Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 32
ER HAFIN! ALLT AÐ 70% AF VÖLDUM VÖRUM 27. des. - 6. feb. Útsalan ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Nýlistasafnið var stofnað fyrir 42 árum og verður haldið upp á afmæl- ið á laugardag, 4. janúar, með af- mælis- og nýársfögnuði sem mun sprengja alla stærðarskala, eins og það er orðað á fésbók. Tónlistar- og gjörningadagskrá verður í safninu í Marshallhúsi, gin-bar og happ- drætti. Húsið verður opnað kl. 20 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Nýlistasafnið fagnar 42 ára afmæli FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur notið sín vel sem skytta í stórliði Barcelona á yfirstandandi keppnistímabili, „Ég er í einu af lykilhlutverkunum. Þar vill maður vera og ég kann vel við mig í þeirri stöðu. Maður verður hins vegar að halda sér á tánum,“ segir Aron, sem býr sig undir Evrópumótið með landsliði Íslands. »27 Maður verður að halda sér á tánum ÍÞRÓTTIR MENNING Kvikmyndin Gull- regn eftir leikstjór- ann Ragnar Braga- son verður forsýnd boðsgestum á sunnudaginn og hefjast almennar sýningar í næstu viku. Handritið skrifaði Ragnar upp úr samnefndu leikriti sínu sem hann hlaut Grímu- verðlaun fyrir árið 2013 sem besti leikstjóri. Í Gullregni segir af Ind- íönu, sem býr í lítilli íbúð í Fella- hverfi í Breiðholti þar sem hún lifir á bótum þótt hún sé alheilbrigð og fyrirlítur fólk af erlendum uppruna. Með helstu hlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Karolina Gruszka. Gullregn með fyrstu kvikmyndum ársins Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, skrif- stofustjóri Sjálfstæðisflokksins, lét af störfum um áramótin eftir um 38 ára starfsferil. „Ég var fyrst í smá- tíma á skrifstofunni vegna utankjör- fundar, en svo hringdi Kjartan Gunnarsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri flokksins, og bað mig um að leysa af vegna sumarfría frá 1. júlí 1982,“ segir hún. „Ég svaraði því til að ég skyldi vera í mánuð og hér hef ég verið þar til nú.“ Það segir sig sjálft að engin logn- molla ríkir á skrifstofu fjölmennasta stjórnmálaflokks landsins. „Það hef- ur verið ofboðslega gefandi að vinna fyrir flokkinn, mjög gaman og frá- bært samstarfsfólk,“ segir Petrea og hún segir að samstarfið með unglið- unum hafi ekki síst verið skemmti- legt. „„Ég hef stundum gleymt því að ég er 40 árum eldri en þetta unga fólk,“ segir hún. „Ég hef kynnst ógrynni fólks í flokknum úti um allt land og það er fyrst og fremst ástæða þess að ég hef ekki flutt mig um set. Ég gerði nokkrar tilraunir til þess að hætta, fékk þrisvar tilboð um miklu betur launuð störf, en þegar ég hugs- aði málið og spurði sjálfa mig hvað ég ætlaði að gera, þegar kæmu kosn- ingar og landsfundir, gat ég ómögu- lega farið. Starfið var alltof gefandi til að sleppa því og samstarfsfólkið eins og stórfjölskylda mín.“ Sex framkvæmdastjórar Stjórnmál hafa verið sem rauður þráður í lífi Petreu. „Ég hef verið sjálfstæðismaður frá fæðingu og byrjaði tíu ára gömul að bera út blöð- in fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akra- nesi,“ leggur hún áherslu á. Sjálf- stæðismaðurinn Jón Árnason, faðir hennar, var alþingismaður Borgfirð- inga 1959 og alþingismaður Vestur- lands 1959-1977. „Hann var í bæjar- stjórn á Akranesi þegar ég fæddist og pólitíkin hefur fylgt mér síðan.“ Sjálf sat hún í bæjarstjórn Sel- tjarnarness 1990-1998 og var vara- maður 1986-1990. „Það var frábær reynsla að vinna með Sigurgeiri Sig- urðssyni, bæjarstjóra á Seltjarnar- nesi,“ rifjar hún upp. „Hann var svo sanngjarn og ef maður brann fyrir einhverju máli og lagði það tilbúið fyrir hann var hann heilshugar að baki alla leið.“ Petrea vann með sex fram- kvæmdastjórum Sjálfstæðisflokks- ins og ber þeim öllum vel söguna. Fyrst voru Kjartan Gunnarsson og Inga Jóna Þórðardóttir við stjórnvöl- inn en hún hætti fljótlega og þá var Kjartan einn framkvæmdastjóri þar til hann hætti 2006 og Andri Óttars- son tók við. Gréta Ingþórsdóttir tók tímabundið við starfinu í apríl 2009 og Jónmundur Guðmarsson var síð- an ráðinn í júní sama ár. Þórður Þór- arinsson hefur verið framkvæmda- stjóri flokksins frá því í mars 2014. „Það hefur hver sitt göngulag en þetta er allt yndislegt fólk,“ segir Petrea. Vinnan hefur oft gengið fyrir öllu öðru. „Þegar tæknin var ekki eins mikil þurfti að vinna fyrir kosningar og landsfundi myrkranna á milli. Þá var ekki farið heim klukkan fimm að degi heldur kannski klukkan fimm að morgni.“ Kristinn Guðmundsson, eiginmaður Petreu, hætti líka að vinna um áramótin og hún sér fram á skemmtilega tíma. „Við ætlum að njóta þess að vera til, heimsækja börnin og fjölskyldur þeirra í Dan- mörku og Svíþjóð, fara í golf og ganga um landið,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Með framkvæmdastjórum Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir starfslokahófi Petreu. Frá vinstri: Jónmundur Guðmarsson, Þórður Þórarinsson, Petrea, Kjartan Gunnarsson, Gréta Ingþórsdóttir og Andri Óttarsson. Mánuður varð að 38 árum  Petrea Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið sjálfstæðiskona frá fæðingu  Gefandi að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.