Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
ALLT Í FERMINGAR-
VEISLUNA
Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS
Frábært úrval af
fermingarstyttum
sykurskreytingum
servíettum – löberum
Sjón er sögu ríkari, kíktu við !
Yfir 12.000 vörunúmer
50 ára Högni er fædd-
ur og uppalinn í
Stykkishólmi og býr
þar. Hann vinnur við
smíðar og fleira hjá
Skipavík. Högni er for-
maður Hesteigenda-
félags Stykkishólms.
Maki: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, f. 1972,
fjármálastjóri hjá Marz sjávarafurðum.
Dætur: Sunna Guðný Högnadóttir, f.
1990, og Ellen Alfa Högnadóttir, f. 1992.
Barnabörnin eru orðin fimm.
Foreldrar: Högni Friðrik Bæringsson, f.
1935, fv. bæjarverkstjóri í Stykkishólmi,
bús. þar, og Sigurbjörg Hansa Jónsdóttir,
f. 1936, d. 2011, netaviðgerðarkona og
gangavörður í íþróttahúsinu í Stykkis-
hólmi.
Högni Friðrik Högnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu viðbúin/nn því að þurfa að
verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í
unglinginn. Þú færð launahækkun.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að sýna þolinmæði. Ef þú
átt ekki nógu marga vini þarftu ekki að ör-
vænta. Þú sjálf/ur ert besti félags-
skapurinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hugsaðu þig tvisvar um áður en
þú eyðir peningunum þínum. Græddur er
geymdur eyrir. Einhver slær þér gull-
hamra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú nýtur þess að fegra heimili þitt
þessa dagana. Gefðu þér tíma til að íhuga
hvernig þú getur bætt samskiptin innan
fjölskyldu þinnar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er gott að hafa stjórn á öllum
hlutum en nauðsynlegt að vita hvenær
maður á að sleppa hendinni af öðrum. Það
að skrifa niður markmiðin gerir gæfumun-
inn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að athuga vel hvernig þú
setur hlutina fram því það skiptir sköpum
að allir skilji hvert þú ert að fara. Einhver
rekur úr þér garnirnar og þú hefur gaman
af.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt auðvelt með takast á við verk-
efni sem krefjast einbeitingar í dag. Léttu
á hjarta þínu við góðan vin.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki slaka á þótt vel gangi,
haltu þínu striki. Ekki einblína á það hver
hefur lagt mest af mörkum. Sígandi lukka
er best.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Bilun í tölvu eða annars konar
tæknivandamál geta sett strik í reikning-
inn hjá þér í dag. Líttu á þetta sem tæki-
færi til að æfa þig í þolinmæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhver spennandi skýtur upp
kollinum, setur allt á annan endann og þú
kiknar í hnjánum. Hlauptu undir bagga
með vini.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leggðu frá þér allan hroka svo
þú getir af auðmýkt og lítillæti þegið þau
ráð sem þér eru gefin af góðum hug.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur mikið að gera og skalt
ekki fara út í stórar framkvæmdir á heim-
ilinu. Allt er gott sem endar vel.
fleiri drengjum úr Eyjum, og tók
brons, silfur og gull í knattþrautum
KSÍ. Hann þjálfaði ásamt Helga
Sigurlássyni 4. flokk drengja í Tý
1983-1984. „Við fórum þá í æfinga-
ferð með 31 strák til Stuttgart í
Þýskalandi, en Ásgeir Sigurvinsson,
sem þá lék með Stuttgart, skipu-
lagði æfinga- og keppnisleiki fyrir
okkur. Við Helgi og Ingi Júlíusson
fórum ásamt eiginkonum okkar sem
fararstjórar. Var það eftirminnileg
ferð fyrir alla og sáu strákarnir
ásamt foreldrum um alla fjáröflun
með ýmiss konar vinnu.“
Sigurður Ingi var í stjórn Týs í
nokkur ár og knattspyrnuráði
meistaraflokks ÍBV í mörg ár, þar
af formaður í tvö ár. „Eftir þjóðhátíð
1976 á Breiðabakka var öllum ljóst
að flytja þyrfti þjóðhátíðina aftur í
Herjólfsdal, sem var mikið skadd-
aður af öskufalli frá Heimaeyjargos-
inu. Ég var einn af þremur í nefnd
sem fengin var til að kanna með
hvaða hætti þetta væri mögulegt.
Fórum við á fund bæjarstjórnar
S
igurður Ingi Ingólfsson
fæddist 28. janúar 1945 í
Vestmannaeyjum og ólst
þar upp. Hann var í sveit
frá fjögurra til sex ára
hjá Svövu og Magnúsi Lárussyni á
Svínafelli í Öræfum og síðan öll
sumur frá sjö til þrettán ára, ásamt
einum vetri þegar hann var ellefu
ára, á Ímastöðum í Vaðlavík við
Eskifjörð hjá Steinunni Jónsdóttur
og Guðna Jónssyni.
Sigurður Ingi gekk í grunn- og
gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og
síðan Iðnskólann í Vestmannaeyjum
og lauk meistaraprófi í netaiðn.
Hann tók ýmis námskeið.
Sigurður Ingi vann í Netagerð
Ingólfs, föður síns, frá unga aldri og
var yfirverkstjóri 1962-1976. Hann
stofnaði Netagerð Njáls og Sigurðar
Inga ásamt Njáli Sverrissyni og
byggðu þeir stórt netaverkstæði við
Norðurhöfn árið 1980. „Árið 1984
byggðum við Jóna, kona mín, at-
vinnuhúsnæði í Norðurhöfn, þar
sem nú er netaverkstæði Hampiðj-
unnar. Við stofnuðum innflutnings-
fyrirtækið Eyjavík 1983, fluttum inn
net, ásamt sjóvinnufatnaði. Ég var í
útgerð 1987 til 1994, stofnaði
Heimavík sem flutti inn veiðarfæri
og rak harðfiskgerðina Eyjabita frá
1995, en seldum síðan til Grenivíkur,
sem er með stóra markaðshlutdeild í
dag.
Við fluttum til Reykjavíkur árið
2001. Ég var húsvörður í Engja-
skóla í Grafarvogi frá hausti 2005 til
2011 og var það góð tilbreyting og
skemmtileg upplifun.“ Sigurður Ingi
starfrækir enn Heimavík með grá-
sleppu- og sportveiðinet, en Heima-
vík ehf. verður 25 ára 1. maí næst-
komandi Árin 1998-2000 fór hann á
Gullberg VE til loðnuveiða og síðan
á Ísleif VE um vorið í síldarsmug-
una og á loðnu.
Sigurður Ingi var í fótbolta frá
unga aldri í knattspyrnufélaginu Tý
og síðan í ÍBV og var bikarmeistari
með meistaraflokki ÍBV 1968 og síð-
an aftur með 1. flokki ÍBV 1972 þar
sem hann var fyrirliði. Hann fór
fjórtán ára í íþróttaskóla Vilhjálms
Einarssonar og Höskuldar Goða
Karlssonar í Hveragerði, ásamt
Vestmannaeyja og viðlagasjóðs og
samþykkt var að tyrfa dalinn. Við-
lagasjóður borgaði torfið og bærinn
flutninginn á því til Eyja. Allt var
unnið í sjálfboðavinnu, bílstjórar,
gröfumenn og fiskimjölsverksmiðj-
urnar lánuðu tæki sín endurgjalds-
laust. Var verkinu lokið í nóvember
1976 og aftur haldin þjóðhátíð í
Herjólfsdal 1977.“
Fyrir utan íþróttir snúast áhuga-
mál Sigurðar Inga um sportveiði,
ferðalög og samveru með fjölskyld-
unni.
Afmælisbarnið verður að heiman í
dag.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Jóna Berg
Andrésdóttir, f. 5.1. 1947, bókari.
Foreldrar Jónu: Hjónin Jóhanna
Svava Jónsdóttir, f. 19.2.1927 í
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, og
Andrés Þ. Magnússon, f. 22.6. 1924 í
Vík í Mýrdal, d. 2.11. 2006. Þau
störfuðu til fjölda ára í hvalstöðinni í
Hvalfirði, hann sem verkstjóri og
Sigurður Ingi Ingólfsson netagerðarmeistari – 75 ára
Fjölskyldan Sigurður Ingi og Jóna ásamt börnum, barnabörnum og einu barnabarnabarni á gullbrúðkaupsdegi
sínum 8. maí 2016. Myndin er tekin á þáverandi heimili þeirra í Reykjavík en þau búa núna á Selfossi.
Ennþá að sýsla með netin
Á veiðum Sigurður og afabarnið
Daníel við Grenlæk í Landbroti.
40 ára Gísli fæddist í
Kaliforníu en fluttist
1989 til Íslands og
býr í Reykjavík. Hann
er með BS-gráðu í
tölvunarfræði frá Há-
skóla Íslands og er
tölvunarfræðingur í
Landsbankanum.
Maki: Arna Arnardóttir, f. 1984, hár-
greiðslumeistari hjá Trend hárstúdíó.
Dætur: Katrín Erla Gísladóttir, f. 2011,
Alexandra Fríða Gísladóttir, f. 2012, og
Viktoría Arna, f. 2018.
Foreldrar: Björn Ingi Sveinsson, f. 1951,
verkfræðingur og rekur fyrirtækið
Kleos, og Katrín Gísladóttir, f. 1953,
heimavinnandi. Þau eru búsett í Kópa-
vogi.
Gísli Konráð Björnsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Salka Sigurð-
ardóttir fæddist í Reykja-
vík kl. 2.54 hinn 25. mars
2019. Hún vó 3.580 g og
var 50 cm að lengd. For-
eldrar hennar eru Ragn-
heiður Hjartardóttir og
Sigurður Hreiðarsson.
Nýr borgari