Morgunblaðið - 28.01.2020, Qupperneq 19
okkar krakkanna á meðan for-
eldrarnir fóru til útlanda. Amma
vílaði það ekki fyrir sér að halda
bekkjarafmæli fyrir mig á meðan
mamma og pabbi voru í burtu.
Einnig man ég vel eftir því þegar
Pétur bróðir var svo lævís að nýta
tækifærið og koma með litla hvíta
mús heim því amma mátti ekkert
aumt sjá varðandi dýr og leyfði
Pétri að sjálfsögðu að koma með
músina inn og hreiðra um hana í
búri. Það var ekki aftur snúið þeg-
ar foreldrarnir komu heim og
músin flutt inn.
Amma var svo stórkostleg, hún
tók bílpróf á sjötugsaldri því þá
var hún orðin leið á að komast
ekki útí Hagkaup ein að versla.
Amma var á facebook þar til síð-
ustu 2-3 árin. Amma var alltaf
skýr í höfðinu þrátt fyrir að ald-
urinn færi að gera vart við sig í
skrokknum eins og gengur.
Amma tók alltaf upp þráðinn í
samtalinu frá síðustu heimsókn.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja ömmu og ræða við hana
þrátt fyrir háan aldur nú síðustu
árin. Ég er þakklát fyrir að hafa
átt slíka stund með allri fjölskyld-
unni minni og ömmu um nýaf-
staðnar jólahátíðir. Ömmur og
langömmur gerast ekki glæsilegri
en hún amma mín var, alveg fram
á tíðræðisaldurinn.
Amma var elskuð af fólkinu
sínu og hennar verður sárt sakn-
að. Ég er sannfærð um að afi Að-
alsteinn hafi tekið vel á móti henni
og nú séu þau sameinuð á ný.
Elsku amma mín, hvíl í friði og
takk fyrir allt og allt.
Margrét Yrsa Richter.
Í dag er til moldar borin og
kvödd hinstu kveðju elskuleg
amma mín sem hefur verið mér
svo náin og kær. Langri ævi er
lokið en eftir situr hafsjór minn-
inga sem gott er að ylja sér við.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að alast upp á heimili hennar og
afa fyrstu árin og þaðan á ég mín-
ar helstu bernskuminningar.
Amma var glæsileg kona, ávallt
vel til höfð svo eftir var tekið. Ég
man eftir henni sitjandi í hæg-
indastólnum, lesandi ástarsögur á
dönsku með dísætt kaffi sér við
hlið sem ég laumaðist til að
smakka. Ég man eftir henni í eld-
húsinu að galdra fram kræsingar,
allskonar smörrebröd og sveppa-
súpa á gamlárskvöld er mér í
fersku minni enda stóðu barna-
börnin í röð til að smakka. Eft-
irminnilegar eru strætóferðir nið-
ur í bæ, búðarölt og bókabúðin í
Glæsibæ að kíkja á dönsku blöðin.
Síðar flutti ég aftur til ömmu og
afa og var hún þá komin með bíl-
próf sem hún tók um sextugt.
Hún naut þess að eiga bíl og
keyrði þar til hún var 95 ára.
Amma og afi ferðuðust alltaf mik-
ið bæði innanlands og utan og fóru
nokkrar heimsreisur. Við fórum
til Marokkó 1995 sem var mikið
ævintýri. Síðar hittumst við í Kan-
ada þar sem ég var við nám og
ferðuðumst um Klettafjöllin.
Minnisstæðust er þó fjölskyldu-
ferðin með henni á æskuslóðirnar
í Danmörku. Þá var afi fallinn frá
og hún að flytja í þjónustuíbúð
aldraða. Þar átti hún góðar stund-
ir með öðrum íbúum við handa-
vinnu og postulínsmálun. Við átt-
um með henni margar
gæðastundir, búðarferðir, leik-
hús, út að borða og varð Nauthóll
og sjávarréttasúpan okkar uppá-
hald. Ég minnist ekki að hún hafi
nokkurn tíma skipt skapi, hafði
gott jafnaðargeð og mikla hlýju.
Ég kveð ömmu með miklu þakk-
læti, hún var mér mikil fyrirmynd
og ávallt til staðar. Hennar verður
sárt saknað.
Elísabet Richter Arnardóttir.
Nú þegar ég kveð ömmu mína
eru margar hlýjar minningar sem
rifjast upp. Amma var fædd og
uppalin í Danmörku. Hún kynnt-
ist afa þegar hann lærði í Dan-
mörku og flutti síðan með honum
til Íslands eftir heimsstyrjöldina
seinni. Ég man vel eftir sem barn
þegar við fjölskyldan gistum hjá
ömmu og afa í kjallaranum á
Nökkvavogi. Yfirleitt vöknuðum
við systkinin við dynki úr stofunni
en þá var afi búinn að færa til hús-
gögn og var að gera morgunleik-
fimi. Amma var þá iðulega að gera
morgunverð á meðan. Stundum
var amma þó að vinna en hún
vann sem sjálfboðaliði í sjoppunni
á Landspítalanum. Amma og afi
voru mjög dugleg að ferðast til út-
landa og oftar en ekki komu þau
með spennandi og framandi
gjafir. Hvaða drengur yrði ekki
ánægður með að fá uppstoppaða
kóbraslöngu frá Asíu eða bjúg-
sverð frá Marokkó. Þegar aldur-
inn færðist yfir fóru þau að
ferðast meira innanlands. Þau
voru dugleg að nýta sér bústaði
BSRB í Munaðarnesi og á Eiðum.
Amma sagði mér ósjaldan söguna
þegar þau voru í bústað í Mun-
aðarnesi og Þórður umsjónar-
maður kom með þær fréttir að ég
væri kominn í heiminn. Ég var svo
lánsamur að hafa átt margar
gæðastundir með þeim þar. Eitt
skiptið kom það fyrir að búið var
að naga gat á allar mjólkurfernur
ferðarinnar en þær voru geymdar
úti á palli bústaðarins. Ekki var
hægt að una við þetta og við tóku
bollaleggingar hvernig ná átti
músinni. Ég fékk ömmu til liðs við
mig. Hún átti svefntöflu sem hún
muldi með ömmudrengnum sín-
um og síðan var hnoðuð girnileg
ostakúla með svefntöflukryddi. Í
stuttu máli náðist músin og var
hún í góðu yfirlæti meðan á dvöl-
inni stóð. Eftir það var henni
sleppt aftur undir pallinn.
Elsku amma mín. Við eigum
eftir að sakna þín. Takk fyrir allt.
Árni, Hildur og börn.
Árni Þór Arnarson.
Í dag kveð ég með söknuði
elskulegu ömmu mína, Elisabeth
Richter.
Amma Lisbeth var ekki eins og
flestar ömmur. Hún var glæsileg
kona, alltaf vel tilhöfð og tignarleg
í útliti og fasi. Og svo talaði hún
líka íslensku með dönskum hreim,
eitthvað sem vinkonum mínum
þótti alltaf svolítið skrýtið en þó
mjög áhugavert og spennandi.
Amma kom til Íslands á mikl-
um umbrotatímum, rétt eftir lok
seinni heimsstyrjaldarinnar, og
hefur það verið mikið menningar-
sjokk fyrir hana þó að fjarlægðin
við fjölskylduna hafi eflaust verið
henni þungbærari. Samt sem áð-
ur tók hún nýju heimkynnunum,
sem ástin hafði fært henni, opnum
örmum og gerðu þau afi sér fal-
legt heimili í Reykjavík.
Í Nökkvavoginum vorum við
barnabörnin ávallt velkomin og
var yndislegt að taka sér stund frá
amstri dagsins og heimsækja
ömmu og afa. Þar var manni alltaf
tekið með mikilli hlýju, athugað
hvort maður væri ekki örugglega
sársvangur og svo var maður
spurður spjörunum úr hvað á
daga manns hefði drifið. Fyrir jól-
in var amma einstaklega dugleg
við framleiðslu alls kyns rétta sem
áttu rætur sínar að rekja til
danskrar jólahefðar. Hún var
dugleg að útdeila þeim til okkar
afkomendanna og eru þessir rétt-
ir nú orðnir ómissandi hluti af jól-
unum okkar.
Minnisstæðar eru heimsókn-
irnar í Munaðarnes, þar sem
amma og afi dvöldu mörg sumur.
Þá máluðum við gjarnan saman
vatnslitamyndir, en amma málaði
einstaklega fallegar blómamynd-
ir, eða við prjónuðum og bárum
saman bækur okkar um hand-
verkið.
Amma elskaði afa, sem hún
kallaði Steina sinn, afar heitt og
var ást þeirra einstök. Þau nutu
þess að ferðast og voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum með þeim
innanlands. Þegar þau komu frá
framandi löndum nutum við
barnabörnin þess þegar þau hlóðu
á okkur gjöfum og glaðningum.
Elsku amma, takk fyrir allt,
minning þín lifir.
Þín
Helga Björk, Frank og börn.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞURÍÐUR UNNUR BJÖRNSDÓTTIR,
Didda,
áður til heimilis í Stóragerði 15,
lést í faðmi fjölskyldunnar 13. janúar á
hjúkrunarheimilinu Mörk.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks 2. hæðar miðju í Mörkinni fyrir alúð
og hlýju.
Haki Antonsson
Birna Antonsdóttir Sveinbjörn Brandsson
Andri Þór Sveinbjörnsson Viktoría Bergmann Halldórsd.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og systur okkar,
GUÐBJARGAR BERGS.
Viðar Gunnarsson
Gunnar Bjarni Viðarsson Inga Lára Ólafsdóttir
Kolbrún Lís Viðarsdóttir Baldur Þór Jack
barnabörn
Sólveig Bergs Elín Bergs
Elskulega eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund 19. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða umönnun.
Kristján Reinhardtsson
Guðmundur Kristjánsson Ragnheiður Edda Jónsdóttir
Anna Marín Kristjánsdóttir Helgi Sigurðsson
Ólöf Kristjánsdóttir Hafsteinn Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín,
ÞÓREY SIGURRÓS EIRÍKSDÓTTIR,
Grýtubakka 30, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 22. janúar.
Útför fer fram í Fossvogskapellu
fimmtudaginn 30. janúar klukkan 15.
Edda Hrönn Eiríksdóttir
✝ ÞorbjörgÓlafsdóttir
Morthens fæddist í
Hafnarfirði 13.
desember 1926 og
bjó þar á Vestur-
braut 23. Hún lést
á Sóltúni 15. jan-
úar 2020. For-
eldrar hennar
voru Pálína
Magdalena Páls-
dóttir frá Grinda-
vík, f. 29. maí 1898, d. 3. jan-
úar 1977, og Ólafur Ragnar
Björnsson úr Húnavatnssýslu,
f. 22. apríl 1899, d. 27 ágúst
1961. Bróðir Þorbjargar Páll
R. Ólafsson, f. 22. febrúar
1925, d. 2. júní 1997. Eigin-
kona hans var Emilía Þórðar-
dóttir, f. 9. mars 1927, d. 5.
desember 2010.
Eiginmaður Þorbjargar var
Emanúel Morthens, f. 14. jan-
úar 1921, d. 17. desember
2016. Foreldrar hans voru
Rósa Guðbrandsdóttir, f. 28.
október 1892, d. 10. júní 1980,
og Edward W. Morthens, f. 15.
maí 1882, d. 20. maí 1963.
Börn þeirra: 1) Þórey Morth-
ens, f. 25. október 1947, gift
Jónasi Þór Steinarssyni, f. 2.
október 1946. Synir a) Guðjón
Ragnar, f. 25. maí 1974. Sonur
janúar 1984, kvæntur Önnu
Birgit Ómarsdóttur, f. 24.
ágúst 1986. Synir Kolbeinn
Páll, f. 13. janúar 2015, og
Kristján Flóki, f. 21. sept-
ember 2017. 3) Hörður T.
Morthens, f. 31. desember
1954, d. 7. október 1985. Dótt-
ir hans og Öldu Norðfjörð, f.
8. september 1955, er Manúela
Ósk, f. 29. ágúst 1983. Börn
Manúelu Jóhann Grétar, f. 15.
janúar 2005, og Elma Rós, f.
28. apríl 2010. 4) Björn R.
Morthens, f. 20. desember
1956, í sambúð með Katrínu
Franke, f. 13. maí 1971. Sonur
Jón Tjörvi, f. 31. janúar 2010.
Dætur með Olgu D. Erlends-
dóttur, f. 7. maí 1957, a) Birna
Sif, f. 11. febrúar 1981, gift
Benjamín Böðvarssyni, f. 16.
janúar 1986. Synir Daníel Elí,
f. 14. október 2015, og dreng-
ur, f. 30. október 2019. b)
Edda Hlíf, f. 9. febrúar 1983.
c) Thelma Rut, f. 18. ágúst
1986, gift Þorsteini Ólafssyni,
f. 14. júlí 1984. Börn Birta
Dís, f. 27. september 2016, og
Björn Óli, f. 3. febrúar 2019.
Þorbjörg og Emanúel
bjuggu í Reykjavík.
Þorbjörg starfaði lengi hjá
Kvennadeild Rauða krossins í
Reykjavík.
Þorbjörg ferðaðist mikið
innan lands og utan og fór
seinni árin reglulega til Kan-
aríeyja.
Útför Þorbjargar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 28.
janúar 2020, klukkan 15.
Ágúst, f. 24. júlí
2000. b) Jónas
Páll, f. 14. ágúst
1976, kvæntur Sól-
veigu G. Hann-
esdóttur, f. 18.
apríl 1973. Synir
Þorlákur Ingi, f.
2. mars 2013, og
Finnur Júlían, f. 9.
júní 2015. Sonur
Jónasar Páls er Ís-
ar Freyr, f. 18.
júlí 2002. Börn Sólveigar eru
Þorgerður Katla, f. 22. júlí
2002, og Pétur Þór, f. 20.
febrúar 2006. 2) Ólafur E.
Morthens, f. 24. júní 1950,
kvæntur Unni Hauksdóttur, f.
16. febrúar 1949. Börn a) Guð-
rún María, f. 21. október 1968,
gift Kára Pálssyni, f. 25. des-
ember 1964. Börn Ólafur Axel,
f. 11. október 1991, kvæntur
Oddnýju Ómarsdóttur, f. 18.
apríl 1992, sonur Kjartan Ax-
el, f. 25. janúar 2019, Katrín
Unnur, f. 11. júní 1997, Anna
María, f. 7. janúar 2002. b)
Þorbjörg Helga, f. 18. febrúar
1977, gift Sæþóri Ásmunds-
syni, f. 9. nóvember 1978.
Börn Saga María, f. 10. janúar
2005, Salka Elín, f. 17. júlí
2008, Baldur Páll, f. 13. febr-
úar 2013. c) Ólafur Páll, f. 16.
Hún amma mín, Guðjónína
Þorbjörg Ólafsdóttir, var aldrei
kölluð annað en Gauja. Senni-
lega er hún sterkasta kennileit-
ið á slóð æskuminninga minna.
Móðir mín var einkadóttir
hennar og þær mæðgur um-
gengust mikið enda kært með
þeim. Ég minnist ömmu sem
góðs vinar og margar góðar
minningar æskunnar tengjast
henni með einum eða öðrum
hætti.
Amma giftist ung Emanúel
Morthens. Þau hófu búskap á
árunum eftir styrjöldina og
varð fjögurra barna auðið.
Hlutskipti ömmu varð, líkt og
margra annarra kvenna af
hennar kynslóð, að annast bú og
börn. Hún bjó fjölskyldu sinni
fallegt heimili og minnist ég
margra góðra stunda í Stiga-
hlíðinni þar sem ég fékk að
leggja ömmu lið þegar hún
ræktaði garðinn sinn. Síðdegis
þótti mér ætíð jafn gaman að
skottast með henni í búðir og
var stoltur af henni þar sem
hún ók um borgina á eigin bíl
enda var slíkt heldur sjaldgæf
sjón á þeim árum. Ég varð því
snemma hreykinn af ömmu
Gauju, svo glæsilegri í fasi og
framkomu, og hef því ætíð borið
Guðjónsnafnið með stolti.
Ég gisti oft hjá ömmu í æsku.
Hún innrætti mér einlæga
barnstrú sem ég mun ætíð búa
að. Hún leið það ekki að trúin á
æðri mátt væri í flimtingum
höfð og trúarþelið var sterkt.
Heilræðavísur Hallgríms Pét-
urssonar kenndi hún mér og
þegar óminnið sótti á og sneyð-
ast fór um umræðuefni okkar á
milli og fjarlægðin sára tók
völdin fór ég með vísurnar þar
sem ég sat hjá henni. Þá var
hún með á nótunum, yfir andlit-
ið færðist bros og við tengd-
umst hvort öðru líkt og í gamla
daga.
Það styrkir strenginn á milli
okkar ömmu Gauju hversu hlý-
leg hún var við son minn. Við
feðgar heimsóttum hana í síð-
asta sinn í byrjun þessa árs. Þá
sat hún uppi, glæsileg að vanda
og augun skýr og tær. Stundum
er sagt að augun séu spegill sál-
arinnar; augun mín og sonar
míns eru frá henni komin og
fyrir þá gjöf erum við þakklátir.
Augun mín og augun þín,
ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Þetta ástarljóð Vatnsenda-
Rósu á víða vel við. Ólafur
Björnsson, faðir ömmu, var
Húnvetningur og hún þess
vegna mín eina ættartenging
við Norðurland. Ástin til hennar
var ósvikin og fölskvalaus og
minning hennar mun lifa í
hjörtum okkar feðga.
Guðjón Ragnar Jónasson.
Allt hefur sinn tíma og nú er
kominn tími til að kveðja föð-
urömmu okkar, hana ömmu
Gauju. Eftir að amma kvaddi
15. janúar sl. höfum við yfirfarið
gömul myndasöfn og rótað í
minningabankanum. Hefur þá
margt skemmtilegt rifjast upp,
t.d. þegar amma keyrði með
aldursforseta okkar systkin-
anna í Bronco-jeppanum í bú-
staðinn á Þingvöllum, en þar
áttu þær dýrmætar stundir í
göngutúrum eða í notalegheit-
um við arininn með appelsín í
flösku og lakkrísrör. Í þessum
samtölum þeirra var amma
dugleg að hvetja hana til dáða
og til að elta drauma sína en
ekki bíða eftir því að einhver
annar tæki af skarið. Það væri
algjörlega undir manni sjálfum
komið hvert maður færi og þá
hvernig.
Glæsileiki er það orð sem
kemur fyrst upp í huga manns
þegar hugsað er um ömmu
Gauju og þá var glæsileikinn
ekki einungis útlitstengdur þó
að hún amma hafi verið flestum
frúm fínni. Heldur hélt hún fal-
legt heimili, bar á borð girnileg-
an og sérstaklega bragðgóðan
mat og svo var hún hrókur alls
fagnaðar og bar af á mannamót-
um. Þennan glæsileika bar hún
allt fram á síðustu stund. Að
koma í Stigahlíðina og síðar
Efstaleitið í gamla daga þótti
okkur sem börnum vera ævin-
týri líkast því maður var borinn
á höndum sér af ömmu sem
bauð upp á hluti sem ekki voru
endilega sjálfsagðir í þá daga.
Að sitja í eldhúsinu hennar,
drekka ískalt Fresca úr flösku
og fá að dýfa sér í smákök-
ustampanna hennar eða maula
á fríhafnarnammi var eðlilega
toppurinn á tilverunni í augum
barna. Veislur í Stigahlíðinni
voru svo kapítuli út af fyrir sig,
en amma Gauja hafði þann eig-
inleika að allt sem hún bar á
borð fyrir gesti sína, hvort sem
það var soðinn fiskur eða veislu-
matur, var einstaklega fallega
fram sett auk þess að vera gott.
Síðustu æviárin dvaldi amma
Gauja á Sóltúni í góðu yfirlæti
en nú hefur hún fengið hvíldina.
Í anda ömmu Gauju munum við
kaupa fallegan blómvönd og
setja í vasa, en amma sagði eitt
sinn að smáræði eins og að
blómvöndur gæti glatt hjarta
manns og maður ætti ekki að
bíða eftir því að aðrir gæfu
manni blóm heldur einfaldlega
ganga í málið sjálfur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Guðrún María,
Þorbjörg Helga og
Ólafur Páll Ólafsbörn.
Þorbjörg Ó.
Morthens