Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
60 ára Alexander er
Kópavogsbúi, ólst upp í
austurbænum þar en
býr í Smárahverfinu.
Hann er viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Ís-
lands, rekstrar-
hagfræðingur frá
University of Central Florida og verk-
efnastjóri. Hann er sérfræðingur hjá Fjár-
málaeftirlitinu/Seðlabankanum.
Alexander hefur m.a. setið í stjórn Verk-
efnastjórnunarfélags Íslands, Tennis-
sambands Íslands og nefndum og ráðum
á vegum Breiðabliks.
Börn: Stefán Arnar, f. 1992, og Hildur, f.
1996.
Foreldrar: Þórir Daníelsson, f. 1917, d.
2009, starfaði lengst af hjá Mjólkursam-
sölunni, og Guðmunda Alexandersdóttir,
f. 1926, d. 1996, vann lengst af í Digra-
nesskóla. Þau voru búsett í Kópavogi.
Alexander Þórisson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Haltu þig við fyrri áætlanir. Fólk
treystir á þig í auknum mæli. Haltu þig
frá þeim sem þú treystir ekki.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú sýnir ást þína að hluta til með
því að gefa ráð. Gættu þess að bíllinn
sé í lagi og gefðu þér góðan tíma á
næstu vikum í áhugamálin þín, þau hafa
setið á hakanum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fólk er tilbúið að létta undir
með þér. Leystu eigin vandamál áður en
þú fæst við vanda annarra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Kjörorð dagsins er samvinna
svo nú er að láta hendur standa fram úr
ermum. Vandamál heimsins eru ekki öll
þér að kenna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Veldu að vera bjartsýn/n, þannig
verður lífið auðveldara. Skilaboð sem þú
færð eiga eftir að breyta miklu fyrir fjöl-
skyldu þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sýndu samstarfsfólki þínu og
vandamálum á vinnustað þolinmæði í
dag. Haltu trúnað ef þú ert beðin/n um
það.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sum verkefni eru þess eðlis að þau
þarf að leysa í samráði við aðra. Þú
kemur miklu í verk næstu vikurnar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú verður að láta heilsuna
ganga fyrir öllu öðru. Gakktu úr skugga
um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt.
Fólk opnar sig fyrir þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú sérð fram á minni vinnu
og betri tíma. Láttu því ekki smávegis
andstreymi á þig fá og horfðu vongóð/
ur fram á veginn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú lætur þig dreyma glæsta
framtíðardrauma. Láttu samt ekki bið-
ina eftir viðurkenningu halda fyrir þér
vöku.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gætir öðlast nýja sýn á
vin þinn í dag eða komist að einhverju
óvæntu um hann. Gerðu þér dagamun
út af vel unnu verkefni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki hefja ástarsamband fyrr en
þú ert tilbúin/n til þess. Gefðu þér góð-
an tíma. Árið verður þér gjöfult.
ekki. Þegar ég var vinnandi úti um
allt og heyrði í manni eða konu syngja
með sjálfri sér við vinnu sína fannst
mér að þarna væri manneskja sem
liði bara vel.“ Aðspurður segist Ingvi
Rafn fyrst hafa sungið fyrir aðra þeg-
ar hann var á fjórða ári. „Þá var ég
fenginn til að syngja fyrir konu sem
hélt teboð. Hún bað mig að syngja í
öðru teboði en ég var tregur til að
Geysi með gullmerki kórsins í
tengslum við 90 ára afmæli hans og
Karlakórinn Fóstbræður sæmdi
hann vinamerki kórsins vegna sam-
starfs og tengsla kóranna og „Fóst-
bræðralagsins“, sem faðir Ingva
Rafns, Jóhann Ó. Haraldsson, samdi
til kórsins.
„Ég tel mig hafa uppgötvað sem
ungur maður að reiðir menn syngja
I
ngvi Rafn Jóhannsson fædd-
ist 1. janúar 1930 á Akureyri
og ólst þar upp til sex ára
aldurs, er hann fluttist til
fósturforeldra sinna að Ási á
Þelamörk. Meiningin var að Ingvi
Rafn yrði eitt ár á Ási en að því ári
loknu vildi hann vera áfram hjá
fósturforeldrum sínum. Það var ávallt
gott samband við föður hans og flutti
Ingvi Rafn til föður síns og stjúpu á
Akureyri 1947 þegar hann hóf nám í
Iðnskólanum.
Ingvi Rafn lauk prófi frá Iðnskól-
anum á Akureyri 1951, sveinsprófi í
rafvirkjun 1953 og fékk meistarabréf
1957.
Árið 1954 hóf Ingvi Rafn sjálf-
stæðan atvinnurekstur með öðrum en
frá 1961 til 1994 rak hann eigið fyrir-
tæki, Raftækni. Ingvi Rafn var for-
maður Rafvirkjafélags Akureyrar
1953-1957, formaður Rafvirkjameist-
arafélags Akureyrar og síðar Félags
rafverktaka á Norðurlandi í 13 ár.
Hann sat í stjórn LÍR í níu ár og var
einnig formaður í Norðlenskum raf-
verktökum hf., lengst af frá stofnun
þess 1982. „Það voru margar sveiflur
í rekstrinum en ég slapp og veit ekki
til þess að neinn eigi kröfur á mig.“
Ingvi Rafn starfaði í kórum á
Akureyri óslitið frá árinu 1951 til
2017, fyrst í Kantötukór Akureyrar,
síðan í Karlakór Akureyrar í 17 ár,
þar sem hann var lengst af í stjórn og
formaður í eitt ár. Frá 1973 starfaði
Ingvi Rafn í Karlakórnum Geysi og
var einnig formaður þar. Árið 1990
sameinuðust Karlakór Akureyrar og
Karlakórinn Geysir og starfaði Ingvi
Rafn þar til ársins 2010 og var hann
fyrsti formaður nýs sameinaðs kórs.
Ingvi starfaði samhliða karlakórnum
í Kór aldraðra, „Í fínu formi“, fram til
ársins 2017. Með þessum kórum hef-
ur hann oft verið einsöngvari. Þá er
ógetið söngs með blönduðum kórum
og kirkjukórum á Akureyri og ná-
grenni og einnig söng Ingvi Rafn í
karlakvartett sem söng við jarðar-
farir. Ingvi Rafn söng á ferli sínum
við um 1.000 jarðarfarir.
Ingvi Rafn fékk viðurkenningu hjá
Sambandi Íslenskra karlakóra fyrir
störf sín að söngmálum. Hann var
heiðraður af Karlakór Akureyrar
mæta aftur því ég fékk ekki nammi
fyrir flutninginn. Hún hefur sagt
þetta við vinkonur sínar því ég fékk
nammi fyrir seinni flutninginn.“
Ingvi hélt upp á afmælið í gær í
faðmi fjölskyldunnar. „Ég á 40 af-
komendur, en sú yngsta fæddist í
sumar. Öll eru á lífi og það er mikil
gæfa.“
Fjölskylda
Eiginkona Ingva Rafns er Sólveig
Jónsdóttir, f. 18.8. 1932, d. 9.3. 2002,
húsmóðir. Foreldrar hennar voru
hjónin Jón Sigfús Hermannsson, f.
29.6. 1894, d. 29.12. 1991, bóndi og
sjómaður á Sæbóli og síðar Læk í
Aðalvík, og Elinóra Guðbjartsdóttir,
f. 1.9. 1898, d. 4.8. 1971, húsmóðir.
Börn Ingva Rafns og Sólveigar
eru: 1) Þorbjörg, f. 18.1. 1953, sjúkra-
liði á Akureyri. Maki: Ólafur Tr.
Kjartansson rafvirkjameistari. Börn:
Kjartan, f. 1974, Ólafur Tryggvi, f.
1975, Sólveig María, f. 1984. Barna-
börn: Sólrún Svava, f. 2000, Sunneva,
f. 2002, Helga Björg, f. 2006, Ágúst
Óli, f. 2003, Kári Gunnar, f. 2007,
Ólafur Darri, f. 2014, Óli Gunnar, f.
2012 , Jakob Þór, f. 2015; 2) Sólveig
Sigurrós, f. 27.5. 1954, kennari á
Akureyri. Barn: Smári Rafn Teitsson
1974; 3) Svanfríður, f. 4.12. 1955,
danskennari og framkvæmdastjóri á
Selá við Hauganes. Maki: Pétur Ein-
arsson lögfræðingur og fyrrverandi
flugmálastjóri. Börn: Stefanía Tinna
Erikson Warren, f. 1985, Sindri
Steinarsson, f. 1990. Barnabörn: Balt-
asar Ezra Bellay, f. 2014, Audrey
Evia Elinora Bellay, f. 2017; 4) María
Björk, f. 20.12. 1959, félagsráðgjafi og
framkvæmdastjóri N4. Maki: Ómar
Bragi Stefánsson, verkefnastjóri hjá
UMFÍ. Börn: Stefán Arnar, f. 1982,
Ingvi Hrannar, f. 1986, Ásthildur, f.
2000. Barnabörn: Stefán Eiríkur, f.
2013, Ómar Trausti, f. 2015, Matt-
hildur María, f. 2019; 5) Katrín Elfa, f.
5.2. 1961, hótelstjóri. Barn: Jóhanna
Tania Haraldsdóttir, f. 1985. Barna-
börn: Mía Andreasdóttir Palmstrøm,
f. 2013, Johan Andreasson Palm-
strøm, f. 2016, Filip Andreasson
Palmstrøm, f. 2018; 6) Eyrún Svava,
f. 26.4. 1964, talmeinafræðingur.
Maki: Hólmar Svansson, fram-
Ingvi Rafn Jóhannsson rafvirkjameistari – 90 ára
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Fjölskyldan Á heiðurstónleikum sem haldnir voru í tilefni 90 ára afmælis
Ingva Rafns í Akureyrarkirkju 28. desember síðastliðinn.
Reiðir menn syngja ekki
Hjónin Ingvi Rafn og Sollý í stangveiði í Fnjóská.
50 ára Einar er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Breiðholti og býr í
Grafarvogi. Hann út-
skrifaðist frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík
með blásarakennara-
próf og einleikarapróf
og lauk meistaranámi í básúnuleik frá
State University of New York. Einar er
stjórnandi Skólahljómsveitar Grafarvogs
og er leiðandi básúnuleikari í Stórsveit
Reykjavíkur.
Maki: Halldóra Jónsdóttir, f. 1970,
yfirlæknir á geðdeild Landspítalans.
Börn: Ásgrímur Ari, f. 1996, Jón Arnar, f.
1998, Unnur Vala, f. 2006, og Baldur
Hrafn, f. 2009.
Foreldrar: Jón Ármann Arason, f. 1946,
smiður, búsettur í Reykjavík, og Þóra
Einarsdóttir, f. 1946, vann í launadeild
Icelandair, búsett í Garðabæ.
Einar Jónsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is