Morgunblaðið - 28.01.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Vetrarveröld Snjóþekja vetrarins umbreytir landslagi og kallast þá hvít jörðin á við bláma himinsins. Mannfólkið á skíðasvæðinu í Skálafelli virðist heldur smátt þótt það skilji eftir spor víða.
Árni Sæberg
Ísland á að taka for-
ystu í sjálfbærni og
umhverfisvernd á
heimsvísu og vera
fyrirmynd annarra
ríkja í þessum tveimur
mikilvægustu mála-
flokkum þessarar ald-
ar.
Sjálfbærni í rekstri
er verðmætasköpun til
hluthafa og þjóðfélags-
ins í heild með jákvæðum hætti.
Gildismat fyrirtækja hefur mikil
áhrif á hversu vel tekst til við að inn-
leiða sjálfbærni í viðskiptamódel sem
getur náð hámarksárangri. Alþjóð-
leg fyrirtæki sem ná mestum árangri
leggja áherslu á góða stjórnarhætti,
viðskiptahætti og sjálfbærni með
efnahagslegan árangur sem mæli-
kvarða. Fjárfestingarfyrirtæki og
fjárfestar um allan heim leggja nú
mat á fjárfestingavalkosti með
áherslu á sjálfbærni og umhverf-
ismál til aukinnar verðmætasköp-
unar. Erlendis er algengt að fjár-
festar og fjárfestingaraðilar hafi
vegvísi til leiðsagnar við fjárfest-
ingar þar sem sjálfbærni er skoðuð
m.t.t. til kostgæfni. Sjálfbærni, staf-
rænar lausnir og gildismat eru þeir
þættir sem munu hafa
mest áhrif á fyrir-
tækjarekstur og opin-
beran rekstur á næstu
áratugum. Stafræn
tækni, gervigreind og
gildismat eru að breyta
viðskiptamódelum
fyrirtækjareksturs og
lifnaðarháttum fólks
um allan heim. Fyrir-
tækjarekstur sem á
ábyrgan hátt skapar
verðmæti til langs tíma
með sjálfbærum vexti,
viðskiptaþróun og hagnaðarmögu-
leikum eykur líkur á að ná lang-
tímamarkmiðum sínum. Sjálfbærni
er leiðandi þáttur í rekstri margra
fyrirtækja, m.a. flugfélaga en í nýju
tímariti frá Finnair-flugfélaginu
kemur m.a. fram að sjálfbærni sé
lykildrifkraftur í nýrri framtíðarsýn
félagsins. Finnair flýgur á margar
borgir í Kína, Japan auk Evrópu og
Bandaríkjanna. Eitt af markmiðum
félagsins er að minnka einnota notk-
un á plasti í veitingasölu um borð í
flugvélum félagsins um helming fyr-
ir lok árs 2022. Langtímamarkmið
Finnair er að minnka árlega plast-
notkun um 230 tonn og hefur félag-
inu nú þegar tekist að minnka þessa
notkun um 34% eða um 80 tonn og
þarf því að minnka þessa plast-
notkun um 150 tonn á næstu tveimur
árum. Minni notkun á plasti er lofs-
verð en umbreyting á plastnotkun á
snjallan hátt er enn lofsverðari. Al-
þjóðlega stórfyrirtækið Adidas er
einn af stofnendum „Parley for the
Ocean“ sem er vettvangur leiðtoga,
hugmyndasmiða og skapandi hugs-
uða um allan heim sem vilja finna
lausnir á eyðileggingu hafsins og
leita leiða til að lágmarka slæm áhrif
á umhverfi jarðarinnar. Eins og
Captain Paul Watson kemst að orði
munu allir jarðarbúar deyja ef hafið
í kringum okkur deyr. Umhverfis-
vernd, náttúruvernd og snjallar hug-
myndir munu verða helstu þættir
samkeppnishæfni á 21. öldinni. Ís-
land hefur nægt af hreinu vatni,
endurnýjanlegri orku, hreinu lofti
og náttúrauðlindum sem gera Ísland
að einu ríkasta og verðmætasta
landi heims horft til 50 ára með tilliti
til sjálfbærni og umhverfismála. Al-
þjóðleg stórfyrirtæki hafa breytt
stefnumörkun sinni verulega á síð-
ustu 10 árum sem hefur leitt til auk-
innar verðmætasköpunar með því að
leggja aukna áherslu á náttúru- og
umhverfisvernd. Bandaríska stór-
fyrirtækið XYLEM hefur það að
markmiði að vernda og varðveita
það sem heimurinn getur ekki verið
án horft til framtíðar. Markmið
vatnstæknifyrirtækisins XYLEM er
að koma með lausnir á vatnsvanda
vegna flutnings og hreinsunar. Frá
og með árinu 2025 er gert ráð fyrir
að rúmlega 25% af mannfjölda
heimsins eða 1,8 milljarðar manna
muni lifa á svæðum þar sem vatns-
skortur er viðvarandi. Fyrirtækið
hefur þróað hugbúnað sem lágmark-
ar skaða á vatni og vinnur hreint
vatn úr menguðu vatni og aðstoðar
borgir við afleiðingar loftslagsbreyt-
inga. Ísland hefur nægt af hreinu
vatni en eftirspurn mun eingöngu
aukast vegna skorts á vatni í heim-
inum á næstu árum og þar af leið-
andi mun verð á vatni aðeins hækka.
Forysta í sjálfbærni og
umhverfisvernd er verð-
mætasköpun framtíðar
Alþjóðleg stórfyrirtæki leggja nú
meiri áherslu í stefnumörkun sinni á
að auka hagnað sinn með því að leita
leiða sem lágmarka slæm áhrif á
umhverfi jarðarinnar. Adidas sem er
einn stærsti framleiðandi íþrótta-
vara í heiminum hefur t.a.m. selt
umtalsvert magn af hlaupaskónum
Ultra Boost sem eru framleiddir úr
endurnýtingu á plasti úr sjó en eitt
par af íþróttaskóm samsvarar um 11
plastflöskum. Aðrar vörur sem eru
endurunnar úr plasti sem kemur úr
sjó eru boltar og hettur. Þetta eru
dæmi um hvernig hægt er að auka
hagnað fyrirtækja með umhverfis-
vænum hætti og minnka þannig
plastnotkun sem ógnar lífríki sjávar
um allan heim.
Hilton-hótelkeðjan sem er með
um 5.400 eignir um allan heim hefur
minnkað koltvísýring um 30% og
notar 20% minna af vatni og orku pr.
fermetra heldur en á árinu 2008.
Þessar aðgerðir hafa sparað Hilton-
hótelkeðjunni umtalsverðar fjár-
hæðir á síðasta áratug með betri
nýtingu. Hilton hefur síðan sett
stefnuna á að minnka notkun á vatni
um 50% og koltvísýringi um 61%
fyrir árið 2030. Sjálfbærni og um-
hverfisvernd er verðmætasköpun og
þess vegna er mikilvægt að fyrir-
tæki og stofnanir fari að huga að
stefnumarkandi áætlunum sem taka
mið af þessum mikilvægu málaflokk-
um sem munu snerta allan atvinnu-
rekstur á næstu árum.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Sjálfbærni í rekstrier verðmætasköpun
til hluthafa og þjóð-
félagsins í heild með
jákvæðum hætti.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
með MCF í fjármálum fyrirtækja o
g með 30 ára starfsreynslu á fjár-
málamarkaði. albertj@simnet.is
Sjálfbærni er nýtt viðmið í
fjárfestingum og umhverfismálum