Morgunblaðið - 28.01.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Fyrsta dauðsfallið í Peking
Staðfest að 82 eru látnir af völdum lungnabólgufaraldursins Frakkar og
Japanir flytja þegna sína burt frá Wuhan WHO lýsir yfir „háu“ hættustigi
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kínversk stjórnvöld staðfestu í gær
að 82 væru látnir af völdum lungna-
bólgufaraldursins sem skekið hefur
Kína undanfarnar vikur. Þar á meðal
var fyrsta skrásetta andlátið af völd-
um veikinnar í höfuðborginni Peking.
Þá hafa meira en 2.700 manns fengið
veikina samkvæmt opinberum tölum
stjórnvalda, en talið er að margfalt
fleiri gætu hafa sýkst.
Frakkland og Japan tilkynntu í
gær að þau hygðust flytja þegna sína
heim frá borginni Wuhan, þar sem
veikin kom fyrst upp, í samráði við
kínversk stjórnvöld og fleiri ríki
íhuga slíkan brottflutning.
Wuhan hefur verið í sóttkví síð-
ustu daga ásamt öðrum borgum í
Hubei-héraði og hefur engum verið
hleypt til eða frá borginni sem ekki
hefur átt þangað brýnt erindi. Þrátt
fyrir það er talið að um fimm milljón
manns hafi ferðast til og frá Wuhan
áður en sóttkvíin komst á, en kín-
verska nýárið er mikill ferðatími í
Kína.
Loka landamærum fyrir bílum
Stjórnvöld í Mongólíu ákváðu í
gær að loka landamærum sínum að
Kína fyrir bílaumferð og Malasía hef-
ur ákveðið að meina fólki frá Hubei-
héraði Kína að koma til landsins.
Stjórnvöld í Frakklandi tilkynntu
að þau hygðust flytja franska ríkis-
borgara heim frá Wuhan í samráði
við kínversk stjórnvöld. Mun fólkið
þurfa að bíða í einangrun í tvær vikur
við komuna til Frakklands. Stjórn-
völd í Japan ætla að grípa til sama
ráðs, og Bandaríkjamenn hafa þegar
gert ráðstafanir til að flytja opinbera
starfsmenn heim frá þeim svæðum
sem verst hafa orðið úti í faraldr-
inum. Þá ætla stjórnvöld í Suður-
Kóreu að gera könnun meðal landa
sinna í Hubei-héraði til að athuga
hvort almennur vilji sé fyrir því að
flytja þá aftur heim.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO
tilkynnti í fyrradag að alþjóðlegt
hættustig vegna kórónaveirunnar
væri nú „hátt“ á alheimsvísu, en í
fyrri skýrslum stofnunarinnar hefur
hættustigið verið metið „miðlungs-
hátt“. Sagðist stofnunin í tilkynningu
sinni hafa metið hættustigið of lágt.
Stofnunin hefur hins vegar enn
ekki lýst yfir neyðarástandi á al-
heimsvísu, en talsmenn hennar segja
ástandið vera í stöðugri skoðun.
AFP
Faraldur Lögreglan í Wuhan mælir
hér hita ökumanns vegna veikinnar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hafnaði í gær ásökunum þess efnis
að hann hefði sagt við John Bolton,
þáverandi
þjóðaröryggis-
ráðgjafa sinn, að
hann vildi halda
eftir fjármunum
sem ætlaðir voru
í hernaðaraðstoð
til Úkraínu-
manna nema þar-
lend stjórnvöld
féllust á að hefja
rannsóknir á
demókrötum, en dagblaðið New
York Times hélt því fram á sunnu-
daginn og sagðist hafa undir hönd-
um uppkast að bók sem Bolton væri
að skrifa um tíma sinn í Hvíta hús-
inu.
Trump sagði frásögnina hins veg-
ar ranga og bætti við að ef Bolton
hefði skrifað þetta hefði það verið í
þeim eina tilgangi að selja bókina
sína.
Demókratar reyndu að nota frá-
sögn New York Times til að þrýsta á
um að John Bolton yrði kallaður fyr-
ir öldungadeildina sem vitni í réttar-
höldunum gegn Trump sem nú
standa þar yfir. Bolton hefur sagt að
hann sé reiðubúinn að bera vitni ef
hann verði kallaður fyrir deildina
með formlegum hætti.
Þingmenn repúblíkana hafa hins
vegar ekki vilja ljá máls á því að
kalla fyrir vitni fyrr en munnlegum
málflutningi lýkur í deildinni á
morgun. Þá hafa þeir gefið til kynna
að ef kalla eigi Bolton og fleiri til
vitnis verði einnig að kalla til önnur
vitni, eins og Hunter Biden, son Joe
Biden, forsetaframbjóðanda demó-
krata, og jafnvel Biden sjálfan til að
komast til botns í málinu. Demó-
kratar hafa hins vegar verið ófúsir
til þess.
Saka Hvíta húsið um lekann
Lögfræðingar Boltons sögðu að
hann væri óánægður með að hand-
ritinu hefði verið lekið í dagblöð, og
beindu fingri að Hvíta húsinu, sem
fékk eintak til þess að kanna hvort
einhver mál er vörðuðu þjóðar-
öryggi væru í handriti Boltons áður
en bókin kæmi út.
Það mun skýrast annaðhvort í
kvöld eða á morgun hvort öldunga-
deildin samþykkir að hefja vitna-
leiðslur í málinu gegn Trump, en
fjórir þingmenn repúblíkana þurfa
þá að kjósa gegn flokkslínum. Falli
atkvæði á jöfnu kemur það í hlut
Johns Roberts, forseta hæstaréttar,
að greiða oddaatkvæði.
Hafnar
ásökunum
Boltons
John
Bolton
Útdrætti úr bók
Boltons lekið
Þjóðarleiðtogar komu saman í Auschwitz í gær
ásamt um 200 manns sem lifðu af helför nasista
gegn gyðingum til að minnast þess að þá voru 75
ár liðin frá því að sovéskir hermenn frelsuðu
fangana þar. Lögðu leiðtogarnir kransa við
„dauðavegginn“ svonefnda, þar sem margir
fangar voru skotnir, og gengu undir hinu al-
ræmda skilti við inngang búðanna, sem hét því
að vinnan myndi gera fangana þar frjálsa.
75 ár liðin frá frelsun Auschwitz
AFP