Morgunblaðið - 28.01.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.01.2020, Qupperneq 12
vatn hefur runnið til sjávar síðan skýrslan var birt. Meginvextir Seðlabankans hafa lækkað úr 5,375% í 3% og verðbólga haldist stöðug lengur en dæmi eru um. Vaxtamunur hefur því minnkað milli Íslands og evrusvæðisins. Tenging með myntráði Í umræðum um gjaldeyrismál var rætt um möguleikann á því að tengja krónuna við evruna með myntráði. Fjallað var um slíkar hugmyndir í ritinu Framtíð íslenskrar peninga- stefnu (2018) en höfundar voru Ás- geir Jónsson, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Nefndarmenn fengu hagfræðing- ana Fredrik N. G. Andersson og Lars Jonung til að miða af reynslu Svía af stjórn peningamála. Með hliðsjón af því að ekki væri pólitískur vilji fyrir því að Ísland gangi í myntbandalag, og að verð- bólgumarkmið með flotgengi væri of áhættusamt m.t.t. fjármálastöðug- leika, töldu þeir „heppilegast fyrir Ísland að taka upp myntráð líkt og gert var í nokkrum Evrópulöndum á tíunda áratugnum“. Við myntráð er gengi gjaldmiðils fest varanlega við gengi annars gjaldmiðils. Viðkomandi mynt er tryggð með gjaldeyri. Danir tengja krónu sína við evruna. Ásgeir, Ásdís og Illugi bentu á að veikleikar myntráða væru í raun hin hliðin á styrk þeirra. „Alvarleg staða kann að koma upp ef nafngengið er fast og ójafnvægi myndast í hagkerf- inu. Þróunin í átt að nýju jafnvægi getur þýtt langtíma samdrátt og at- vinnuleysi þar sem nafngengið er fast og önnur verð verða því að breytast til þess að jafnvægi náist.“ Lækkaði raunlaunin Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðspurður að í hagfræðinni sé rætt um valkvöl milli verðbólgu og atvinnuleysis. Áður hafi gengi krón- unnar verið fellt til að örva útflutningsgreinar og verðbólga fylgt í kjölfarið. Með því hafi raun- laun lækkað en atvinnustigið verið tryggt. Nú séu laun heldur að hækka en lækka vegna kjarasamninganna. Samhliða hafi Seðlabankanum tekist að halda verðlagi stöðugu. Fyrir vikið kunni þessi niðursveifla að hafa meiri áhrif á atvinnuleysi en ella. Það liggi fyrir að með minni verð- bólgu verði minni breytileiki í raun- launum. Með stöðugra gengi fáist mun stöðugri kaupmáttur. Fleiri missa vinnuna Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir að við fast gengi fari aðlögun hagkerfisins í meiri mæli fram í gegnum raunhag- kerfið. Þá minnki samkeppnishæfnin a.m.k. tímabundið og fleiri missi vinnuna. Þá sé ekki fær sú leið að minnka kaupmátt launþega með því að rýra verðgildi gjaldmiðilsins. Þrátt fyrir að krónan sé nú stöðug hafi hún sýnt sveigjanleika sem sporni gegn enn meira atvinnuleysi. „Þetta er í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessum fræðum um alda- mótin að krónan hegðar sér eins og skólabókardæmi um hvernig fljót- andi gjaldmiðill getur hjálpað við að- lögun hagkerfisins með því að yfir- skjóta ekki en gera þó útflutnings- greinar samkeppnishæfari. Hún veiktist haustið 2018, í rauninni áður en þrýstingurinn raungerðist og draga fór úr útflutningnum,“ segir Jón Bjarki, sem telur sennilegt að atvinnuleysi væri talsvert meira ef krónan hefði ekki gefið eftir. Áður hafi óvenjulágt atvinnuleysi á Íslandi verið birtingarmynd við- varandi ójafnvægis í hagkerfinu. Því hafi áður verið haldið fram að Ísland gæti aldrei orðið hluti af sam- eiginlegum vinnumarkaði Evrópu. Svo margt væri ólíkt. Nú flæði ís- lenskt og erlent vinnuafl milli landa. Stöðugleikinn gæti birst í meira atvinnuleysi á Íslandi Morgunblaðið/Hari Aðlögun Eftir mikið vaxtarskeið er hagkerfið nú á hægri siglingu.  Seðlabankastjóri telur atvinnuleysi geta orðið meira en í fyrri niðursveiflum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök atvinnulífsins telja vísbend- ingar um nýtt jafnvægisgengi og mögulega hærra náttúrulegt at- vinnuleysi til frambúðar en áður. Færði Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, rök fyrir því að aðlögun að lakari efnahags- aðstæðum myndi fara fram í gegnum raunstærðir í stað verðbólgu og gengislækkunar, sem í þessu tilviki fæli í sér aukið atvinnuleysi. Vegna breyttrar stöðu þjóðarbús- ins hefðu skapast forsendur fyrir sterkara jafnvægisgengi en áður. Þessi niðurstaða rifjar upp ýmsar greiningar á áhrifum þess á hag- kerfið að taka upp evru. Voru þær gerðar í kjölfar umsókn- ar Íslands um aðild að ESB 2009. Ein þeirra birtist í skýrslu sem Al- þjóðamálastofnun Háskóla Íslands birti vorið 2014. Meðal höfunda var Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ en nú seðlabankastjóri. Færa þyrfti ýmsar fórnir Töldu höfundar að „upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu muni fela í sér gríðarlegan velferðar- ábata fyrir Ísland“. Hins vegar kæmi til kostnaður á móti. „Það er fórn að gefa eftir sjálf- stæði í peningamálum og einhverju leyti sjálfstæði ríkisfjármála, jafnvel þó íslenskum stjórnvöldum hafi ekki tekist vel upp við beitingu þessara hagstjórnartækja. Líklegt er að í kjölfarið muni fylgja meiri breyti- leiki í atvinnuleysi samfara hag- sveiflum þó langtíma atvinnustig ætti ekki að verða fyrir áhrifum,“ skrifuðu skýrsluhöfundar. Mikið 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. 28. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.35 124.95 124.65 Sterlingspund 162.91 163.71 163.31 Kanadadalur 94.59 95.15 94.87 Dönsk króna 18.359 18.467 18.413 Norsk króna 13.804 13.886 13.845 Sænsk króna 13.022 13.098 13.06 Svissn. franki 128.06 128.78 128.42 Japanskt jen 1.1344 1.141 1.1377 SDR 171.17 172.19 171.68 Evra 137.22 137.98 137.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.6607 Hrávöruverð Gull 1561.85 ($/únsa) Ál 1775.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.01 ($/fatið) Brent ● Talsverður skjálfti fór um Kauphöll Íslands í gær líkt og flestar aðrar kauphallir heimsins. Hefur hröð útbreiðsla kórónaveirusýking- arinnar valdið titr- ingi á mörkuðum um allan heim.Mest lækkuðu bréf Ice- landair Group en í 270 milljóna við- skiptum nam lækkun þeirra 3,8%. Þá lækkuðu bréf Haga um 2,8% í tæplega 112 milljóna viðskiptum. Einnig lækkuðu bréf Marels talsvert eða um 2,8% í tæplega 614 milljóna króna viðskiptum. Bréf Festar lækkuðu um 2,4% í ríf- lega 257 milljóna króna viðskiptum og Heimavellir lækkuðu um tæp 2,3% í tæplega 59 milljóna viðskiptum. Fast- eignafélögin lækkuðu mismikið. Mest varð lækkunin á bréfum Eikar eða um tæp 2% í ríflega 177 milljóna við- skiptum. Reginn lækkaði um 1,7% í 173 milljóna viðskiptum en Reitir um ríflega 1% í 241 milljónar króna viðskiptum. Aðeins þrjú félög hækkuðu í viðskiptum gærdagsins. Arion banki hækkaði um 1,9% í tæplega 421 milljónar króna við- skiptum, Sjóvá um tæp 0,8% í 213 milljóna viðskiptum og Brim um 0,6% í fjögurra milljóna viðskiptum. Flest félögin lækkuðu í Kauphöll Íslands STUTT Efnahagsreikningar peningamark- aðssjóða skruppu saman á árinu 2019. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Þar kemur fram að eignir slíkra sjóða hafi numið tæp- um 144 milljörðum króna í lok árs samanborið við 147 milljarða króna í árslok 2018. Fagfjárfestasjóðir sóttu hins vegar mjög í sig veðrið í fyrra. Eignir þeirra jukust um tæpa 55 milljarða króna og námu þær tæpum 395 milljörðum í lok desembermánaðar. Eignir verðbréfasjóða jukust einn- ig nokkuð á tímabilinu. Þær stóðu í 155,8 milljörðum í árslok en voru 148,5 milljarðar í árslok 2018. Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust eignir fjárfestingarsjóða um tæp 10,4% og stóðu þær í 359,8 millj- örðum í árslok. Eignir skuldabréfasjóða námu 375,2 milljörðum króna í árslok og höfðu aukist um 32,5 milljarða króna frá fyrra ári. Eignir hlutabréfasjóða jukust um 20% á árinu og námu 72,7 milljörðum en voru 60,5 milljarðar tólf mánuðum fyrr. Svokallaðir blandaðir sjóðir áttu 30,4 milljarða í árslok í fyrra en höfðu átt 24,3 milljarða í árslok 2018. Eignir fasteignasjóða stóðu næst- um í stað. Eignir þeirra námu 31,9 milljörðum í árslok en höfðu staðið í 32,8 milljörðum ári fyrr. Svipaða sögu var að segja af vogunarsjóðum en eignir þeirra jukust um 2,2 milljarða og stóðu í 43,5 milljörðum í árslok. Í árslok 2019 störfuðu 215 sjóðir á Íslandi; 37 verðbréfasjóðir, 56 fjár- festingarsjóðir og 122 fagfjárfesta- sjóðir. Morgunblaðið/Golli Aukning Flestar tegundir sjóða jukust að umfangi á nýliðnu ári. Peningamarkaðs- sjóðir minnkuðu  Fagfjárfesta- sjóðir sóttu í sig veðrið í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.