin
verri. Þeir trúa því senn.
Og hér eru fjórar japanskar hæk-
ur í þýðingu Helga:
Nýárs-drauminn minn
geymi ég sem leyndarmál
og bara kími.
Enn er liðið ár,
ennþá ber ég hatt og skó
pílagríms á jörð.
Þennan nýársdag
skal sá vera velkominn
sem treður snjóinn.
Er lífið of stutt?
Mér þykir mig hafa dreymt
lengi – of lengi.
Og hver hugsar ekki um tímann
um áramót? Því er ekki úr vegi að
rifja upp „Tímann“ eftir Pál Ólafs-
son:
Tíminn mínar treinir ævi-stundir,
líkt sem kempa’ er teygð við tein
treinir hann mér sérhvert mein.
Skyldi’ hann eftir eiga’ að hespa, spóla
og rekja mína lífsins leið
láta’ í höföld, draga’ í skeið?
Skyldi’ hann eftir eiga’ að slíta, hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til og frá?
Skyldi’ hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?
Skyldi’ hann eftir eiga mig að bæta?
Það get ég ekki giskað á;
en gaman held ég verði þá.
Indriði Þorkelsson á Fjalli orti og
kallaði „Fyrsti og annar“:
Fyrsti janúar farinn.
Og falinn sjónum manns.
Er nú þó aftur kominn
annar í staðinn hans.
Sá er nú sýnu verri.
Samt hann velkominn bið.
Hann er þó alltaf hlekkur,
sem heldur festinni við.
Þar læt ég nótt sem nemur.
Nálgast sú raun hvers manns,
þá einn fer, og aldrei kemur
annar í staðinn hans.
Indriði orti á nýársdag 1927:
Duftkorn yndis. Dropi társ.
Dagstund fyrst hins nýja árs.
Ýmsum glóbjört, öðrum dimm.
Ein af 365.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nýársdraumur og tíminn Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.