Morgunblaðið - 28.01.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
af allri útsöluvöru
Enn er hægt að gera
góð kaup
20% aukaafsláttur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eigendur Stracta-hótelsins á Hellu
eru að undirbúa byggingu fundar-
og ráðstefnusalar fyrir 400-500
manns og bæta við gistingu í sér-
stæðum smáhýs-
um. Málið hefur
verið kynnt fyrir
byggðaráði
Rangárþings
ytra þar sem vel
var tekið í að
stækka lóð hót-
elsins í þessum
tilgangi.
Stracta-hótelið
á Hellu var opnað
á árinu 2014 og
hafa framkvæmdir haldið áfram.
Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri
og eigandi, segir að á síðasta ári hafi
verið bætt við 32 gistiherbergjum. Á
næstunni verði tekinn í notkun
gangur úr gleri sem biðsalur fyrir
þá gesti sem vilji sjá norðurljósin.
Er hann kallaður Vetrarbrautin.
Þar verða sæti eins og í biðsal flug-
stöðvar og hægt að kaupa veitingar.
Öll tækin gerð úr tré
„Við erum með stóra lóð en eftir
því sem meira er framkvæmt þurf-
um við að fá hana stækkaða til
framtíðar,“ segir Hreiðar.
Þá er verið að koma upp lítilli lík-
amsræktarstöð með öllum helstu
þrektækjum. Hreiðar segir að öll
tækin verði úr tré enda lögð áhersla
á að byggingar og rekstur séu eins
vistvæn og mögulegt er. Áformað er
að taka stöðina í notkun með vorinu.
Fyrirhugað er að byggja funda-
og ráðstefnusalinn í beinu framhaldi
af norðurljósaganginum. Segir
Hreiðar að hægt hafi verið að halda
ráðstefnur fyrir 210 manns í hótel-
inu en hann hafi fengið fyrirspurnir
um stærri ráðstefnur, allt upp í 350
manns. Tekur hann fram að ef stór-
ar ráðstefnur fáist muni hótelið leita
samstarfs við aðra gististaði í ná-
grenninu. Stracta hefur sótt um lóð
suður af núverandi lóð fyrir ráð-
stefnusalinn.
Þá er hugmyndin að byggja lítil
hús í hæðinni vestan við Stracta-
hótelið. Ætlunin er að þau verði ein-
stök að gerð, að minnsta kosti verði
ekki nema tvö eins. Ein hugmyndin
er um hús úr timbri sem verði eins
og hraunmolar í laginu og önnur um
útsýnishús úr gleri. Ætlunin er að
fólk geti keypt sér mismunandi upp-
lifun í gistingu. Fyrirhugað er að
kynna áformin á ferðakaupstefnu á
næstu dögum.
„Okkur finnst þetta áhugaverðar
hugmyndir. Það vantar til dæmis
tilfinnanlega stóran ráðstefnusal
hér á svæðinu,“ segir Ágúst Sig-
urðsson, sveitarstjóri Rangárþings
ytra.
Hann segir að landið sé í eigu
sveitarfélagsins og ekki í notkun.
Eftir sé að skilgreina lóð og leggja
málið fyrir sveitarstjórn. Eftir það
þurfi áform fyrirtækisins að fara í
gegnum skipulagsferli.
Byggja 500 manna fundarsal
Framkvæmdir halda áfram við Stracta-hótelið á Hellu Stjórnendur kynna áform um stóran
ráðstefnu- og fundarsal og sérstæð smáhýsi Sveitarstjórn tekur vel í að heimila stækkun lóðar
Ljósmynd/Aðsend
Stracta-þorpið stækkar Ráðstefnuhúsið verður sunnan við herbergjaálmurnar, lengst frá aðalhúsinu.
Hreiðar
Hermannsson
Framkvæmdir eru hafnar við
vegagerð og jarðvinnu við
starfsmannahús væntanlegs
hótels Stracta á Orustustöð-
um á Brunasandi, austan við
Kirkjubæjarklaustur. Hreiðar
Hermannsson á jörðina og
hefur undirbúið byggingu hót-
els þar í mörg ár, þar sem lögð
verður áhersla á vistvænar
byggingar og rekstur.
Hreiðar segir að í Evrópu
fari 40% af allri orku í að
byggja og reka mannvirkin.
Hótelið verður byggt í sam-
ræmi við nýjustu tilskipun
ESB þar sem lögð er áhersla á
að kolefnisspor verði sem
minnst. Segir hann mun auð-
veldara að fjármagna hótel
sem grundvallast á þessum
hugmyndum en eldri hönnun.
Sjálfur segir Hreiðar að sér
myndi ekki detta í hug að
hefja byggingu nýs hótels á
öðrum forsendum.
Framkvæmd-
ir á Orustu-
stöðum
FÆRA ÚT KVÍARNAR
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, afhenti í gærmorgun Degi
B. Eggertssyni borgarstjóra bréf
um boðun vinnustöðvana Eflingar
hjá borginni í febrúar.
Verkfallsaðgerðir Eflingar munu
aðallega snerta þrjá þætti í þjón-
ustu borgarinnar, það er starf leik-
skólanna, þjónustu á velferðarsviði
eins og hjá hjúkrunarheimilum,
sambýlum og heimaþjónustu og að
síðustu mun það snerta umhverfis-
og skipulagssvið eins og sorphirðu
og gatnahreinsun.
Viðar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Eflingar, sagði
vinnustöðvunina ná til allra félags-
manna Eflingar sem vinna sam-
kvæmt kjarasamningi félagsins við
Reykjavíkurborg. Á kjörskrá vegna
atkvæðagreiðslu um verkfallið
voru 1.894 félagsmenn. Af þeim
starfar um eitt þúsund á leikskól-
unum.
80 deildarstjórar í Eflingu
„Þeir eru svokallaðir ófaglærðir
starfsmenn. Hjá okkur er þetta
kallað leikskólaliði,“ sagði Viðar.
„Langflestir starfa við hlið fag-
lærðra leikskólakennara og ganga í
raun og veru í störf þeirra.“ Hann
sagði að um 80 félagsmenn Efl-
ingar gegndu störfum deildarstjóra
á leikskólum borgarinnar. Það
segði sitt um skortinn á fagmennt-
uðum leikskólakennurum. Einnig
starfar Eflingarfólk við matreiðslu
og þrif á leikskólunum.
Margt ófaglært starfsfólk á vel-
ferðarsviði er í Eflingu. Það starfar
við umönnun aldraðra, eins og á
hjúkrunarheimilum, í þjónustu við
fatlaðra eins og á sambýlum, í
heimaþjónustu og á þjónustu-
miðstöðvum. Eflingarfólk vinnur
einnig við eldhússtörf og þrif á
þessum stofnunum. Þriðja sviðið
sem verkfallið snertir er umhverf-
is- og skipulagssvið. Í þeim hópi eru
t.d. tækjamenn, þeir sem annast
viðhald gatna, söltun gatna, snjó-
mokstur og sorphirðu.
Verkfallsaðgerðir eru boðaðar
mislengi á hverjum degi 4., 6., 11.,
12., 13. og 17. febrúar og ótíma-
bundið eftir það náist ekki samn-
ingar. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Efling
Afhending Formaður Eflingar afhenti borgarstjóra verkfallsboðunina.
Verkfallsboðun hjá
borginni afhent
Snertir m.a. leikskóla og sorphirðu
Atvinna