Morgunblaðið - 28.01.2020, Page 26
Á AKUREYRI
Einar Sigtryggsson
sport@mbl.is
Þór og KR spiluðu margfrestaðan leik
sinn úr 11. umferð Dominos-deildar
karla í körfubolta í gærkvöld. KR-
ingar mættu fáliðaðir, einungis með
átta menn á leikskýrslu. Jón Arnór
Stefánsson var í leikbanni og þeir
Dino Cinac og Eyjólfur Ásberg
Halldórsson voru ekki komnir með
leikheimild þegar leikurinn átti að
fara fram í desember.
Leikurinn var skemmtilegur fyrir
heimamenn, sem leiddu frá byrjun og
keyrðu hreinlega yfir KR í fyrri hálf-
leiknum og eftir hann var staðan
66:42. Í seinni hálfleik snerist taflið
við og KR minnkaði bilið smám saman
þar til engu munaði í lokasóknunum.
Þór hélt haus og innbyrti 102:100-
sigur eftir svakalega endurkomu KR
og nagandi spennu á lokakaflanum.
KR fékk m.a.s. lokaskotið í leiknum
en þriggja stiga tilraun frá Brynjari
Þór Björnssyni rataði ekki í körfuna.
Þórsarar voru í svaka stuði lengst-
um í leiknum og voru þeir Hansel
Atencia og Jamal Marcel Palmer
baneitraðir. Heimamenn leituðu mik-
ið undir körfuna og röðuðu svo niður
þristum á milli. KR-vörnin var gal-
opnuð og átti engin svör. Það segir
ákveðna sögu að Þór skoraði 66 stig í
fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik náði KR að bíta
hressilega frá sér. Áður en varði var
munurinn kominn niður í tíu stig,
70:60 og KR var að skila öllu ofan í
körfuna. Munurinn varð minnstur sjö
stig en Þór hélt haus út leikhlutann
og opnaði bilið aftur. Staðan fyrir
lokaleikhlutann var 88:75 og gríðar-
leg spenna í leiknum.
Þór var svo með leikinn í höndum
sér og munurinn var 14 stig þegar
fjórar mínútur lifðu. Á lokakaflanum
sýndu KR-ingar einu sinni enn
hversu klókir og grimmir þeir eru.
Þór skoraði aðeins eina körfu á með-
an KR minnkaði muninn jafnt og
þétt, minnst í eitt stig, 101:100. Þór
setti eitt víti í lokasókn sinni og svo
kom lokaskot Brynjars. Þór fór upp
um eitt sæti með sigrinum. Liðið er
með tíu stig ásamt Grindavík og Val
en Valur er í fallsæti með verstan
innbyrðisárangur liðanna þriggja.
Svart og hvítt
hjá KR-ingum
Fimmti sigur Þórs í sjö síðustu leikjum
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Karfa KR-ingar réðu illa við Hansel Atencia á Akureyri í gærkvöldi.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
England
Bikarkeppnin, 4. umferð:
Bournemouth – Arsenal .......................... 1:2
Arsenal mætir Portsmouth á útivelli í
sextán liða úrslitum. Þar mætast einnig:
Sheffield Wednesday – Manchester City
Reading eða Cardiff – Sheffield United
Chelsea – Shrewsbury eða Liverpool
West Brom – Newcastle eða Oxford
Leicester – Coventry eða Birmingham
Southampton eða Tottenham – Norwich
Northampton eða Derby – Man. Utd
Grikkland
PAOK – Volos .......................................... 1:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Efstu lið: PAOK 52, Olympiakos 51, AEK
Aþena 38, Panathinaikos 34, Aris 29, OFI
Krít 27, Xanthi 27, Atromitos 26.
Holland
B-deild:
Jong PSV – Excelsior.............................. 2:1
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
Þýskaland
C-deild:
Kaiserslautern – Grossaspach............... 0:0
Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik-
mannahópi Kaiserslautern.
Grill 66 deild kvenna
Fram U – Stjarnan U........................... 36:25
ÍBV U – Fjölnir .................................... 31:27
Valur U – Grótta................................... 29:34
Fylkir – Selfoss..................................... 19:23
Staðan:
Fram U 14 14 0 0 470:326 28
FH 14 11 1 2 395:308 23
Selfoss 14 10 2 2 332:293 22
Grótta 14 9 1 4 355:335 19
ÍR 14 8 1 5 371:348 17
Valur U 14 6 1 7 380:371 13
ÍBV U 14 6 1 7 337:341 13
Stjarnan U 14 4 1 9 322:367 9
Fjölnir 14 4 1 9 337:379 9
HK U 14 4 1 9 354:407 9
Fylkir 14 3 0 11 279:322 6
Víkingur 14 0 0 14 300:435 0
Asíumót karla 2020
Bronsleikur í Kúveit:
Japan – Barein..................................... 27:26
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan og Aron
Kristjánsson þjálfar Barein.
Úrslitaleikur í Kúveit:
Suður-Kórea – Katar ........................... 21:33
Þessar fjórar þjóðir verða fulltrúar Asíu
á HM 2021 í Egyptalandi.
Dominos-deild karla
Þór Ak. – KR..................................... 102:100
Staðan:
Stjarnan 15 13 2 1371:1218 26
Keflavík 15 11 4 1329:1225 22
Tindastóll 15 9 6 1307:1250 18
Njarðvík 15 9 6 1280:1150 18
KR 15 9 6 1267:1249 18
Haukar 15 9 6 1338:1280 18
ÍR 15 8 7 1259:1316 16
Þór Þ. 15 6 9 1194:1222 12
Grindavik 15 5 10 1255:1340 10
Þór Ak. 15 5 10 1285:1427 10
Valur 15 5 10 1210:1293 10
Fjölnir 15 1 14 1279:1404 2
Þýskaland
Alba Berlín – Crailsheim.................... 98:82
Martin Hermannsson skoraði 18 stig,
gaf 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst hjá
Alba á rúmri 21 mínútu.
NBA-deildin
Atlanta – Washington ...................... 152:133
Memphis – Phoenix .......................... 114:109
New Orleans – Boston ..................... 123:108
New York – Brooklyn ........................ 110:97
Orlando – LA Clippers....................... 97:112
Denver – Houston ............................ 117:110
San Antonio – Toronto ..................... 106:110
Portland – Indiana ........................... 139:129
Efst í Austurdeild: Milwaukee 40/6,
Toronto 32/14, Miami 31/14, Boston 30/15,
Indiana 30/17, Philadelphia 30/17.
Efst í Vesturdeild: LA Lakers 36/10,
Utah 32/13, LA Clippers 33/14, Denver 32/
14, Dallas 28/17, Houston 28/17.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin.
Austurberg: ÍR – KA ........................... 18.30
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ............ 18.30
Kórinn: HK – Selfoss ........................... 19.30
Dalhús: Fjölnir – Stjarnan .................. 19.30
Ásvellir: Haukar – Fram ..................... 19.30
Varmá: Afturelding – FH .................... 20.15
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Laugardalshöll: Þróttur – Valur U.......... 20
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA ......................... 19.45
Í KVÖLD!
á móti Trabzonspor í deildinni í
gær en leiknum var frestað vegna
jarðskjálftanna í austurhluta
Tyrklands síðasta föstudag þar
sem talsverðar skemmdir urðu í
Malatya og nágrenni. Upptök
stærsta skjálftans voru 45 km frá
Malatya og fjórir létust í borginni.
Viðar sagði í viðtali við mbl.is í
gær að tyrkneska félagið væri bú-
ið að reyna að fá sig í tvö ár. Sér
litist mjög vel á það og allt í kring-
um liðið sem skori mikið af mörk-
um og spili sóknarfótbolta sem
ætti að henta sér.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Viðar Örn Kjartansson verður
sjötti Íslendingurinn sem spilar í
tyrknesku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu en Yeni Malatyaspor fékk
hann í gær lánaðan frá Rostov í
Rússlandi út þetta keppnistímabil.
Á undan Viðari hafa leikið í
deildinni þeir Atli Eðvaldsson
(Genclerbirligi), Eyjólfur Sverris-
son (Besiktas), Grétar Rafn Steins-
son (Kayserispor), Gunnar Heiðar
Þorvaldsson (Konyaspor) og
Ólafur Ingi Skúlason (Genclerbir-
ligi og Karabükspor).
Þar að auki hefur Theódór Elm-
ar Bjarnason leikið í B-deildinni
síðustu ár og er núna með
Akhisarspor og Kári Árnason lék
þar með Genclerbirligi á síðasta
tímabili.
Frestað vegna jarðskjálfta
Viðar getur leikið sinn fyrsta
leik á sunnudaginn kemur en þá á
lið hans útileik gegn Alanyaspor.
Yeni Malatyaspor er í 9. sæti af 18
liðum í deildinni. Liðið átti að taka
Viðar sjötti í tyrknesku deildinni
Ljósmynd/Yeni Malatyaspor
Tyrkland Viðar Örn Kjartansson í
búningi Yeni Malatyaspor.
Alls létust níu manns í flugslysinu
hörmulega í Calabasas í útjaðri Los
Angeles á sunnudagskvöld. Þeirra á
meðal voru Kobe Bryant, ein skær-
asta körfuboltastjarna veraldar, og
Gianna, þrettán ára dóttir hans.
John Altobelli, sigursæll þjálfari
hafnaboltaliðs Orange Coast-
menntaskólans, lést einnig í slysinu,
sem og eiginkona hans, Keri, og
þrettán ára gömul dóttir þeirra,
Alyssa. Þá létust mæðgurnar Sarah
og Payton Chester í slysinu og flug-
maðurinn Ara Zobayan og körfu-
boltaþjálfarinn Christina Mauser
fórust sömuleiðis. Fólkið var á leið-
inni á körfuboltamót í Mamba
Sports Academy í Newbury Park,
þar sem ungu stúlkurnar áttu að
leika á móti. Kobe Bryant þjálfaði
stúlkurnar ásamt Mauser og hin for-
eldrin ætluðu að fylgjast með.
Mótinu var aflýst vegna slyssins.
Fékk sérstakt leyfi til að fljúga
Aðstæður til flugs voru erfiðar;
dimm þoka og slæmt skyggni af
völdum hennar. Lögregluyfirvöld í
Los Angeles kyrsettu m.a þyrluflota
sinn vegna þokunnar. Fékk flug-
maður þyrlunnar sérstakt leyfi til
að fljúga í aðstæðunum en slysið
varð með þeim hætti að þyrlan rakst
á bratta brekku í graslendi rétt utan
við Calabasas, sem er um 65 kíló-
metra norðvestur af miðborg Los
Angeles.
Einn sjónarvottur lýsti aðstæðum
sem mjög erfiðum. „Þokan var mjög
þykk og þetta var eins og að synda á
kafi í mjólk. Ég sá varla neitt og ég
trúði því ekki að einhver væri að
fljúga þyrlu í þessum aðstæðum.
Fólk átti erfitt með að keyra í þok-
unni,“ sagði hinn 61 Scott Daehlin,
sem varð vitni að slysinu og hringdi
í neyðarlínuna.
Alex Villanueva, lögreglustjóri í
Los Angeles, var allt annað en sátt-
ur við TMZ, sem greindi fyrst frá
slysinu og andláti Kobe Bryant. Mið-
illinn birti frétt um slysið áður en
lögregluyfirvöld gátu látið fjöl-
skyldumeðlimi þeirra sem fórust
vita. „Að heyra um andlát ástvina í
fjölmiðlum er einstaklega skelfilegt
og kalt,“ sagði Villanueva pirraður
á fjölmiðlafundi.
Mikil sorg braust út eftir slysið og
kepptust stjörnur úr íþróttaheim-
inum og annars staðar frá um að
minnast Bryants á samfélags-
miðlum og í viðtölum. Bryant spilaði
í treyjum númer 8 og 24 á ferlinum
og heiðruðu leikmenn í NBA-
körfuboltanum fallinn félaga með
því að láta 24 sekúndna skotklukku
viljandi renna út í upphafi leikja í
deildinni. johanningi@mbl.is
Dýrkeypt flugferð í erfiðum aðstæðum
AFP
Táknrænt Þyrla flýgur yfir listaverk af Kobe Bryant í miðbæ Los Angeles. Mikil sorg reið yfir í kjölfar andláts hans.