Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 12
 Ártal síðasta riðutilfellis Hvenær riðuhöftum verður að óbreyttu afl étt í hólfi nu Sauðfjárveikivarnarlínur og riðutilfelli Landnámshólf (að hluta) 2003 Árslok 2023 Vatnsneshólf 2015 Árslok 2035 Húna- og Skagahólf 2019 Árslok 2039 Tröllaskagahólf (að hluta) 2017 Árslok 2037 Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf 2010 Árslok 2030 Biskupstungnahólf 2004 Árslok 2024 Suðurfjarðahólf 2005 Árslok 2025 Heimild: MAST Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt Skjálfandahólf sé talið ósýkt af riðu frá upphafi þessa árs verða enn sjö af 25 sauðfjárveiki- varnahólfum landsins talin sýkt vegna þess að riða hefur komið þar upp á síðustu tuttugu árum. Riðutilfellum hefur fækkað mjög frá því að veikin náði hámarki fyrir um fjórum áratugum. Þá var riða þekkt á rúmlega hundrað bæjum og fannst árlega í næstum því 700 kindum. Gripið var til aðgerða til að stöðva útbreiðslu veikinnar það ár og hert á þeim árið 1986. Í þeim felst meðal annars að öllu fé við- komandi bónda er fargað og um- hverfi, hús og tæki sótthreinsuð. Eitt riðutilfelli á ári Þegar aðgerðir voru hafnar var landinu skipt í 38 varnarhólf og voru 25 þeirra sýkt. Búið er að sam- eina mörg hólf. Svæði er skilgreint sem sýkt í 20 ár eftir að riða hefur verið staðfest. Nú eru varnarhólfin 25 og eru sjö þeirra sýkt, eftir að Skjálfandahólf féll út af lista hinna sýktu svæða nú um áramótin. Undanfarin þrjú ár hefur verið staðfest eitt riðutilfelli á ári á land- inu og tvö til þrjú á árunum 2015 og 2016. Flest hafa tilfellin verið í Skagafirði síðustu árin og riða hef- ur eingöngu komið upp á Norður- landi síðustu fimm árin. Að óbreyttu verður sýkti hluti svokallaðs Landnámshólfs laus úr herkvínni í lok árs 2023, Biskups- tungnahólf tveimur árum síðar og svo Suðurfjarðahólf árið 2025. Lengra er í önnur sauðfjárveiki- varnahólf enda styttra síðan riða hefur komið upp þar. Hólfunum er skipt upp með varnarlínum sem ýmist eru girð- ingar eða náttúrulegar hindranir, svo sem ár. Upphaflegur tilgangur þessa fyrirkomulags var að varna útbreiðslu sauðfjársjúkdóma sem borist höfðu með innflutningi á karakúlfé frá Þýskalandi árið 1933, eins og fram kemur á vef Matvæla- stofnunar. Með aðgerðum stjórn- valda var mæðiveikinni útrýmt en ekki tókst eins vel með garnaveik- ina. Því eru varnarlínurnar enn notaðar til að hindra útbreiðslu hennar. Þær gegna einnig mikil- vægu hlutverki við upprætingu riðuveikinnar og geta haft þýðingu við að hindra útbreiðslu nýrra smitsjúkdóma. Mismunandi staða hólfa Varnarhólf sem talin eru ósýkt hafa mismunandi stöðu. Þannig hafa þau fjögur hólf sem riða hefur aldrei greinst í ein heimild til að selja líflömb um allt land, yfir allar varnarlínur, að fengnu leyfi Mast. Þetta eru Snæfellsneshólf, Vest- fjarðahólf eystra, Norður-Þing- eyjarsýsla og Öræfi. Ekki er heim- ilt að flytja fé inn á þessi svæði og ekki á milli þeirra. Það er gert til að reyna að verja þau gegn smitsjúk- dómum. Engar takmarkanir eru settar á flutninga með lifandi fé milli hjarða innan annarra ósýktra svæða. Meiri hömlur eru á sauðfjárrækt og starfsemi á svæðum sem skil- greind eru sem sýkt svæði. Allir flutningar á fé á milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim eru bann- aðir. Fé sem sleppur yfir varnarlínur skal slátra. Strangar reglur gilda einnig um flutning á tækjum og ýmsum varningi yfir varnarlínur. Tvö hólf eru með sýkt og ósýkt riðusvæði innan sinna vébanda, Tröllaskagahólf og Landnámshólf. Í því fyrrnefnda er Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða á Árskógs- strönd talin sýkt svæði. Sveitar- félögin Ölfus, Hveragerði og Ár- borg og Grafningur eru skilgreind sem sýkt svæði í Landnámshólfi. Sjö varnarhólf sýkt af riðuveiki  Skjálfandahólf nú skilgreint sem ósýkt riðusvæði  Hömlum á flutningi fjár á milli bæja innan svæðisins er þar með aflétt  Bændum í fjórum varnarhólfum heimilt að selja líflömb yfir varnarlínur 12 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Höfundaréttarmál sem afkomendur listamannsins Jóns Kristinssonar höfðuðu síðla árs 2015 gegn afkom- endum Gunnars Bachmann, vegna meintrar óheimillar eftirgerðar á Rafskinnumyndum, verður aftur tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur 7. janúar. Landsréttur dæmdi í mars síðast- liðnum dóm héraðsdóms ómerkan vegna ýmissa annmarka dómsins og vísaði málinu heim í hérað. Héraðs- dómur hafði þá dæmt afkomendum Jóns Kristinssonar 4,9 milljónir með vöxtum í skaða- og miska- bætur, vegna brota á höfundarétti. Sala og sýning á svokölluðum Rafskinnumyndum sem Jón teikn- aði fór fram, en þær voru birtar í flettiauglýsingagrind fyrst árið 1943, í samstarfi við Gunnar Bach- mann, sem kom Rafskinnu á fót ár- ið 1935. Afkomendur Gunnars settu upp sýningu í Gallerí Fold árið 2013 þar sem frummyndir Jóns Krist- jánssonar voru til sölu ásamt eft- irprentunum. Þá voru einnig seld póstkort, veggspjöld og auglýs- ingaspjöld sem sýnd voru á bið- stöðvum Strætó. Töldu afkomendur Jóns að með þessu væri brotið á höfundarétti hans, en sömu kröfur eru nú lagðar fram og fyrir héraðs- dómi í febrúar 2018. Morgunblaðið/Rósa Braga Rafskinnumyndir Afkomendur Gunnars settu upp sýningu árið 2013. Málið tekið upp á ný  Deilt um höfundarrétt Rafskinnu Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Reynir Lyngdal, sem leikstýrði Áramótaskaupi 2019, segist í sam- tali við Morgunblaðið aðeins hafa fengið jákvæð viðbrögð við skaupinu. Er þetta í annað sinn sem Reynir leikstýrir ára- mótaskaupinu, en hann var einn- ig leikstjóri ára- mótaskaupsins 2006. „Ég er mjög glaður með þetta. Mér fannst þetta takast vel hjá okkur. Það var allavega mikið hlegið á mínu heimili,“ segir Reynir, sem segist hafa skemmt sér afskaplega vel við að vinna að skaupinu. „Flestir ef ekki allir sem ég hef heyrt í eru bara ánægðir og fannst þetta skemmtilegt og fyndið,“ segir Reynir. Hann viðurkennir þó að hann hafi ekki farið inn á Twitter þar sem fjöldi Íslendinga hefur tjáð sig um sjónvarpsþáttinn, sem er eins og þekkt er einn sá allra vinsælasti á landinu. Opinn fyrir öðru skaupi Kveðst Reynir hafa fengið fjöl- mörg falleg skilaboð frá fjölmörg- um en segir að skilaboð frá Karli Ágústi Úlfssyni hafi staðið upp úr enda hafi hann mikla reynslu í bransanum. „Það er bara gleði og jákvæðni. Ég er bara rosalega ánægður að hafa fengið að gera þetta aftur með öllu þessu frábæra fólki sem ég vann með. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Reynir. Aðspurður segist hann opinn fyr- ir því að taka aftur að sér leikstjórn áramótaskaupsins en neitar því ekki að því fylgi álag. „Maður væri ekki að þessu ef maður væri of mikið að pæla í því hvað öðrum finnst,“ segir Reynir. Viðbrögð við skaup- inu jákvæð  Reynir hefur þó ekki skoðað Twitter Reynir Lyngdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.