Morgunblaðið - 28.01.2020, Síða 8
Hættur Guðmundur Gunnarsson er
hættur sem bæjarstjóri á Ísafirði.
Guðmundur Gunnarsson lét í gær
af störfum sem bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar. Í sameiginlegri yfir-
lýsingu kemur fram að það sé
vegna ólíkrar sýnar á verkefni á
vettvangi sveitarfélagsins. Telji
meirihluti bæjarstjórnar og Guð-
mundur það sveitarfélaginu fyrir
bestu að leiðir skilji.
Meirihlutinn í bæjarstjórn, sem
skipaður er fulltrúum Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks, ákvað
að ráða Guðmund sem bæjarstjóra
eftir síðustu kosningar. Starfið
hafði verið auglýst og hann var
meðal umsækjenda.
Ákvörðunin „sameiginleg“
Hvorki Guðmundur né Kristján
Þór Kristjánsson, forseti bæjar-
stjórnar, vilja greina frá ágreinings-
atriðum. Spurðir um frumkvæði að
starfslokum bæjarstjórans segja
báðir að ákvörðunin hafi verið sam-
eiginleg. Guðmundur segir að þetta
hafi gerst um helgina þegar ljóst
var orðið hversu mikið bar á milli.
Guðmundur átti fund með helstu
samstarfsmönnum sínum í gær-
morgun og ávarpaði síðan starfsfólk
bæjarskrifstofa. Eftir að tilkynning
hafði verið send til alls starfsfólks
bæjarins yfirgaf hann bæjarskrif-
stofurnar.
Ekki liggur fyrir hvað tekur við
hjá Guðmundi en hann tekur fram
að starf bæjarstjóra Ísafjarðar-
bæjar sé skemmtilegasta starf sem
hann hafi sinnt.
Bæjarritari er staðgengill bæjar-
stjóra og mun hann gegna starfinu
þar til nýr bæjarstjóri verður ráð-
inn. Kristján Þór segir að ekki hafi
verið ákveðið hvort ráðið verður í
starfið með eða án opinberrrar aug-
lýsingar. helgi@mbl.is
Bæjarstjóri hættir
vegna ágreinings
Ekki ákveðið hver tekur við á Ísafirði
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
ÚTSÖLULOK
Inniskór úr mjúku leðri
Útsöluverð
3.000
erð áður 11.995
Stærðir 36-42
Þrjú
verð
2.000.- 5.000.-3.000.-
Land íss og elda hefur sannar-lega minnt á sig að undan-
förnu. Ofsaveður í desember setti
allt úr skorðum og í janúar hlupu
snjóflóð fram með ógnarkrafti og
eyðileggingu, þrátt fyrir varn-
argarða. Þetta var vægast sagt
ónotalegt fyr-
ir íbúa þeirra
staða sem
fyrir urðu, en
einnig fyrir
aðra sem búa
við svipaðar
aðstæður.
Þess vegna er eðlilegt að fram hafi
komið spurningar um það hvers
vegna stór hluti þess fjár sem
eyrnamerkt hafði verið snjóflóða-
görðum hefur runnið annað.
Úr því verður að bæta.
En landsmenn voru varla búnirað ná andanum eftir snjóflóð-
in þegar fregnir bárust af því að
fjallið Þorbjörn væri farið að þenja
sig, líklega vegna kvikusöfnunar.
Ekki er að undra að íbúar og starfs-
menn í nágrenninu, einkum Grind-
víkingar, hafi orðið uggandi við
þessar fréttir. Fjöldi manns fundaði
um málið í Grindavík í gær og eru
íbúar við öllu búnir.
Magnús Tumi Guðmundssonjarðeðlisfræðingur sagði á
íbúafundi að eldgos rétt við Grinda-
vík yrði ekki með hættulegri gosum
sem geti orðið á Íslandi. Hann hafði
bersýnilega ekki heldur trú á að
skammt væri í gos og sagði kviku-
söfnunina oftast enda með öðrum
hætti en eldgosi, auk þess sem ekki
væri öruggt að um kvikusöfnun
væri að ræða.
Þetta kann allt að vera rétt, eneins og hann benti líka á er
nauðsynlegt að vera við öllu búinn.
Á Íslandi leynast víða hættur og
þær ber að taka alvarlega.
Þorbjörn þenur sig
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umboðsmaður Alþingis óskaði í lið-
inni viku eftir upplýsingum frá
dómsmálaráðherra um hvort ráðu-
neytið ætlaði eða hefði gripið til að-
gerða til að bregðast við vanda í
sambandi við meðferð fjölskyldu-
mála hjá embætti sýslumannsins á
höfuðborgarsvæðinu.
Tilefni fyrirspurnarinnar er
kvörtun vegna máls sem sýslu-
maðurinn hefur haft til meðferðar
síðan 28. júní 2017, eða í yfir tvö og
hálft ár. Í bréfi sýslumanns til um-
boðsmanns komi fram að óviðunandi
bið sé eftir því að ágreiningsmál fái
umfjöllun hjá embættinu. „Þessi
málaflokkur varðar mannréttindi og
verulega persónulega hagsmuni
barna og foreldra,“ segir meðal ann-
ars í bréfi umboðsmanns, sem birt er
á heimasíðu hans. Miklar tafir á af-
greiðslu mála, sem t.d. varði um-
gengni, geti falið í sér brot á rétti til
fjölskyldulífs.
Bregðist ráðuneytið ekki við
vandanum óskar umboðsmaður
skýringa og að ráðuneytið „lýsi af-
stöðu sinni til þess hvort það sam-
rýmist yfirstjórnar- og eftirlits-
hlutverki ráðherra gagnvart sýslu-
manninum á höfuðborgarsvæðinu“.
Einnig er þess óskað að upplýst
verði hvort ráðuneytið hafi brugðist
við töfum á þinglýsingum og skrán-
ingu skjala hjá embættinu. Óskað er
svara ekki síðar en 7. febrúar nk.
Óviðunandi bið hjá sýslumanninum
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir skýringum hjá dómsmálaráðherra
Morgunblaðið/Hari
Fyrirspurn Umboðsmaður Alþingis
hefur óskað eftir upplýsingum.