Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 England Manchester City – Everton .................... 2:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 66 mín- úturnar með Everton. Burnley – Aston Villa.............................. 1:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék seinni hálfleikinn með Burnley. Brighton – Chelsea................................... 1:1 Newcastle – Leicester ............................. 0:3 Southampton – Tottenham...................... 1:0 Watford – Wolves..................................... 2:1 Norwich – Crystal Palace........................ 1:1 West Ham – Bournemouth...................... 4:0 Arsenal – Manchester United................. 2:0 Staðan: Liverpool 19 18 1 0 47:14 55 Leicester 21 14 3 4 46:19 45 Manch.City 21 14 2 5 56:24 44 Chelsea 21 11 3 7 36:29 36 Manch.Utd 21 8 7 6 32:25 31 Tottenham 21 8 6 7 36:30 30 Wolves 21 7 9 5 30:27 30 Sheffield Utd 20 7 8 5 23:19 29 Crystal Palace 21 7 7 7 19:23 28 Arsenal 21 6 9 6 28:30 27 Everton 21 7 4 10 24:32 25 Southampton 21 7 4 10 25:38 25 Newcastle 21 7 4 10 20:33 25 Brighton 21 6 6 9 25:29 24 Burnley 21 7 3 11 24:34 24 West Ham 20 6 4 10 25:32 22 Aston Villa 21 6 3 12 27:37 21 Bournemouth 21 5 5 11 20:32 20 Watford 21 4 7 10 17:34 19 Norwich 21 3 5 13 22:41 14 B-deild: Millwall – Luton....................................... 3:1  Jón Daði Böðvarsson var varamaður hjá Millwall og kom ekki við sögu. Birmingham – Wigan............................... 2:3 Bristol City – Brentford .......................... 0:4 Fulham – Reading.................................... 1:2 Huddersfield – Stoke ............................... 2:5 Nottingham Forest – Blackburn ............ 3:2 Preston – Middlesbrough........................ 0:2 QPR – Cardiff ........................................... 6:1 Sheffield Wednesday – Hull.................... 0:1 WBA – Leeds............................................ 1:1 Staðan: Leeds 26 15 7 4 43:21 52 WBA 26 14 10 2 48:28 52 Brentford 26 13 4 9 41:20 43 Nottingham F. 25 12 7 6 34:25 43 Fulham 26 12 6 8 40:30 42 Millwall 26 10 10 6 34:32 40 Sheffield Wed. 26 11 6 9 37:26 39 Hull 26 11 6 9 40:34 39 Preston 26 11 6 9 36:32 39 Swansea 25 10 8 7 31:30 38 Bristol City 26 10 8 8 39:40 38 Cardiff 26 9 10 7 38:40 37 Blackburn 26 10 6 10 34:34 36 Reading 25 10 5 10 33:28 35 QPR 26 10 5 11 44:48 35 Middlesbrough 26 8 9 9 26:32 33 Derby 25 7 9 9 24:33 30 Birmingham 26 8 5 13 31:43 29 Charlton 25 7 7 11 34:36 28 Huddersfield 26 7 7 12 30:42 28 Stoke 26 7 3 16 33:42 24 Wigan 26 5 8 13 24:39 23 Barnsley 25 4 9 12 32:47 21 Luton 26 6 3 17 32:56 21 KNATTSPYRNA Enski boltinn á Símanum Sport Liverpool – Sheffield United.................... 20 Í KVÖLD! Þýskaland Alba Berlín – Mitteldeutscher ....... 116:108  Martin Hermannsson skoraði 14 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 2 fráköst fyrir Alba Berlín en hann lék í 27 mínútur. NBA-deildin Úrslit aðfaranótt gamlársdags: Washington – Miami ........................ 123:105 Orlando – Atlanta ............................... 93:101 Minnesota – Brooklyn ............. (frl.) 122:115 Chicago – Milwaukee ....................... 102:123 Utah – Detroit..................................... 104:81 Portland – Phoenix........................... 116:122 Úrslit á nýársnótt: Indiana – Philadelphia ....................... 115:97 Charlotte – Boston ............................. 92:109 Sacramento – LA Clippers ................ 87:105 San Antonio – Golden State ..... (frl) 117.113 Toronto – Cleveland........................... 117:97 Houston – Denver ............................ 130:104 Oklahoma City – Dallas ................... 106:101 Staðan í Austurdeildinni: Milwaukee 30/5, Boston 23/8, Miami 24/9, Toronto 23/11, Indiana 22/12, Philadelphia 23/13, Brooklyn 16/16, Orlando 14/19, Chi- cago 13/21, Charlotte 13/23, Detroit 12/22, Washington 10/22, Cleveland 10/23, New York 9/24, Atlanta 7/27. Staðan í Vesturdeildinni: LA Lakers 26/7, Denver 23/10, LA Clipp- ers 24/11, Houston 23/11, Dallas 21/12, Utah 21/12, Oklahoma City 18/15, San Ant- onio 14/18, Portland 14/20, Phoenix 13/20, Memphis 13/21, Minnesota 12/20, Sacra- mento 12/22, New Orleans 11/23, Golden State 9/26. KÖRFUBOLTI ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Einvígi Leicester og Manchester City um annað sæti ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu heldur áfram. Liðin slitu sig enn lengra frá fjórða sætinu í gær með góðum sigr- um; Leicester vann Newcastle 3:0 á útivelli og Manchester City lagði Everton 2:1 á heimavelli á meðan Chelsea varð að láta sér lynda jafn- tefli, 1:1, við Brighton á suður- ströndinni. Forskot meistaraefnanna í Liver- pool minnkaði í tíu stig með sigri Leicester en liðið á tvo leiki til góða og mætir Sheffield United á heima- velli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli á 66. mínútu í leik Everton gegn Manchester City í gær og fékk þar með að hvíla sig í fyrsta skipti í fjór- um leikjum Everton um jól og ára- mót, en hann lék í 90 mínútur í hin- um þremur. Gylfi var ekki áberandi í leiknum en lagði þó upp tvö bestu færi Everton á meðan hans naut við. Everton tapaði þarna í fyrsta sinn í sex leikjum síðan Marco Silva var sagt upp störfum sem knattspyrnu- stjóra og var tveggja leikja sigur- ganga undir stjórn Carlo Ancelotti jafnframt stöðvuð. Gabriel Jesus kom City í 2:0 með tveimur mörkum í seinni hálfleik áð- ur en Richarlison minnkaði muninn fyrir Everton. Ayoze Pérez, James Maddison og Hamza Choudhury skoruðu fyrir Leicester í sannfærandi útisigri liðs- ins á Newcastle. „Við erum ekki í baráttu við Liverpool,“ sagði Brend- an Rodgers, stjóri Leicester, þegar hann var spurður um mikilvægi þess að saxa á forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Arteta fagnaði fyrsta sigrinum Mikel Arteta fagnaði fyrsta sigr- inum sem knattspyrnustjóri Arsenal í gærkvöld og hann var í sætari kantinum, 2:0 gegn gömlu keppi- nautunum í Manchester United. Nicolas Pepé og gríski miðvörð- urinn Sokratis skoruðu í fyrri hálf- leik og Arsenal var ekki í teljandi vandræðum með að halda fengnum hlut. Liðið hífði sig þar með upp í tí- unda sætið en United mistókst að minnka bilið á milli sín og Chelsea í slagnum um fjórða sætið. Ings er óstöðvandi Danny Ings skoraði 13. mark sitt fyrir Southampton í deildinni í vetur þegar hann tryggði liðinu sigur á Tottenham í gær, 1:0. Hann hefur nú skorað í átta af síðustu tíu leikjum Dýrlinganna í deildinni, en þeir eru nú komnir upp í tólfta sætið eftir að hafa verið við botninn framan af tímabilinu. Tottenham fjarlægðist hins vegar fjórða sætið og er nú sex stigum á eftir Chelsea í þeim slag.  Íranski knattspyrnumaðurinn Alireza Jahanbakhsh hafði ekki látið mikið fyrir sér fara með Brighton fyrir leik liðsins gegn Bournemouth um jólin. Þar skoraði hann fyrsta mark sitt í úrvalsdeildinni, í 21. leik sínum, og var þar með kominn á bragðið. Jahanbakhsh skoraði í öðr- um leiknum í röð í gær þegar hann gerði glæsimark með hjólhesta- spyrnu og tryggði Brighton verð- skuldað jafntefli gegn Chelsea, 1:1.  Jóhann Berg Guðmundsson náði að spila heilan hálfleik í fyrsta skipti síðan 5. október þegar hann lék seinni hálfleikinn með Burnley gegn Aston Villa í gær. Burnley var 0:2 undir í hálfleik og tapaði 1:2 en Jóhann átti þátt í undirbúningi marks liðsins sem Chris Wood skor- aði á 80. mínútu.  West Ham vann Bournemouth 4:0 í fyrsta leiknum undir stjórn David Moyes eftir að hann sneri aft- ur til félagsins. Mark Noble skoraði tvö markanna. Með tilkomu Moyes eru nú breskir knattspyrnustjórar í úrvalsdeildinni orðnir fleiri en þeir erlendu í fyrsta skipti frá vorinu 2015, eða ellefu gegn níu.  Nigel Pearson, fyrrverandi að- stoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke, fer vel af stað með Wat- ford og hefur komið liðinu á sig- urbraut. Watford vann Wolves 2:1 og krækti þar með í 10 stig í fjórum leikjum um jól og áramót. Sigrar hjá liðunum í silf- urslagnum  Man. City vann Everton, sem tapaði í fyrsta skipti eftir brotthvarf Silva AFP Ánægður Mikel Arteta fagnar sínum mönnum í Arsenal eftir að þeir lögðu Manchester United að velli á Emirates leikvanginum í gærkvöld. Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er úr leik vegna meiðsla á nýjan leik. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed, staðfesti þetta fyrir leik liðsins við Arsenal í gærkvöld. Pogba var frá keppni vegna ökklameiðsla frá lokum september þar til hann spil- aði tvo leiki sem varamaður um jólin. Solskjær sagði eftir að Pogba spilaði ekki gegn Burnley á laugar- dagskvöldið að hann ætti von á hon- um í leikinn gegn Arsenal en kvaðst í gærkvöld reikna með nokkurra vikna fjarveru Frakkans. Pogba verður fjarverandi á ný AFP Meiðsli Paul Pogba hefur lítið leik- ið með Manchester United í vetur. David Stern, maðurinn sem stjórn- aði NBA-deildinni í körfuknattleik í þrjá áratugi, lést í gær, 77 ára að aldri. Hann fékk heilablóðfall fyrir þremur vikum og það dró hann til dauða. Stern hefur verið lengst allra í leiðtogahlutverki NBA-deildar- innar, frá 1984 til 2014, og þykir ein- hver áhrifamesti stjórnandinn í sögu bandarískra íþrótta. Stern, sem læt- ur eftir sig eiginkonu til 56 ára og tvo syni mótaði NBA-deildina eins og hún er í dag og undir hans stjórn jukust vinsældir hennar og verð- mæti á heimsvísu gríðarlega. NBA-leiðtoginn Stern er allur AFP Látinn David Stern ræðir málin við NBA-stjörnuna LeBron James. Emil Hallfreðsson getur loksins far- ið að spila fótbolta með félagsliði á ný. Hann hefur æft með ítalska C- deildarliðinu Padova síðustu vik- urnar og 433.is skýrði frá því um áramótin að Emil væri búinn að semja við félagið og yrði kynntur formlega sem leikmaður þar á næstu dögum. Ekki hefur þó náðst í Emil til að fá þetta staðfest. Emil þekkir ítölsku C-deildina því hann lék þar eitt tímabil með Ve- rona, veturinn 2010-2011. Þá tók hann þátt í að fara með Verona upp um tvær deildir á þremur árum og spilaði eftir það í sex tímabil sam- fleytt í A-deildinni, með Verona, Udinese og Frosinone. Vegna meiðsla lék Emil aðeins þrjá leiki með Udinese í A-deildinni eftir áramótin, undir lok tímabilsins, og það urðu einu deildarleikir hans á árinu 2019. Hann lék fleiri leiki með íslenska landsliðinu á árinu, eða fjóra talsins. Padova er frá borginni Padua á Norður-Ítalíu, skammt vestan við Feneyjar, stutt frá Verona og Ud- ine, borgunum þar sem Emil hefur aðallega leikið á undanförnum árum. Padova féll úr B-deildinni síðasta vor en er nú í fjórða sæti síns riðils í C-deildinni. Félagið lék síðast í A- deildinni árið 1996 en hafnaði þar í þriðja sæti 1923 og 1958. vs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísland Emil Hallfreðsson í leik gegn Andorra í undankeppni EM í október en hann hefur ekki spilað opinberan leik frá þeim tíma. Emil heldur sig á sömu slóðum  Lék 4 landsleiki og 3 deildarleiki 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.