Morgunblaðið - 28.01.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
✝ Elisabeth Rich-ter f. Pontoppi-
dan fæddist 30.
september 1920 í
Nyköbing á Falstri
í Danmörku. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hömrum
14. janúar 2020.
Foreldrar hennar
voru Svend Pont-
oppidan, bóksali í
Nyköbing, Falstri,
f. 6.6. 1886, d. 15.1. 1939, og
Anne Margrethe Pontoppidan
bóksali, f. 18.4. 1893, d. 8.1.
1976. Hjónin ráku bókaverslun-
ina Mackeprangs boghandel,
131 árs fjölskyldufyrirtæki.
Systkini hennar voru Erik
Pontoppidan bóksali sem starf-
aði við fjölskyldufyrirtækið í
Nyköbing og systirin Gerda
Pontoppidan sem rak bóka-
verslun í Bogense á Fjóni. Þau
eru bæði látin.
Hinn 29.12. 1945 giftist Elisa-
beth Aðalsteini M. Richter, f.
31.10. 1912, d. 16.2. 2007. For-
eldrar hans voru Ingibjörg
Magnúsdóttir frá Krossanesi í
Strandasýslu, f. 3.11. 1884, d.
25.7. 1975, og Stefán J. Richter
frá Naustavík í Strandasýslu, f.
Frey. b) Árni Þór, f. 16.9. 1979,
kvæntur Hildi Aðalbjörgu Inga-
dóttur. Börn þeirra eru: Ár-
mann Ingi og Steinunn Val-
gerður. Fyrir átti Árni með
Tinnu Steindórsdóttur börnin
Önnu Valgerði og Arnór Dag. c)
Helga Björk f. 22.9. 1982, gift
Frank Slowig. Börn þeirra eru
Lilja Björk, Elva Björk og Dag-
ur Örn.
Áður var Aðalsteinn kvæntur
Ólöfu Kristínu Ólafsdóttur og
sonur þeirra er Kristján Rich-
ter, kvæntur Kristbjörgu Ólafs-
dóttur. Börn þeirra eru Linda
Björk, Aðalsteinn Rafn og Sig-
rún Heiða.
Elisabeth lærði fóstrunám og
starfaði við það uns hún giftist
Aðalsteini, en hann var í námi í
arkitektúr í Kaupmannahöfn.
Þau bjuggu um hríð í Stokk-
hólmi en fluttust til Íslands 1946
og bjuggu lengst af í Nökkva-
vogi 52. Hún var virk í félags-
starfi danskra kvenna, um ára-
bil í stjórn Dansk kvindeklub og
formaður um hríð. Um skeið var
hún sjálfboðaliði Rauða krossins
í verslun Landspítalans. Þau
hjónin voru virk í starfi Sjálf-
stæðisflokksins. Þau ferðuðust
mikið bæði innanlands og utan.
Útför Elisabethar verður
gerð frá Fossvogskapellu í dag,
28. janúar 2020, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
27.9. 1879, d. 15.7.
1963. Börn Elisa-
bethar og Aðal-
steins eru: 1) Svend
Richter, f. 29.8.
1947, kvæntur
Björgu Yrsu
Bjarnadóttur, f.
28.11. 1948. Börn
þeirra eru: a) Pétur
Örn, f. 24.5. 1971,
sambýliskona
Steinunn Ragnars-
dóttir, fyrr var Pétur kvæntur
Helgu Dröfn Þórarinsdóttur, en
synir þeirra eru Anton Óli,
Róbert Aron og Mikael Nói. b)
Margrét Yrsa, f. 22.2. 1974, gift
Þóri Steinþórssyni. Börn þeirra
eru: Yrsa Rós, Þráinn Leó og
Sindri Svend. c) Guðrún Yrsa, f.
8.9. 1981, gift Marinó Erni
Tryggvasyni. Börn Þeirra eru
Björg Yrsa, Tryggvi Týr og
Bjarni þór. 2) Anna Gerður
Richter, f. 27.4. 1953, gift Erni
Á. Jónssyni, f. 28.7. 1950. Börn
þeirra eru: a) Elísabet, f. 5.5.
1969, gift Þorfinni Andreasen.
Börn þeirra eru: Arnar Bjarki,
Anna Karen og Aðalsteinn
Bjarni. Fyrir átti hún með
Heimi Sverrissyni Daníel Örn
og fyrir átti Þorfinnur Anton
Elskuleg móðir mín, Elisabeth
Richter, er fallin frá, 99 ára að
aldri. Hún lést á hjúkrunarheim-
ilinu Hömrum 14. janúar sl. Þegar
litið er í baksýnisspegilinn finnst
mér að lífsgleði, væntumþykja og
hjálpsemi hafi einkennt þessa
glæsilegu konu. Þó ég muni helst
gleðina í fari hennar er ljóst að líf-
ið hefur ekki verið alltaf dans á
rósum. Hún kynntist föður mín-
um Aðalsteini Richter á stríðsár-
unum, en hann var í arkitekt-
anámi í Kaupmannahöfn. Dan-
mörk var hersetin, en lífið
örugglega spennandi hjá ung-
mennum sem reyktu lélegt tóbak
vafið í síður sálmabóka. Hann var
í andspyrnuhreyfingunni og
þurfti að flýja í kolalest skips til
Svíþjóðar, þau nýgift og hann með
prófskírteinið inni á sér. Hún
fluttist til Stokkhólms til hans að
stríði loknu þar sem þau bjuggu
uns þau fluttu heim 1946. Hún
hefur örugglega alist upp við
nokkurn munað á æskuheimili
sínu í Nyköbing á Falstri. Ljóst er
að Ísland eftir stríð hefur verið
henni framandi og hún ekki tal-
andi á íslensku. Kjörin hafa verið
kröpp, þau fluttu inn á bróður Að-
alsteins uns þau stofnuðu sitt
heimili á leigumarkaði. Þau
byggðu sér hús í Nökkvavogi 52
sem varð æskuheimili mitt. Ég
átti góða æsku og þar var móðir
mín fremst eins og oft vill verða.
Ég minnist þess þegar hún var að
hlýða mér yfir stafsetningaræf-
ingar í 3. bekk MR. Á mennta-
skólaárum voru bekkjarfélagar
alltaf velkomnir heim. Eftir að ég
flutti að heiman og eignaðist eigin
fjölskyldu áttum við alltaf sama-
stað hjá foreldrum mínum. Börn
hændust að henni og nutu börnin
okkar góðs af. Ég held að konur á
þessum árum hafi verið háðari
eiginmönnum sínum en nú tíðk-
ast. Þegar móðir mín var sextug
ákvað hún að tími væri kominn að
taka bílpróf enda hún háð karli
sínum og strætisvögnum til að
komast leiðar sinnar. Þetta hafð-
ist eftir mikinn barning, hún fékk
eigin bíl og ég tel að hún hafi öðl-
ast nýtt frelsi. Hún dáði að aka bíl
sínum allt fram í háa elli og þótti
ýmsum nóg um. Áhugamaður um
akstur aldraðra hafði reglulega
samband til að spyrja hvort hún
væri enn akandi og taldi hana
elsta kvenna í umferðinni. Eftir
fráfall Aðalsteins fyrir þrettán ár-
um fluttist hún í þjónustuíbúð að
Hlaðhömrum og undi sér þar vel
um árabil. Eftir að heilsunni hrak-
aði fluttist hún á hjúkrunarheim-
ilið Hamra, eftir að hafa tekið
rúnt á Landakoti og hjúkrunar-
heimili á Akranesi. Á Hömrum
naut hún afburðaþjónustu og vel-
vildar. Hún sat gjarnan í hæg-
indastól sínum og fylgdist með
danska sjónvarpinu. Er öllu
starfsfólki þakkað innilega fyrir.
Eftir að heilsan versnaði ný-
lega fannst henni nóg komið og ég
held að hún hafi kvatt æviskeið
sitt með þakklæti og væntum-
þykju, en með glæsibrag eins og
hennar var von og vísa. Á þessum
tímamótum kveð ég elskulega
móður mína og þakka henni sam-
fylgdina. Það er svo að maður á
bara eina móður og sakna ég
hennar innilega.
Svend Richter.
Látin er kær tengdamóðir mín,
Elisabeth Richter. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu Hömrum 14.
janúar sl. 99 ára að aldri eftir til-
tölulega skamma banalegu. Ég
kynntist henni fyrst fyrir 55 árum
þegar við Svend vorum kærustu-
par, nánast börn að aldri, en hann
varð síðar eiginmaður minn. Við
bjuggum um hríð í Nökkvavogi 52
á heimili tengdaforeldra minna
uns við stofnuðum okkar eigið
heimili. Það var margt öðruvísi á
heimili Lisbethar, eins og við köll-
uðum hana, en á æskuheimili
mínu. Þannig var mataræðið með
öðrum hætti og bar svip af upp-
runa hennar í Danmörku, en hún
var listakokkur. Þar kynntist ég
fuglakjöti fyrst, kjúklingar og
hænur voru þar á borðum og frek-
ar vildi hún þorsk en ýsu í matinn.
Svínasultu úr svínshausum, salt-
aða nautatungu og lifrarkæfu
gerði hún að veislumat. Ákveðnar
hefðir í kringum jól og páska flutt-
um við með okkur, sem börn okk-
ar og tengdabörn hafa tekið upp
og jafnvel fleiri. Henni var margt
til lista lagt. Hún var mikil hann-
yrðakona, prjónaði, heklaði og
saumaði. Hún saumaði brúðarkjól
á mig og þegar yngri dóttir okkar
giftist 45 árum síðar var hún í
sama kjól. Þetta var tilkynnt í
kirkjunni og gladdi það Lisbeth
mikið. Lisbeth og Aðalsteinn ferð-
uðust mikið bæði innanlands og
erlendis. Þannig fóru þau á sólar-
strendur Suður-Evrópu löngu áð-
ur en það varð hluti af orlofi Ís-
lendinga. Einnig lá leiðin til
Florída á seinni árum. Mikilvægt
var að þau gistu á sama stað, á
sama hóteli og sama herbergi.
Ennig fóru þau í orlofshús í Mun-
aðarnesi helst tvisvar á ári, í sama
orlofshúsið.
Lisbeth naut þess að vera í góð-
um félagsskap. Framan af átti
hún danskar vinkonur sem flutt-
ust til Íslands eftir að hafa kynnst
mönnum sínum sem gjarnan voru
í námi í Danmörku. Hún hafði
kynnst eiginmanni sínum Aðal-
steini Richter, en hann var í arki-
tektanámi í Kaupmannahöfn. Eft-
ir stutta búsetu í Stokkhólmi
fluttu þau heim 1946. Dönsku
konurnar áttu með sér félag,
Dansk kvindeklub, en hún var í
stjórn þess um árabil og formaður
um skeið. Barnabörn og lang-
ömmubörn nutu samveru við
hana. Hún fyldist með þeim fram
á síðustu stundu, mundi afmælis-
daga enda hélt hún andlegu at-
gervi fram til þess síðasta enda
þótt líkamleg heilsa hefði látið á
sjá. Hún dvaldi á hjúkrunarheim-
ilinu Hömrum um tveggja ára
skeið, en áður hafði hún búið í
þjónustuíbúð að Hlaðhömrum. Á
Hömrum fékk hún mjög góða
umönnun sem þakkað er fyrir.
Blessuð sé minning yndislegr-
ar tengdamóður sem ég var sam-
ferða í öll þessi ár. Far þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Björg Yrsa Bjarnadóttir.
Í dag kveð ég ástkæra tengda-
móður mína, Elisabeth Richter,
kölluð Lisbeth. Okkar fyrstu
kynni voru fyrir 45 árum þegar ég
kynntist dóttur hennar Önnu
Gerði. Verðandi tengdaforeldrar
tóku mér ákaflega vel. Áður en
langt leið var ég fluttur inn á
heimili þeirra og ég fann að Lis-
beth var umhugað um minn hag.
Lisbeth var einstök kona, kom-
in af dönsku merkisfólki. Hún
hafði til að bera einstaka reisn.
Lisbeth fluttist með manni sínum
Aðalsteini Richter til Íslands. Þau
kynntust á stríðsárunum í Kaup-
mannahöfn þar sem hann nam
arkitektúr en hún var barnfóstra.
Ég get vel ímyndað mér hversu
erfitt það hefur verið að koma til
Íslands, þekkja engan, kynnast
matarvenjum og þola veðráttu og
bíða eftir vorinu.
Þau bjuggu fyrst í leiguhús-
næði en innan nokkurra ára fluttu
þau að Nökkvavogi 52 sem Aðal-
steinn hafði teiknað og byggt.
Með tímanum, eignuðust þau
eigin bifreið. Þau ferðuðust um Ís-
land og oft var ekið til Ísafjarðar á
æskustöðvar Aðalsteins.
Þau fóru líka í heimsókn til
Danmerkur, og þaðan í fyrstu sól-
arlandaferðina til Mallorka 1956.
Heimsreisur fóru þau nokkrar.
Á Flórída nutu þau sólar marg-
sinnis. Á sextugsaldri tók Lisbeth
bílpróf. Það varð hennar gæfa og
yndi að aka eigin bifreið fram á tí-
ræðisaldur. Heimilið á Nökkva-
vogi var hennar staður eins og
sýndi og sannaðist þeim sem
þangað komu. Þau hjónin voru
listhneigð og stunduðu leikhús og
sinfóníutónleika. Þegar Aðal-
steinn féll frá 2007 flutti hún í ör-
yggisíbúð á Eirhömrum. Þar átti
hún góða daga. Þar var hún í fé-
lagsstörfum stundaði postulíns-
málun sem af bar. Svalaskjól var
hennar ánægja.
Það varð hennar gæfa að kom-
ast á hjúkrunarheimilið Hamra
eftir veikindi fyrir tveimur árum.
Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti allt
til síðasta dags. Þökk sé því góða
starfi.
Þótt líkamleg geta minnkaði
var hún óvenju skýr allt til loka.
Blessuð sé minning tengda-
móður minnar, Elisabeth Richter,
þessarar einstöku konu.
Mínar innilegustu þakkir.
Örn Ár. Jónsson.
Elsku amma mín Lísbet er lát-
in 99 ára gömul. Í dag er komið að
kveðjustund þegar hún verður
lögð til grafar og minningar koma
upp í huga minn.
Amma mín Lísbet var skvísa,
hún var alltaf fín og lekker.
Hún var dönsk og kom með afa
heitnum Aðalsteini til Íslands eft-
ir stríðið.
Amma átti danskar vinkonur
og á ég minningar um „Dansk
Kvindeklub“ þeirra, sérstaklega
hinn árlega jólabasar.
Amma var þekkt fyrir elda-
mennskuna sína, sem að sjálf-
sögðu var alla tíð með dönskum
blæ. Ég er sannfærð um að áhuga
minn á mat og eldamennsku hafi
ég fengið frá ömmu í gegnum
pabba, sem hafði móður sína sem
fyrirmynd í eldhúsinu.
Amma varði miklum tíma í eld-
húsinu á Nökkvavoginum og ég á
minningar um Gauksa, græna
páfagaukinn í eldhúsinu. Amma
kenndi fuglinum alls kyns kúnstir,
hreyfingar og orð.
Fleiri minningar úr eldhúsinu
hennar ömmu á Nökkvavoginum,
gamlárskvöld þar sem við barna-
börnin stóðum í röð til að smakka
árlegu sveppasúpuna hennar og
að sjálfsögðu var „fleskestej“ í að-
alrétt að hætti Dana. Amma var
vön að laga mikið af góðgæti fyrir
jólin eins og t.d. appelsínumar-
melaði og „leverpåstej“ og geymi
ég uppskriftina hennar ömmu vel
í uppskriftabókinni minni.
Amma var mikill gróðurunn-
andi og aftur tel ég að ég hafi
fengið þann áhuga beint frá
ömmu í gegnum pabba.
En sannfærðust er ég að ég
hafi erft handavinnuáhuga ömmu.
Amma prjónaði og heklaði allt sitt
líf. Hún sýndi mér síðast í vor, þá
komin á 99. aldursárið, handa-
vinnuna sem hún var að vinna að.
Amma var sko sannarlega fyrir-
mynd mín á svo margan hátt.
Minningar um það þegar
amma flutti í Hæðarbyggðina til
Elisabeth Richter
Lífsförunautur okkar, sjómaðurinn og
sagnameistarinn,
HALLDÓR HERMANNSSON,
skipstjóri frá Ísafirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 1. febrúar klukkan 14.
Katrín Gísladóttir
Bergljót Halldórsdóttir
Gunnar Halldórsson
Ragnheiður Halldórsdóttir
Rannveig Halldórsdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Hermann Jón Halldórsson
Guðmundur Birgir Halldórsson
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Föðurbróðir minn,
SÍMON ODDGEIRSSON
bóndi, Dalsseli 2,
Vestur-Eyjafjöllum,
lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
föstudaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá
Stóra-Dalskirkju laugardaginn 1. febrúar klukkan 13.
Þórunn Ólafsdóttir
Systir mín,
HILDUR SOLVEIG PÁLSDÓTTIR,
Stýrimannastig 6, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 21. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 31. janúar klukkan 15.
Jóninna Margrét Pálsdóttir
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
HREFNA IÐUNN SIGVALDADÓTTIR,
fyrrverandi skólastjóri,
Snorrabraut 69, Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 19. janúar, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 29. janúar klukkan 14.
Sigrún Sigvaldadóttir
Aðalheiður Sigvaldadóttir Gunnar H. Guðjónsson
systrabörn og systrabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA SIGFÚSDÓTTIR,
áður til heimilis í Árskógum 6,
Reykjavík,
lést 18. janúar á Hrafnistu Laugarási.
Útför hennar fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn
30. janúar klukkan 15.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hinnar látnu er bent á Félag langveikra barna.
Greta Viðars Jónsdóttir Guðjón Jónsson
Guðrún Rögn Jónsdóttir
Sólbjörg Alda Jónsdóttir
Sigfús Kristinn Jónsson Ragnhildur Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST KARL SIGMUNDSSON,
Fossöldu 12, Hellu,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi föstudaginn 24. janúar.
Ágústína Ólafsdóttir
Sigmundur Rúnar Karlsson Ásta Brynja Baldursdóttir
Ólöf Ásta Karlsdóttir Hermann Þorsteinsson
Ingibjörg Lilja Karlsdóttir Jón Ingþór Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA TERESA JOVER,
Krókamýri 78, Garðabæ,
lést miðvikudaginn 22. janúar. Útförin fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ásgeir Jósef Guðmundsson Þóra G. Benediktsdóttir
Davíð Egill F. Guðmundsson Sólveig Steina Þorleifsdóttir
Anna María E. Guðmundsd. Emil Blöndal
Kristín Guðmundsdóttir Trausti Þórmundsson
barnabörn og barnabarnabörn