Morgunblaðið - 28.01.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 28.01.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 Á undanförnum árum hefur æ oftar verið rætt og skrifað um einmana- leika og félagslega ein- angrun meðal eldra fólks. Margar þjóðir hafa tekið málið föstum tökum og sett sér mark- mið. Jafnvel skipað ráð- herra sem fer sérstak- lega með málaflokkinn. Drottning Danmerkur fjallaði um málið í ára- mótaávarpi sínu og lagði til að lands- menn tækju höndum saman til að sporna við vaxandi einmanaleika. Danir eru komnir langt í að greina vandann og leita lausna. Það að kort- leggja vandann er eitt og þar eru komnar fram sláandi tölur. Má þar nefna að eftir 65 ára aldur eru yfir fimmtíu þúsund einstaklingar sem finnst þeir vera einmana daglega. Samkvæmt rannsóknum er einmana- leiki stórt vandamál hjá 350.000 manns. Aldraðir sem missa heyrn eða tapa hluta sjónar eða eru hreyfiskertir komast varla að heiman eða fara í fé- lagsstarf til vina og eða vandamanna. Margir tala helst ekki um einmana- leikann og er því erfiðara að hjálpa þeim. Eldri karlar eru stór áhættu- hópur, sérstaklega við makamissi. En hvað er verið að vinna að til lausna? Þegar litið er á tölfræðina hjá „Ældre Sagen“ sem eru samtök eldri borgara í Danmörku, þá kemur ýmislegt í ljós. Hér koma nokkrar staðreyndir. Við borðum saman er verkefni og hefur náð til 25.000 manns til að borða sam- an. Kallast verkefnið: „Danmark spiser sammen“ sem er hluti af fjölda- hreyfingu gegn einmanaleika auk símavina, ferðafélaga, aldraðir hjálpa öldruðum og heimsóknarvina. Áfram með tölfræðina. 5.000 heimsóknar- vinir nota 34.000 stundir til að líta inn til eldra fólks í hverjum mánuði. 1.300 sjálfboðaliðar hringja í aldraða sem búa einir. 800 manns sitja hjá deyj- andi fólki. Margar félagsdeildir hafa unnið að því að tengja saman börn og aldraða og er reynslan mjög jákvæð. Unnið hefur verið að fjölgun sjálf- boðaliða. Hvað getum við lært af þessu? Við hjá Lands- sambandi eldri borgara, LEB, höfum verið að herja á stjórnvöld að koma með framlag til okkar svo hægt sé að bretta upp ermar með félögum okkar og fleir- um sem að slíku koma og rannsaka og gera til- raunir með nýjar leiðir til að vinna gegn ein- manaleika og félagslegri einangrun. Það vantar líka meira um heilsu- farslegu áhrifin, en meðal annars er rætt um kvíða, svefntruflanir, lélega næringu og minnkandi hreyfigetu. Tíðari ferðir til læknis eða jafnvel inn- lagnir á sjúkrahús í kvíðakasti. Margir læknar eru ráðþrota gagnvart þessum vágesti og finna vanmátt sinn. Félagsfærni minnkar og sumt okkar eldra fólks er lúið og finnst erfitt að leita til nágranna eftir félagsskap. Danir leggja til kaffi saman! Skotar eru líka að huga að sínu eldra fólki og þar er mikið verið að kynna símavini og fleiri úrræði. Enn fleiri eru ein- mana eða í félagslegri einagrun þar. Sameiginlegt átak með stjórnvöldum er í gangi og er í því lögð mikil áhersla á að finna leiðir til að rjúfa þetta ferli í Skotlandi. Samstarf við Rauða krossinn hér á landi er hafið en þar á bæ eru nokkur verkefni sem eru alveg frábær. Má þar nefna Heimsóknarvini sem eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimilum þess, stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Ólík verkefni eftir þörfum þess sem heim- sóttur er. Símavinir eru annað verk- efni sem hófst 2016, þ.e. sjálfboðaliðar hringja í þá sem þess óska. Vinaspjall í um hálftíma í senn tvisvar í viku á tíma sem báðum hentar. Með símavini er hægt að draga úr vanda vegna fjar- lægðar. Samvera og stuðningur er svo verkefni þar sem eru hundavinir, sér- þjálfaðir hundar með eiganda sínum fara í ótal heimsóknir og er þetta verkefni vaxandi. Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja á annað þúsund manns í hverri viku. Við viljum prófa fleiri nýjar leiðir og sjáum t.d. að tölvufærni skiptir miklu máli. Þess vegna var sótt um styrk til að vinna kennsluefni fyrir Ipad og spjaldtölvur sem nú eru tilbúið og komið til félaga eldri borgara um allt land. Með því að virkja þessa leið er sannað að samskipti á netinu hafa já- kvæð áhrif á einmanaleika. Spjalla við vini á netinu; fylgjast með börnum og barnabörnum gefur mjög mikið. Eitt skemmtilegt dæmi er eldri kona sem setti inn á Facebook í miðri viku að á laugardaginn byði hún í vöfflukaffi. Það var eins og við manninn mælt; börn og barnabörn komu í vöfflur og kaffi. Það þekkist líka að fólk spjalli saman þegar það borðar eins og áð- urnefnt verkefni, „Borðum saman“, felur í sér enda er einmanalegt að borða alltaf einn. Þá er betra að borða saman á netinu og segja og sýna hvert öðru hvað er á disknum. Svona má lengi finna góða samskiptamöguleika. Það er líka gaman finnst mörgum að hlusta á tónlist frá eldri tíma eða lesa blöð og fletta upp öllu mögulegu. Lærum alla ævi er markmið ESB fyr- ir eldra fólk. Allt þetta dregur úr ein- manaleika og eykur lífsgæði til muna. Ef bætt er við góðri gönguferð í 30 mínútur er komin veruleg bót á líðan, ekki síst ef gengið er með öðrum. Það er því ánægjulegt að geta sagt frá því að bæði heilbrigðisráherra og félags- málaráðherra hafa brugðist jákvætt við umleitunum okkar og þess vegna ætlum við að bretta upp ermar með góðu fólki og ráðast gegn einmana- leika eldra fólks. Það er mikilvægt. Er einmanaleiki varhuga- verður heilsu fólks? Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur » Á undanförnum árum hefur æ oftar verið rætt og skrifað um einmanaleika og félagslega einangrun. Brettum nú upp ermar og vinnum gegn einmanaleika. Þórunn Sveinbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Margir velta fyrir sér þýðingu miðhá- lendisþjóðgarðs þessa dagana í tengslum við frumvarp umhverfis- ráðherra sem byggist á afrakstri vinnuhóps sem unnið hefur með málið um langa stund og skilað af sér. Mig langar að leggja orð í belg og segja hvaða þýðingu það hefur fyrir Sveitar- félagið Hornafjörð að 56% sveitar- félagsins eru innan þjóðgarðsmarka Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrsta lagi þá hef ég engan Hornfirðing hitt ennþá, sem myndi svara því í dag, 11 árum eftir stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs, að best væri að hætta við að hafa þjóðgarð. Snúa til baka og leggja hann niður. Þeir eru hins vegar margir sem benda á mikilvægi þess að efla Vatnajökulsþjóðgarð enn frekar og renna styrkari stoðum undir starf- semi hans. Í öðru lagi starfa rúmlega 40 manns fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á suðursvæði hans. Langflestir þeirra eru háskólagengnir einstaklingar, sem sinna landvörslu, fræðslu og stýringu ferðamanna um þjóðgarð- inn og náttúruperlur hans. Þannig stendur þjóðgarðurinn undir um- svifamikilli atvinnustarfsemi í heimabyggð eða nærsamfélagi sínu sem er mikilvægur liður í jákvæðri byggðarþróun. Unga fólkið af svæðinu sækir aftur heim að námi loknu í þau störf sem meðal annars þjóðgarðurinn býður. Í þriðja lagi hefur Vatnajökuls- þjóðgarður rennt stoðum undir hefðbundna landnýtingu sem er heimil rétthöfum landsins og þeim sem leyfi sækja. T.d. er hreindýra- veiði og fuglaveiði leyfð innan þjóð- garðsins, sem og sauðfjárbeit, sé hún hófleg og hefðbundin. Í gegn- um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn fara svæðisráð hvers svæðis með afskipti og stjórnun um hvernig að þessari nýtingu er staðið. Svæðisráðin móta einnig skipulagsáætlanir inn- an þjóðgarðsins. Svæðisráðin eru fjölskipuð af heimafólki að mjög miklum meirihluta. Sem dæmi skipa sex aðalmenn og sex vara- menn Svæðisráð suðursvæðis. Af þeim eru tíu sem búa í Austur- Skaftafellssýslu eða Sveitarfélaginu Hornafirði. Allt tal um að sveitarfélagið missi skipulagsvaldið við að setja svæði undir þjóðgarð er því hreint og klárt bull. Miklu nær er að halda því fram að skipulagið sé nær þeim hagsmunaaðilum sem hafa með þjóðgarðinn að gera. Og í frum- varpi umhverfisráðherra hefur enn verið bætt um betur, því fulltrúar bænda eiga að eiga aðild að svæð- isráðum, samkvæmt tillögu frum- varpsins. Sumir sveitarstjórnarmenn og hagsmunaaðilar á Suðurlandi hafa gagnrýnt áformin um þjóðgarð og segja að ekki sé tíma- bært að stækka Vatna- jökulsþjóðgarð eða stofna Miðhálendis- þjóðgarð, sökum þess að það eigi eftir að klára vinnuna við nú- verandi þjóðgarða. Ekki hafi tekist að fjármagna þá og mörg álitamál séu ókláruð, eins og stjórnunar- og verndaráætlun og at- vinnustefna. Það er að sumu leyti rétt og góð ábending að mikilvægt er að leysa þessi mál í samtali við ríkið og með sem breið- astri sátt. Umrædd stefnumótun er á lokastigi og er unnin á þeim grunni. Hvað á fólk við með „að klára vinnu við Vatnajökulsþjóðgarð“? Hvenær verður það verkefni annað en í stöðugri þróun og í samtali og samráði milli allra þeirra hagsmuna sem þar eru og verða? Ég held að fólk verði að átta sig á því að verk- efni eins og stjórnun nytja og nátt- úruvernd í sameign sem þjóðlendur og þjóðgarðar eru, er verkefni sem klárast aldrei. En ramminn og leik- reglurnar sem settar eru fram í frumvarpinu um Miðhálendisþjóð- garð eru á þann hátt að sveitar- stjórnir og hagsmunaaðilar mega mjög vel við una að mínu mati. Sveitarfélagið Hornafjörður hef- ur þá sérstöðu innan Vatnajökuls- þjóðgarðs að vera eitt um að skipa í Svæðisráð suðursvæðis eins og staðan er núna. Önnur svæðisráð eru skipuð fólki úr tveimur eða fleiri sveitarfélögum. Samkvæmt frumvarpsdrögunum munu Skaft- árhreppur og Mýrdalshreppur mynda suðursvæði nýs þjóðgarðs með Sveitarfélaginu Hornafirði. Það hugnast mér vel enda sé ég mörg tækifæri í samstarfi við þessi góðu nágrannasveitarfélög. Ég vona að þessi samvinna geti orðið upptaktur að enn frekari samvinnu og jafnvel sameiningu þessara sveitarfélaga. Rökin fyrir jákvæðum áhrifum þjóðgarðs í heimabyggð eru mun fleiri en þessi helstu sem hér hafa verið talin upp. Ég minni á að hug- myndin og frumvarpið um Miðhá- lendisþjóðgarð byggist á sömu hug- myndafræði og Vatnajökulsþjóðgarður. Grasrótin ræður ferðinni og skipulagið er einskonar neðan frá og upp „bottom up“ skipulag, þar sem vilji og aðkoma heimamanna úr grasrót- inni ræður í veigamiklum atriðum. Jákvæð áhrif þjóðgarðs Eftir Sæmund Helgason Sæmundur Helgason »Hugmyndin og frumvarpið um Miðhálendisþjóðgarð byggist á sömu hug- myndafræði og Vatna- jökulsþjóðgarður. Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði. saemundurh@hornafjordur.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.